Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Síða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Síða 102
Tök Vigdísar á viðfangsefninu koma berlega í ljós í samfléttan hennar á þessum tveimur heim- um, hinum ytri og hinum innri, og þar nýtur hinn ljóðræni stíll hennar sín hvað best. A hverjum degi smyr Guðrún sér nesti og leggur í langa göngutúra um borgina með það fyrir augum meðal annars að sinna áhugamáli sínu, bókasöfnuninni. Guðrún safnai' bókum og verður sér úti um þær í ruslatunnum borgarinn- ar. Bækurnar elskar Guðrún fölskvalaust og úr hverri og einni lærir hún utanbókar nokkrar línur sem oft vitja hennar síðar þegar aðstæður eða hugsanir og tilfinningar hennar kalla þær fram. Guðrún man fundardag og fundarstað bóka sinna en titla og nöfn höfunda man hún ekki. Þegar sagan hefst hafa gerst þau undur í lífi Guðrúnar að hún hefur þegið kaffiboð hjá blá- ókunnri konu, Hildi Sigurðardóttur, sem býr á Brávallagötunni. Snemma í sögunni situr Guð- rún í eldhúsi Hildar og verður litið á gólfið: Ég horfði á gólfflísamar og sá svarta pöddu með þykkan rauðleitan búk og ótal granna fálmara skríða yftr flís og út á aðra, nálgast homið við vaskinn hægt og örugglega en þá lyftd gestgjafi minn hægra fæti, steig feti aftar og paddan varð ljósbrúnn blettur á hvítu gólfínu. Ég leit á hana og sá að hún hafði ekki tekið eftir því sem gerðist (bls. 31-32). Þessi málsgrein kallast á við upphafsmálsgrein bókarinnar þar sem Guðrún lýsir sjálfri sér sem grárri þúst í þessu hvíta eldhúsi og sér líkama sinn speglast í gólfflísunum. Hér, eins og víða annars staðar í fýrstu köflum sögunnar, má sjá forboða þess sem koma skal. En ef Hildur krem- ur pödduna undir fæti sínum óvart og ómeðvit- að þá er því þveröfugt farið með samskipti hennar við Guðrúnu; á meðvitaðan skipulagðan hátt ,,kremur“ Hildur Guðrúnu „undir fæti sér“ og svífst þar einskis. Hildur er listakona. Hún býr til brúður sem eru einstakar í sinni röð, búnar til eftir mannleg- um fyrirmyndum og útbúnar tækjum sem gefur hverri og einni ákveðna hreyfingu eða ,,líf‘. Hildur hefur sett sér það takmark að skapa meistaraverk, hina fullkomnu brúðu, brúðu með mannshjarta sem slær knúið tækjum. Þetta takmark virðist vera sprottið upp af særðri metnaðargirnd listakonunnar sem fékk ekki nógu góða dóma fyrir sína fyrstu sýningu. Til- gangur hennar virðist vera fyrst og fremst að svala hégómagirnd sjálfrar sín, fá hrós gagn- rýnenda og „verðskuldaða fullnægju“ (bls. 243). Það eina sem Hildi vanhagar um er fóm- arlamb, lifandi manneskja sem getur látið lista- konunni í té hjarta sitt í þágu listarinnar. Og hér kemur utangarðskonan Guðrún í „góðar þarf- ir“. Ég er Ijón Guðrún Magnúsdóttir er fædd 15. ágúst 1945. Kaffiboðið á sér stað þann 16. ágúst 1991 og er Guðrún því þegar ffásögnin hefst nýorðin 46 ára. Hún er ljón — eins og ísbjörg. Nafn ísbjarg- ar og stjömumerkið mynda saman táknmynd kulda, hörku og styrks sem em ráðandi eigin- leikar í ytra lífi hennar og áunninni skapgerð. Fljótt á litið kann að virðast að hin ófrýnilega miðaldra Guðrún eigi fátt sameiginlegt með hinni ungu fallegu ísbjörgu. En þegar nánar er að gáð má leiða marga þætti þessara tveggja persóna saman. Nafn Guðrúnar merkir leyndar- dóm Guðs og hjá henni birtist styrkur ljónsins í geðprýði, auðmýkt og sátt við lífið og það hlut- skipti sem það hefur fært henni. Guðrún og Isbjörg eru báðar utangarðs í samfélaginu, hvor á sinn hátt. Þær em báðar bæklaðar. Önnur andlega vegna óheilbrigðs uppeldis og að- stæðna hin líkamlega vegna sjúkdóms. Báðar em þær einangraðar og sú einangrun leiðir til þess að þær flýja á náðir drauma sinna eða, eins og einnig mætti orða það, sjálf þeirra klofnar. Vigdís Grímsdóttir velur svipaða leið til að gefa þetta til kynna í báðum sögum; munurinn er sá að það sem er í bakgrunni í Eg heiti Isbjörg. Eg er Ijón hefur verið fært í forgrunn í Stúlkan í skóginum og gefur sögunni nafn. Stúlka í skógi og stúlka á strönd Eins og ég minntist á hér að framan er skógurinn og sú veröld sem hann hýsir hugarheimur Guð- rúnar. Engu að síður er hann jafnrétthár hinum ytri heimi, raunheiminum, í frásögninni. Vigdís Grímsdóttir gengur hér lengra en í flestum öðr- 100 TMM 1993:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.