Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Page 45

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Page 45
hinn ósýnilega hvervetna í náttúrunni, í mannkynssögunni og lífi einstaklingsins, þótt það, sem hún sér, verði eigi altjend sannað. —20 Það er athyglisvert að lesa þetta síðbúna uppgjör Gríms Thomsens við natúralism- ann er hann birti svo skömmu fyrir andlát sitt.21 Hér þótti Benedikt hins vegar ómaklega vegið að rithöfundum og kenningasmiðum, sem hann aðhylltist, og skoðanir þeirra rangfærðar. Birtist grein hans, „Svar til Kirkjublaðsins“, í Bjarka 20. og 26. mars og 2. apríl 1897. Hann hóf mál sitt á þessum orðum: Þó ritgjörðin í 2. nr. Kirkjublaðsins þ.á. um bók Balfour’s, „Foundations of belief‘, hafi vísindalegan blæ og sé rituð af lærdómi miklum, þá er þó ýmislegt í henni, sem er mjög villandi fyrir þá, er ekki þekkja þá menn, sem þar eru nefndir, og sumt í henni mun varla geta talist rétt. Það er raunalegt, að þá sjaldan lærdóms- menn vorir reyna að fræða íslenska alþýðu eitthvað um lífsskoðanir og kenningar er- lendra vísindamanna, þá skuli það oftast verða til þess, að alþýða fær alveg rangar hugmyndir um þessa menn og þýðingu þeirra fyrir mannlífið og þroskun þess. Hann vék síðan að flokkun Gríms á vís- indamönnum eftir því hvort þeir færu „efri leiðina“ eða „neðri“ og þótti hallað réttu máli um hina síðar nefndu: Um þennan flokk vísindamanna segir svo höf. að þeir hafi öngan siðalærdóm; að þeir þekki hvorki samvisku né sálarinnar ódauðleik; að þeir þekki ekki stríðið milli holdsins og andans, og fleira þessu líkt. A öðrum stað í ritgjörðinni segir, að þeir Dar- win, Huxley, Spencer, Mill og Comte hafi verið natúralistar og tilheyrt þessum flokki vísindamanna; að þeir hafi farið neðri leið- ina, gagnstætt þeim Kant og Hegel, sem hafi farið efri leiðina. Þetta er nú hér um bil allt sem ritgjörðin fræðir menn um lífsskoðanir og kenningar þessara manna. Og hvaða hugmynd mun það gefa fáfróðri alþýðu um þessa menn? Hún mun ímynda sér að þeir hafi verið líkari óarga dýrum en góðum og göfugum mönnum. Hún þekkir ekki kenningar þeirra, breytni eða sálarlíf, og breytni þeirra og kenningar mun hún ímynda sér í eðli- legu sambandi við þessa fögru(!?) lýsingu á skoðunum þeirra. Taldi Benedikt að mjög væri villt um fyrir alþýðu með slíkum rangfærslum: Meira gagn hefði höfundurinn unnið með því að fræða alþýðu með sannindum um ævi þessara manna, um breytni þeirra og þann hluta af starfsemi þeirra sem hún fær skilið. Með því hefði hann sýnt alþýðu eftirbreytnisverðar fyrirmyndir góðra og göfugra manna, sem með óþreytandi elju leituðu sannleikans og opnuðu mönnunum áður óþekkt víðsýni í náttúmnnar og hug- sjónanna ríki. Það er líka fjarri öllum sanni að kalla alla þessa menn materialista, þótt rannsóknar- efni þeirra og kenningar séu eigi eins meta- fysiskar sem þeirra Kants og Hegels, eða þótt þeir ályktuðu út frá öðrum premissum. Hvorirtveggja leituðu hins sama: meira andlegs víðsýnis, en sönnunaraðferðum þeirra mætti líkja við induktiva og deduk- tiva rökfærslu. — Hvað yrði líka úr fram- förum og þroskun mannsandans, ef allir færu einmitt sömu leiðina, ef enginn reyndi að brjótast nýjar leiðir, ryðja nýjar andans brautir, ef menn löggiltu um aldur og ævi eitthvert eitt heimspekikerfi Síðan sneri hann sér einkanlega að við- TMM 1991:4 43
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.