Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Qupperneq 68
Margar ástæður liggja eflaust að baki
þessari vantrú á áströlsku menningarlífi,
en nú til dags eru þær yfirleitt raktar til
nýlendustefnu, stuttrar sögu þjóðarinnar
(þá er átt við hvíta meirihlutann að sjálf-
sögðu) og einkennilegrar stöðu hennar
landfræðilega. Því verður ekki neitað að
hin engil-keltneska menning Eyjaálfu
stingur mjög í stúf við nánasta umhverfi í
norðri, kemur eiginlega eins og skrattinn
úr sauðarleggnum. Ástralía á sér því ekki
það sem Milan Kundera hefur kallað
,,miðlunarsamhengi“, millistig milli
þjóðarinnar og umheimsins, en því hlut-
verki má ætla að Norðurlönd gegni fyrir
ísland. „Þjóð í leit að sjálfri sér leitast
einnig við að rata á básinn sinn meðal
þjóða og sá bás ákvarðast af miðlunar-
samhenginu,“ segir Kundera.3 Eðlilegt
miðlunarsamhengi Eyjaálfu hefði verið
Indónesía, Malasía og Nýja-Gínea, en er
í raun Bretland og Bandaríkin, hinum
megin á hnettinum. Einnig hefur verið
bent á að Ástralía sé ekki í neinu alþjóð-
legu efnahagsbandalagi.4 Þetta býður
heim kenningum um menningarlegt
ósjálfstæði og eftiröpun, og gerir landið
berskjaldað gegn slíkri gagnrýni. Ekki
bætir úr skák að virtir höfundar fyrr og nú
hafa hamrað á því að Ástralía sé menning-
arlegt eyðiland. Árið 1958 bjó Patrick
White til hugtakið „hið mikla ástralska
tóm4^ sem honum fannst teygja sig til
allra átta, enda hefur það gengið aftur í
ótal bókum og greinum allar götur síðan.
Rúmum tuttugu árum síðar sneri pólski
innflytjandinn Ania Walwicz til dæmis
hnífnum í sárinu í kvæðinu „Ástralía“:
„Þú of tóm. Þú eyðimörk með engu engu
engu.“6
Á undanförnum árum hefur rutt sér til
rúms fræðigrein sem fæst við frá-
hvarfseinkenni nýlendukúgunar undir
samheitinu ,,póst-kólóníalismi“, sem
kalla mætti eftirlendustefnu á íslensku.7
Sú umræða takmarkast ekki við Ástralíu,
enda er talið að líf tveggja-þriðjuhluta
mannkyns sé á einhvern hátt mengað ný-
lendustefnu. Það væri vissulega óðs
manns æði að ætla að Ástralar væru lausir
undan áhrifum nýlendustefnunnar þótt
Ástralía hafi orðið sjálfstætt ríki um alda-
mótin. Ástralía er enn í Breska samveld-
inu og enn er skálað fyrir drottningu sem
situr hinum megin á hnettinum. Ein
þekktasta skáldkona Ástralíu, Elizabeth
Jolley, segir frá því í nýútkominni bók
hvað henni fannst annarlegt að heyra
„God Save the Queen“ sungið í lok tón-
leika þegar hún nam land á sjötta áratugn-
um. Þá þóttu henni sumir Ástralar
o
breskari en Bretar. Síðar varð orðið Pom,
sem vísar til innflytjanda frá Bretlandi, að
hálfgerðu skammaryrði og nú er svo kom-
ið að Ástralar eiga það sammerkt með
fjarlægri eyþjóð í norðurhöfum að njóta
þess betur en nokkurs annars að slá fyrr-
um herraþjóð við.
Ástralskt eða ekki?
Síðustu hálfa öldina hefur það verið eitt
helsta verkefni bókmenntafræðinga „hins
ókunna lands í suðri“ að deila um hvenær
(eða jafnvel hvort) ástralskar bókmenntir
með óumdeilanlegum áströlskum sér-
kennum hafi fyrst komið fram. Niðurstað-
an hefuryfirleitt orðið sú að það hafi verið
á síðasta áratug 19. aldar með verkum
Henrys Lawsons og Josephs Furphys,
enda skapast sögulegar forsendur vart
miklu fyrr.9 Aftur á móti hefur menn lengi
66
TMM 1993:3