Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Qupperneq 68

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Qupperneq 68
Margar ástæður liggja eflaust að baki þessari vantrú á áströlsku menningarlífi, en nú til dags eru þær yfirleitt raktar til nýlendustefnu, stuttrar sögu þjóðarinnar (þá er átt við hvíta meirihlutann að sjálf- sögðu) og einkennilegrar stöðu hennar landfræðilega. Því verður ekki neitað að hin engil-keltneska menning Eyjaálfu stingur mjög í stúf við nánasta umhverfi í norðri, kemur eiginlega eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Ástralía á sér því ekki það sem Milan Kundera hefur kallað ,,miðlunarsamhengi“, millistig milli þjóðarinnar og umheimsins, en því hlut- verki má ætla að Norðurlönd gegni fyrir ísland. „Þjóð í leit að sjálfri sér leitast einnig við að rata á básinn sinn meðal þjóða og sá bás ákvarðast af miðlunar- samhenginu,“ segir Kundera.3 Eðlilegt miðlunarsamhengi Eyjaálfu hefði verið Indónesía, Malasía og Nýja-Gínea, en er í raun Bretland og Bandaríkin, hinum megin á hnettinum. Einnig hefur verið bent á að Ástralía sé ekki í neinu alþjóð- legu efnahagsbandalagi.4 Þetta býður heim kenningum um menningarlegt ósjálfstæði og eftiröpun, og gerir landið berskjaldað gegn slíkri gagnrýni. Ekki bætir úr skák að virtir höfundar fyrr og nú hafa hamrað á því að Ástralía sé menning- arlegt eyðiland. Árið 1958 bjó Patrick White til hugtakið „hið mikla ástralska tóm4^ sem honum fannst teygja sig til allra átta, enda hefur það gengið aftur í ótal bókum og greinum allar götur síðan. Rúmum tuttugu árum síðar sneri pólski innflytjandinn Ania Walwicz til dæmis hnífnum í sárinu í kvæðinu „Ástralía“: „Þú of tóm. Þú eyðimörk með engu engu engu.“6 Á undanförnum árum hefur rutt sér til rúms fræðigrein sem fæst við frá- hvarfseinkenni nýlendukúgunar undir samheitinu ,,póst-kólóníalismi“, sem kalla mætti eftirlendustefnu á íslensku.7 Sú umræða takmarkast ekki við Ástralíu, enda er talið að líf tveggja-þriðjuhluta mannkyns sé á einhvern hátt mengað ný- lendustefnu. Það væri vissulega óðs manns æði að ætla að Ástralar væru lausir undan áhrifum nýlendustefnunnar þótt Ástralía hafi orðið sjálfstætt ríki um alda- mótin. Ástralía er enn í Breska samveld- inu og enn er skálað fyrir drottningu sem situr hinum megin á hnettinum. Ein þekktasta skáldkona Ástralíu, Elizabeth Jolley, segir frá því í nýútkominni bók hvað henni fannst annarlegt að heyra „God Save the Queen“ sungið í lok tón- leika þegar hún nam land á sjötta áratugn- um. Þá þóttu henni sumir Ástralar o breskari en Bretar. Síðar varð orðið Pom, sem vísar til innflytjanda frá Bretlandi, að hálfgerðu skammaryrði og nú er svo kom- ið að Ástralar eiga það sammerkt með fjarlægri eyþjóð í norðurhöfum að njóta þess betur en nokkurs annars að slá fyrr- um herraþjóð við. Ástralskt eða ekki? Síðustu hálfa öldina hefur það verið eitt helsta verkefni bókmenntafræðinga „hins ókunna lands í suðri“ að deila um hvenær (eða jafnvel hvort) ástralskar bókmenntir með óumdeilanlegum áströlskum sér- kennum hafi fyrst komið fram. Niðurstað- an hefuryfirleitt orðið sú að það hafi verið á síðasta áratug 19. aldar með verkum Henrys Lawsons og Josephs Furphys, enda skapast sögulegar forsendur vart miklu fyrr.9 Aftur á móti hefur menn lengi 66 TMM 1993:3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.