Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Síða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Síða 19
ar tróðu sér inn í yfirfullan fyrirlestrasalinn til að hlusta á meistarann tala um hinn nýja heimspeking og það hafði djúp áhrif á þá eins og séra Ami Þórarinsson lýsir á sinn hátt: Þá var meira um þunglyndi en nú á tímum. Margirskólapiltarvom þunglyndir. Það bar kannski ekki á því á yfirborðinu. En það kom fram í samtali pilts við pilt. Mest var þá talað um andlegu málin, og flestir voru efandi um tilvem guðs og annars lífs. Af efasemdunum og tilgangsleysinu urðu þeir bölsýnir og þunglyndir. Og þá fóru ungir menn að fyrirfara sér. Brandes drap Bertel Þorleifsson. Hann drap líka Sigurð Jónas- son. Og hann drap Gísla Guðmundsson frá Bollastöðum.4 Einn skólapilta í Kaupmannahöfn vorið 1888 var Einar Benediktsson. Það er ekki hægt annað en sjá hve mikil líkindi eru á milli heimspeki Nietzsche og hugsunar Einars þó að mikið beri þar líka á milli. Þegar Nietzsche lýsti Guð dauðan, var honum ljóst að hin kristna menning Vestur- landa væri langt frá að vera þar með úr sögunni. „Eg er hræddur um að við losnum aldrei við Guð, á meðan við trúum enn á málfræðina,“ segir Nietzsche.s Það sem hann á við er að guðshugmyndin hafi verið og sé byggð inn í form hugsunar og máls eins og hið endanlega merkingarmið eða trygging þess að tjáning okkar hafi merk- ingu, sé skynsamleg. „Sjálf1 mannsins, „sál“ hans og „verund“ er honum gefin af guði sem skapaði hann og þetta skilur hann frá öðrum skepnum og gerir honum kleift að tilbiðja guð. Þannig byggja hugmyndir okkar um hinn „sanna heim“ á fölskum forsendum og frá þeim ganga falskar rök- leiðslur eða rökleysur vegna þess að þessi „sanni heimur“ er oftar en ekki í beinni andstöðu við þann „raunverulega heim“ sem við sjáum í kringum okkur, þá náttúru sem við erum í raun hluti af. Við dauða Guðs ættu mörg grundvallandi form hugs- unarinnar að tæmast af merkingu, en þau eru þama áfram og hlutverk hins nýja tíma, hinnar nýju manneskju, er að gefa þessum formum nýtt innihald, ekki innihald sem beinist gegn trúnni og er þar með bundið henni heldur annað, öðm vísi innihald, hugsun nútímans. En hvemig er sú hugs- un?6 Ofurmennið getur hugsað hana vegna þess að það getur hafið sig yfir siðferði fjöldans, brotið af sér bönd hefða og tilætl- ana sem fjötra múginn þó að bönnin hafi enga persónulega merkingu fyrir honum. Hið eina siðgæði sem ofurmennið lýtur er það persónulega siðgæði sem sprettur fram af sjálfsþekkingu og viljanum til valds yfir sjálfum sér. í slíku valdi og þekkingu felast óendanlegir, óþekktir möguleikar. Ofur- mennið er kenning. Ofurmennið er ekki til, enginn getur sagt „ég er ofurmenni“ eða „ég þekki ofurmenni". Nietzsche er ljóst að hið hömlulausa, per- sónulega frelsi sem hann hugsar sér inn í slíkan tilrauna-mann, myndi leiða til þess að hann segði skilið við hinn þjóðfélagslega sáttmála. Það myndi leiða til óendanlegs einmanaleika og persónulegrar óhamingju en að mati Nietzsche er það margfalt betra hlutskipti en hin smámunasama, sljóa og hefnigjarna tilvera fjöldans sem er hneppt- ur í andlega og efnislega þrælsfjötra af því að hann getur ekki hugsað sér neitt skárra og ver því fjötra sína af kappi. TMM 1991:4 17 L
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.