Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Síða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Síða 74
skilningi á sektarkennd hvíta mannsins, það eru peningar í henni, jafnvel ný drátt- arvél, eins og ein sögupersónan er látin segja. Síðustu orð sögunnar eru að ferðin hafi verið fyrirhafnarinnar virði. Sömu dagbækur hafa einnig verið nýtt- ar af frumbyggjahöfundinum Colin John- son í skáldsögunni Doctor Wooreddy’s Prescription for Enduring the Ending of the World (1983). Þar er sagan sögð frá sjónarhóli frumbyggja og lítur þá Robin- son töluvert öðruvísi út, hann er draugur, en þannig vísuðu frumbyggjar til hvítra, og góður ásetningur hans leiðir nú til nokkurs konar ragnaraka. Slíkum ferðum til blendins upphafs fer nú fjölgandi í áströlskum bókmenntum. Upphafið er sérlega blendið fyrir hvíta vegna þess að þeir þurfa á frumbyggjum að halda til að réttlæta baráttu sína, land- nemamýtur sínar, en um leið er ljóst að „stríðsglæpir" hafa verið framdir án þess að frumbyggjum væri sagt formlega stríð á hendur, því síður gerður friðarsáttmáli. Það getur þar af leiðandi vafist fyrir Aströlum nútímans að réttlæta veru sínu í Eyjaálfu. Því hefur jafnvel verið haldið fram að hið miðlæga samfélag muni ekki skilja sjálft sig meðan það virði menningu 27 og sjónarmið frumbyggja að vettugi.- En höfundar beita allrahanda aðferðum til að fást við þjóðernið og þann tilvistar- vanda sem við blasir. Eiga hvítir heima í Ástralíu? er meðal annars spurt í rómaðri skáldsögu hvíta Vestur-Ástralans Tims Wintons (1991). Þar notar hann gamalt hús sem táknmynd fyrir Ástralíu og sögu hvíta mannsins. Fyrri ábúendur hafa runnið saman við innviði hússins, og svartar vofur eru á kreiki, en nýir íbúar þurfa tíma til að sættast við húsið, og húsið til að sættast við þá. Það er ekki fyrr en eftir langa mæðu að íbúunum finnst þeir eiga heima í húsinu og eftir það þríf- ast þeir hvergi annars staðar. Peter Carey, sem er líklega þekktasti höfundur Ástrala um þessar mundir, fæst einnig við þjóðernið í sínum verkum. Honum virðast samskiptin við Bandarík- in jafn hugleikin og samskiptin við Bret- land, sem hann skopstældi á grátbros- legan hátt í Booker-verðlaunabókinni Oscar og Lucinda 1988. Hápunktur þeirr- ar sögu er þegar innflytjandinn Oscar reynir að sanna sig fyrir Lucindu með því að flytja glerkirkju til þorps inni í landi. Hann kemur kirkjunni að vísu á áfanga- stað, en svo sekkur undan henni prammi þar sem hún stendur við árbakkann og kauði drukknar, þó ekki fyrr en honum hefur tekist að geta einni þorpsstúlkunni barn (þar koma tengslin við sögumann bókarinnar, Oscar var langafi hans). Þessi hluti bókarinnar minnir reyndar nokkuð á eina frægustu bók Patricks Whites, Voss (1957), þar sem þýskur landkönnuður freistar þess að ferðast yfir þvera Ástralíu, en kemst að því að hans vestrænu vísindi, tól og tæki duga skammt til slíks ferða- lags, hvað sem ofurmennisvilja hans líð- ur. Elizabeth Jolley glímir við samskipti Bretlands og Ástralíu í Miss Peabody’s Inheritance (1983), nánar tiltekið við klisjur og goðsagnir um Ástralíu. Segja má að hún láti nýlenduna skrifa herra- þjóðinni, því sagan hverfist um bréfa- skipti breskrar piparmeyjar, fröken Peabody, og ástralskrar skáldkonu, en bréf þeirrar síðarnefndu eru lunginn úr bókinni. Skáldkonan segir ekki aðeins frá sjálfri sér, heldur lætur hún fylgja kafla úr 72 TMM 1993:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.