Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Síða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Síða 56
mótast af tilteknum tíma og rúmi og því er ekki hægt að tala um bókmenntaverk (eða listaverk yfirleitt) utan þessa samhengis. Verkið hefur áhrif á samtíma sinn og um- hverfi sem aftur móta það, ljá því merking- ar sem geta verið margar og mismunandi. Ef maður skoðar bókmenntirnar í þessu ljósi, út frá þessu sjónarhomi, kemur í ljós að þær hafa ýmist sjálfstætt fagurfræðilegt gildi (til dæmis á Endurreisnartímanum), eða hafa veigamiklu þjóðfélagslegu hlut- verki að gegna, eða þá, og það er að mínum dómi tilfellið með bókmenntir samtímans, hvorugt. Þær hjara þá, tóra eins og einhver ófreskja búin til af manna höndum, eitthvað sem enginn vill neitt með hafa, vill ekki gangast við og allir sniðganga. Eitthvað sem er ekki merkilegra en svo að formi til að það nær hvorki siðferðilegu né fagur- fræðilegu flugi, því útkoman er ýmist önnur en rithöfundurinn hafði ætlað sér eða flugið öðlast sjálfstæði, þrífst á sjálfu sér og verð- ur þar með algerlega marklaust og innan- tómt. Sartre segir að ,,Ógleðin“ vegi ekki þungt, hafi enga merkingu á móts við bam sem er að dauða komið. Yves Berger, sem öfugt við Sartre styður hugmyndina frægu hið um siðferðilega sjálfstæða skáldverk, kemst raunar að sömu neikvæðu niðurstöð- unni: bókmenntirnar fá engu breytt fyrir heiminn og í heiminum, þær eru algerlega máttvana á öllum sviðum hins raunveru- lega heims. Eins og ráða má af framan- sögðu gildir sama lögmálið hvort sem um bókmenntir stórþjóða eða útkjálkaþjóða eins og okkur er að ræða. En öfugt við Evrópubúana erum við ekki í neinni klemmu með okkar mál. Það liggur allt í augum uppi: allt og sumt sem við þurfum að gera er að setjast niður við skrifborðið okkar og skrifa lýsingu á manninum á göt- unni, venjulegum, ekta manni frá okkar landi, lýsa því hvernig hann djúsar, lemur konuna sína, hvernig hann bjargar eigin skinni með því að vera ýmist með eða á móti valdhöfum og þá fer allt vel. Þetta er það sem kallað er raunsæjar afstöðubók- menntir, sem er frumstæð nýnatúralísk list- grein þar sem einkum er fengist við að skrásetja siði og venjur sveitafólks, segja frá brúðkaupum, kvöldvökum, jarðarför- um, morðum og fóstureyðingum. Allt er þetta gert af góðum hug, vilja til að mennta fólk og búa í haginn fyrir bókmenntalega endurreisn, en þessum áköfu endurreisnar- sinnum hefur láðst að hugsa út í merkingu þess að tala um „ekta mann frá okkar landi“, því sá maður er ekki einungis ólæs og óskrifandi (eða allt að því), heldur líka mjög frumstæður og því haldinn megnustu andúð á hverskonar lesmáli. Enginn af snillingum okkar á sviði raunsæisbók- menntanna hefur látið í ljósi minnstu efa- semdir um að verk þeirra hefðu ótvrrætt og skothelt menningar- og bókmenntagildi (öfugt við Sartre, sem var uppi á tíma þar sem andrúmsloftið var mun hagstæðara rit- máli en nú er, sem píndi sig áfram af þraut- seigju og fylltist slíkum efasemdum og óvissu um bókmenntimar að hann ákvað að beita öðrum og áhrifaríkari aðferðum). Endanleg niðurstaða þessarar menningar- legu hugmyndar ætti þá að vera sú að menn sneru sér í alvöru að því að efla menning- una: ákveðnir rithöfundar (ef þeir eru trúir þeim skoðunum sem þeir hampa) ættu þá annaðhvort að gerast kennarar úti á landi og fara að kenna fólki að lesa og skrifa, eða að viðurkenna að þeim hafi mistekist ætlunar- verk sitt og að skoðanir þeirra séu út í hött. En það gera þeir auðvitað ekki því þeir eru sannfærðir um eigin verðleika og halda að 54 TMM 1993:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.