Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Síða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Síða 65
fleiri tjáningarmiðla í þjónustu sína og efldi sjálfstæði sitt, — þegar fyrstu unglinga- hljómsveitimar mynduðust. Því miður var fyrsta skeiði rokksins þá að ljúka og braust kraftur þess því aldrei út í tónlist rokkæsk- unnar sjálfrar. A fyrstu árum 7. áratugarins bar talsvert á unglingahljómsveitum sem flestar spiluðu mjúkt rokk og tónlist í anda hinna bresku Shadows. Æskuskeiðið festist í sessi, og til dæmis þóttu unglingatíska og unglingaskemmtistaðir nú eðlileg fyrir- bæri. í velmegun síldarævintýrisins höfðu unglingar mun rýmri fjárráð en á 6. ára- tugnum, og innflutningsfrelsið gerði þeim kleift að nota peninganatil aukinnarneyslu. Rétt eins og rokkæðið hafði leyst úr læð- ingi dulda þörf æskunnar fyrir að hasla sér völl, varð bítlaæðið kjörinn rammi fyrir viðreisnaræskuna, sem hafði bæði fjárráð, tíma og löngun til að njóta æskuáranna, en vantaði sameiningarafl þar til Bítlamir birt- ust. Nú þurfti æskan ekki lengur að berjast fyrir sjálfstæði sínu, heldur hafði það verið viðurkennt. Hún hafði meira sjálfstraust en fyrirrennaramir, og bítlaæskan einkenndist fremur af lífsgleði en uppreisn. Rokkæskan hafði gert klæðaburð, hár- greiðslu og stæla að sáluhjálparatriði hvers unglings, og bítlakynslóðin bjó bara til nýj- ar útgáfur. Hún naut líka framtaks árgang- anna sem höfðu komið í millitíðinni, því að nú þótti það sjálfsagt og eðlilegt að það væru unglingar sem spiluðu þá tónlist sem jafnaldrar þeirra dönsuðu við. í fyrstunni bætti bítlaæðið litlu við rokkæðið, það varð að vísu útbreiddara og því fylgdi meira sjálfstraust og fínlegri stæll. Hið alþjóðlega rokkæði hafði fyrst og fremst gagntekið æskuna úr verkalýðsstétt og bar þess merki, en á sjöunda áratugnum voru öll mörk á milli stétta að riðlast; ungt fólk úr verkalýðsstétt var að stómm hluta á leið yfir í nýjar millistéttir, enda tóku terel- ínföt við af gallabuxum og leðurjakka. B ítlamenningin byggði hins vegar að mestu á rokkmenningunni, og það er til marks um það að unga fólkið var að taka hefðir úr verkalýðsmenningunni með sér inn í hina nýju millistétt. Hið félagslega los átti líka þátt í því að róttækar hefðir úr hópum menntamanna eignuðust smám saman greiða leið inn í æskumenninguna, og nægir þar að benda á áhrif Bobs Dylans á texta- gerð í dægurtónlist. Um allan heim óx æskumenningu ásmegin og hún varð hvar- vetna gagnrýnin á löngu staðnaða menn- ingu, feðraveldi og kaldastríðshugsunar- hátt. íslensk æska hafði tekið fljótt og vel við bítlaæðinu, en hún fylgdi því seint og illa í átt til félagslegrar róttækni. Bæði var hún lengur að njóta hinna nýfengnu lystisemda, sem fylgdu í kjölfar velmegunar og inn- flutningsfrelsis, og svo hafði skapast regin- djúp á milli æskumenningar og róttækra hefða í landinu. Þær vom afar nátengdar þjóðemishyggju og andúð á bandarískri fjöldamenningu, og unglingamir spyrtu saman vinstri stefnu og andúð á bítlafötum, kanaútvarpi og enskum textum. Á bítlaámnum óx enn bilið milli íslenskr- ar æsku og þjóðmenningarinnar. Islensk æska gat nú lifað svipuðu lífi og jafnaldrar hennar t.d. á Englandi, og hún lagði á það kapp að fylgja alþjóðlegri unglingatísku. Sú þjóðmenning sem birtist í skólum, fjöl- miðlum og listastofnunum lét æskunni í eyrum eins og ómur fortíðar, og um fram- tíðina hlaut maður eiginlega að hugsa á ensku. Á tónlistarsviðinu tók bítlaæskan stórt stökk frá fyrri kynslóðum æskunnar. Fjöldi TMM 1991:4 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.