Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Qupperneq 68
um í blús- og dægurhljómsveitum. Árið
1975 kom hann út úr skugganum sem mót-
aður laga- og textahöfundur. Hann gerði
(og gerir) fallega blúsa og lipur dægurlög,
og lífsháski nútímalífs birtist hvarvetna í
persónulegum og vönduðum textum hans,
en íslenskir textar og tónlist af erlendum
toga mynda jafnan áreynslulausa heild.
Stuðmenn, Magnús Eiríksson og sam-
verkamennimir Gunnar Þórðarson og Þor-
steinn Eggertsson fundu á sama tíma upp á
þrem mismunandi aðferðum til að skapa
íslenskt rokk, en fjórði höfundur þess var
reyndar löngu byrjaður. Þar er átt við Meg-
as, en hann náði ekki til íslenskrar æsku fyrr
en sama ár og hinir komu fram á sjónarsvið-
ið, árið 1975. Þá var textagerð hans löngu
mótuð í aðalatriðum. Megas hefur sjálfur
lýst því hvernig hann var alinn upp í anda
ungmennafélagshyggju og þjóðemisvit-
undar, og í textagerð hans fer fram stöðug
glíma milli menningararfsins og hugarfars
rokksins. Stundum skýtur hann stráksleg-
um skotum á heilagar kýr íslandssögu og
íslenskrar menningar, stundum beitir hann
minnum og aðferðum bókmenntahefðar-
innar til að lýsa hráslagalegu utangarðslífi
í samtímanum. Stefnumót menningararfs-
ins og nútímans í verkum Megasar er efni í
margar bækur, og framlag hans til að fella
rokkið inn í íslenska þjóðmenningu og
auðga hana um leið er meira en nokkurs
annars einstaklings. Eg vil þó benda á að
Jón Sigurðsson hafði mtt fyrsta spölinn í
íslenskri rokktextagerð, og nýsköpun
Megasar tengdist annarri tónlist á ýmsan
hátt.
Á meðan rokk-, bítla- og hippatónlist
hafði gert íslenska æsku að heimsborgur-
um, höfðu módernistar eins og Guðbergur
Bergsson og Steinar Sigurjónsson opnað
leið út úr staðnaðri bókmenntahefð. Á póli-
tíska sviðinu hafði ungt fólk túlkað baráttu
gegn NATO og her í landi upp á nýtt, þannig
að hún var ekki lengur varnarbarátta fyrir
íslandi gamla tímans, heldur sóknarbarátta
fyrir nýjum og friðsælli heimi. Þessi þrenns
konar endumýjun rann saman í róttækari
geira æskulýðsmenningarinnar á öndverð-
um 8. áratugnum, og Megas varð persónu-
gervingur hennar. Hann virtist þó vera of
sérstakur til að aðrir gætu fetað í fótspor
hans, en Magnús Eiríksson, Stuðmenn og
Þorsteinn Eggertsson höfðu samstundis rík
áhrif á íslenska dægurtónlist og mótuðu
hana síðari hluta 8. áratugarins.
Áður er vikið að þeirri kaldhæðni sög-
unnar, að íslensk æska var rétt að ná tökum
á rokki og róli, bítlatónlist og hippatónlist,
þegar nýjar bylgjur höfðu tekið við í alþjóð-
legri dægurtónlist. Þegar loks hafði tekist
að búa til íslenskt rokk, tók ekki betra við,
því að starfsvettvangur íslenskrar dægur-
tónlistar þrengdist meira en um langt skeið.
Diskótónlist ruddi lifandi tónlist út úr
skemmtistöðum, og ógerlegt var að fram-
fley ta sér á skapandi dægurtónlist. Atvinnu-
tónlistarmenn sprengdu sig hreinlega á því
að elta duttlunga markaðarins úr einni lág-
kúrunni í aðra, en skapandi starf varð að
frístundaiðkun eða leið til fátæktar.
Gmndvöllur íslenska rokksins var þegar
tekinn að molna við tilurð þess um árið
1975. Sá grundvöllur hafði myndast í æsku-
menningu bítla- og hippaáranna, en þá
hafði æska af ólíkum stéttamppmna bland-
ast, unnið úr erlendum áhrifum og fitjað
upp á menningarlegum nýjungum. Á átt-
unda áratugnum myndaðist vaxandi gjá
milli menntaæskunnar og annars ungs
fólks. Með hinni miklu fjölgun mennta-
manna og gerbreyttri þjóðfélagsstöðu
66
TMM 1991:4