Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Qupperneq 58
persónulegum skilningi. Síðan veltur á
mörgu hvort sú nýsköpun birtist að ein-
hverju leyti í atferli hans og skilar sér
þannig í félagslegri menningu. Slík virkni
hefur frekar orðið til í öðrum geira fjölda-
menningarinnar en sjónvarpsneyslu, þ.e.a.s
í æskumenningunni, þar sem rokktónlist'
hefur verið þungamiðja í rúman aldarþriðj-
ung, en fatatíska, slangur, líkamlegir taktar
o.fl. leika einnig veigamikið hlutverk. Eg
hef valið að skoða þennan þátt fjöldamenn-
ingarinnar, ekki bara af því að þar er menn-
ingarleg virkni almennings hvað sýnileg-
ust, heldur líka vegna þess að ég hef lengi
rennt í grun að æskumenning og rokktónlist
hafi mótað samtíma okkar í enn ríkari mæli
2
en virðist við fyrstu sýn.
Full ástæða er til að hafa áhyggjur af
örlögum skapandi menningarstarfsemi.
Hins vegar er rangt að tefla þar fram sköp-
unarstarfi einstakra listamanna gegn fjölda-
menningu. Meira máli skiptir virkni
almennings í fjöldamenningunni og náin
tengsl þeirrar virkni við sköpunarstarf lista-
manna. Það er góðra gjalda vert að hlúa að
listsköpun en besta menningarstefna nú-
tímans er sú sem stuðlar að slíkri virkni og
tengslum.
I ljósi þessara almennu atriða vil ég skoða
sögu rokksins á íslandi út frá þessum
þremur sjónarmiðum: 1. Hvemig virkni ís-
lenskrar æsku hefur verið háttað og hvemig
hún hefur smám saman náð valdi á nýjum
tækjum til menningarsköpunar. 2. Hvemig
hún hefur beitt þessum tækjum til að gefa
nýjum aðstæðum merkingu. 3. Hvemig
þessi starfsemi hefur orðið þáttur í nútíma
þjóðmenningu íslendinga og hvaða sess
hún skipar þar.
Þjóömenning íslendinga upp úr
síðari heimsstyrjöld
Á fyrstu árunum eftir síðari heimsstyrjöld
var hefðbundin menningarstarfsemi á ís-
landi á margan hátt í meiri vanda en víðast
annars staðar, enda höfðu samfélagsbreyt-
ingar stríðsáranna kippt íslensku samfélagi
svo rækilega út úr fortíðinni að jaðraði við
samhengisrof. Bókmenntimar vom öflug-
asti þáttur hefðbundinnar menningarstarf-
semi, og hin snöggu umskipti voru
vitaskuld yrkisefni skálda og rithöfunda.
Hægt er að k&W&Atómstöð Laxness og bæk-
ur þeirra Olafs Jóhanns Sigurðssonar, Þór-
unnar Elfu Magnúsdóttur og Indriða G.
Þorsteinssonar til vitnis um ríkjandi viðhorf
í þjóðmenningu íslendinga á þessum ámm.
Þar fer hvarvetna mikið fyrir þeirri siðferði-
legu upplausn sem fylgdi hemámi, þéttbýl-
isþróun og skjótfenginni en misskiptri
velmegun, en horft er með eftirsjá til ýmissa
fomra dyggða bændasamfélagsins. Nú-
tímalegustu lýsinguna á Reykjavíkurlífi
eftirstríðsáranna er eflaust að finna í frá-
sögn Elíasar Mars af svellgæjunt og svíng-
pjöttum Vögguvísu, en andrúmsloft þeirrar
bókar einkennist þó fyrst og fremst af upp-
lausn fremur en nýsköpun.
Viðmið allrar menningarstarfsemi þess-
ara ára var þjóðernishyggja, og einungis var
tekist á um þá mynd sem hún ætti að taka á
sig. Islensk borgarastétt var hér ekki leið-
andi. Hún hafði ekki haft forystu í sjálf-
stæðisbaráttu gegn Dönum, og á milli-
stríðsámnum hafði andleg starfsemi hennar
leiðst út í dýrkun norrænna yfirburða, en
slíkir andlegir straumar hurfu af vettvangi
þegar tók að halla undan fæti hjá Þriðja
ríkinu (Árni Sigurjónsson). Á meðan borg-
arastéttin hafði veika stöðu í andlegum og
56
TMM 1991:4