Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 14
Þótt Einari þyki til um náttúrleika kveð-
skapar Huldu, þá finnst honum greinilega
skorta á að hún beini skáldskaparhæfileik-
um sínum að verðugu viðfangsefni, sumsé
hinum æðri veruleika.
Einræður Starkaðar er auðvitað kvæði
sem eiginlega er einboðið að lesa þannig að
ljóðmælandi sé Einar sjálfur, þótt taka beri
fram að huglægni Einars sé ekki ævinlega
þess eðlis. I Einræðunum segir hann: „Ei-
lífðin sjálf, hún er alein til / vor eiginn tími
er villa og draumur“ og það er einmitt þessi
mikilvæga staðreynd sem hann vill að
Hulda átti sig á og gefi sig alla á vald. Það
fer heldur ekkert á milli mála að hann telur
sjálfan sig hafa náð þessu marki, því í loka-
erindinu biður hann hana að koma fljótt yfír
brúna — væntanlega til sín.
Auðvitað er nærtækt að tengja þennan
æðri veruleika handan sólarinnar við guðs-
ríki, fyrirheitna landið. í raun og veru er
vandi Einars þegar allt kemur til alls hinn
sami og flestra annarra rómantískra skálda:
að fella saman vísindi og guðstrú. Þar togast
á tveir sterkustu þættimir í hugmyndaheimi
hans: Annars vegar óbifandi trú á þekking-
arviðleitni mannsins og að hann sé þess
megnugur að greina kjama hlutanna og svo
hins vegar einlæg trú á guð sem upphaf alls.
Annars vegar er það tilfinningin fyrir aukn-
um styrk einstaklingsins í veröidinni, til-
finning sem var vakin af rómantíkinni, og
svo hins vegar ákveðin vanmáttur sem fylg-
ir guðstrúnni, að mönnunum séu takmörk
sett. Þetta kemur t.d. vel fram í kvæðinu
Sunna:
Sá guð sem skóp oss ábyrgð vits og vilja,
hann virðir trúar þor, að sanna og skilja.
Vér, sandkom stjörnuhafs, í litlu hverfi,
oss heimtum ljós að svipta dul og gervi.
Vor andi, er vóg og mældi himinhjólin,
á hæðum varir, þegar slokknar sólin.
í eilífð drekkur sál vor Sunnu erfi.14
Ég hef hér lagt höfuðáherslu á að tengja
hugmyndir Einars við hinn þýska róman-
tíska skóla, en frekar dregið úr tengslum
hans við nýrómantík, enda er það skoðun
mín að það sé síst færra sem bindi hann við
rómantík. Sé kveðskapur Einars borinn að
ljóðum nýrómantísku skáldanna, (Jóhanns
Sigurjónssonar o.fl.), er hann í fyrsta Iagi
miklu jarðbundnari í öllum meginviðhorf-
um sínum og bóhemhugsjónin um að lifa á
líðandi stund er honum mjög fjarlæg, a.m.k.
í kvæðunum í heild. Einar er sífellt í kvæð-
um sínum að hugsa um framtíðina og bend-
ir m.a.s. á ýmsar hagnýtar leiðir til Iausnar
á ákveðnum vandamálum, sem var vægast
sagt fágætt í nýrómantískum kveðskap.
Guðstrúin er líka miklu sterkari þáttur hjá
Einari en nýrómantíkerum og fyrr hef ég
rætt um tengsl hans við ofurmennishug-
myndir Nietzsches og að aðrar hugmyndir
séu kannski nær Einari. Þá er allt ljóð- og
myndmál kvæða hans afskaplega ólíkt
þeim einfaldleika sem hin nýrómantísku
skáld stefndu að.
Þegar allt kemur til alls er Einar Bene-
diktsson kannski skýrasta dæmi sem við
eigum um kerfisbundið, síðrómantískt,
heimspekilegt skáld sem neitar að segja
skilið við sinn guðdóm en dregst óhjá-
kvæmilega að vísindalegum uppgötvunum
síns tíma og reynir að fella þetta allt saman.
Af því spretta mótsagnimar. Þessi var og
þróun og vandi Bjöms Gunnlaugssonar í
höfuðdráttum, þótt togstreita Einars sé
meiri sem síðari tíma manns. Eins og flest
rómantísk skáld dreymdi hann um að fella
þetta saman í eitt glæsilegt kerfi sem gengi
upp og það er sú draumsýn sem býr að baki
innblæstri hans og gerir hann sérstakan.
12
TMM 1991:4