Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Qupperneq 104

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Qupperneq 104
Að varðveita líf bóka í fjórða kafla Stúlkunnar í skóginum (sem ber það mótsagnakennda nafn „Eg var ekki persóna í bók“) er að finna athyglisvert bréf sem Guðrún skrifar í huganum til Hildar. Mér fannst einsog þú þyrftir að vita hvemig málum mínum væri háttað. Ferðalag mitt var farið þín vegna. Ég lagði af stað án þess að velta því fyrir mér hvers vegna ég gerði það eða hugsa um hvert för minni væri raunveru- lega heitið. Ég lagði bara af stað til þín þótt ég þekkti þig ekki og þrátt fyrir að ég vissi ekki hvaða erindi þú ættir við mig. Ég hlýddi bara kalli þínu. Ég vissi hvar þú bjóst en ég var ekki búin að gera mér í hugarlund hvern- ig fylgsni þitt var. Og ég þekkti ekki háttu þfna. Ég var hin ókunnuga og þig hafði ég aldrei séð áður. Samt lagði ég af stað til þín berfætt með hvíta fætur. Og það var þín vegna sem ég leit í spegilinn og skildi ekki hvers vegna ég var svona ólík sjálfri mér. Ég hrökk við vegna þess að ég hafði aldrei séð mig með þínum augum og ég vissi líka að það var ekki hægt. Ég hafði þegið boð þitt og notið sopanna en þegar ég kaus að fara komst ég hvergi (bls. 32). Þetta bréf er hægt að lesa á táknrænan hátt sem lýsingu á sambandi lesenda og texta/höfundar. A einu sviði fjallar Stúlkan í skóginum um tilgang bókmennta í víðasta skilningi, um sam- band lesanda og texta, um samband lesanda og skálds. í vissum skilningi erum við gestir í boði hjá listamanni þegar við lesum verk hans. Lista- maðurinn býður okkur í hús sitt og vekur okkur gleði, nautn, ótta og þjáningu líkt og fór hjá Guðrúnu í kaffiboðinu hjá Hildi. Á öðru sviði er þessi skáldsaga óður til bókmenntanna. I skógi Guðrúnar em mörg græn tré en þar er líka eitt tré sem ber af öðrum og það tré er gyllt: í gylltu tré vakti tilfinning míns helgasta dags, sú sem gerði mig gæfukonu. Það var tilfinningin fyrirtilgangi lífs míns, tréhennar konungur meðal konunga, fegurst alls sem var (bls. 68). Tilgangur lífs Guðrúnar er „að varðveita líf bókanna" (bls. 77). Guðrún gerir sáttmála við sjálfa sig sem felur í sér loforð um „að læra minnst sex til sjö línur úr hverri bók sem ég finn, til að mér auðnist að tileinka mér hluta af heimi þeirra og lærdómi" (bls. 77). Línumar sem Guð- rún lærir koma eins og áður er sagt upp í huga hennar þegar þær eiga við. Slíkar tilvitnanir eru skáletraðar í bókinni en ekki auðkenndar á neinn annan máta. Þannig er hvorki getið höf- unda né titla. Þetta tvennt skiptir Guðrúnu engu máli — einungis listin sjálf, orðin, sem hún hirðir úr ruslinu. Auðvelt er að álykta að hér sé höfundur að koma á framfæri ábendingu um lága stöðu list- arinnar í okkar einnota neyslusamfélagi. Hins vegar er það ljóst að hérna er spjótunum ekki síst beintað listamönnunum sjálfum. Listamað- urinn Hildur metur ekki inntak listarinnar. „— Ég segi að bækur skipti engu máli!“ (bls. 185) heimtar hún og kynnir síðan sjálfa sig með því að draga fram möppur fullar af blaðagreinum um hana sjálfaog viðtölum við hana sjálfa. Sjálf hefur Hildur reyndar skapað texta: — Og hér á þessari síðu hef ég tekið saman bestu spurningamar og svörin úr viðtölunum fjómm og búið til eitt langt viðtal. Á þennan hátt hef ég sjálf endurunnið og lagt minn eigin kraft í viðtölin við sjálfa mig. Og í endurunna viðtalinu er allt sem skiptir máli um mig í réttri tímaröð (bls. 193). Allt sem skiptir máli um Hildi er að finna í fjölmiðlaviðtölum. Á meðan listamaðurinn brosir sjálfumglaður á síðum fjölmiðlanna er listinni fleygt í ruslið. Nafnleysið á „tilvitnun- um“ í bók Vigdísar er líka hugsanlega gildra fyrir lesendur og ritdómara sem reyna að bera kennsl á línurnar, ftnna höfundinn. Út úr þessari framsetningu má lesa þá skoðun að það séu bókmenntimar (listin) sem skipta máli en ekki rithöfundurinn (listamaðurinn). Það er óneitan- lega sjónarmið sem stangast á við ríkjandi við- horf í íslenskri menningammfjöllun þar sem kastljósið beinist meira að höfundum en verk- um þeirra. Ef Vigdís Grímsdóttir er í þessari skáldsögu sinni að benda okkur á brotalamir í gildismati okkar og umgengni við listina, þá er hún ekki síður að benda listamönnum á að týna ekki sál sinni í eftirsókn eftir vindi; að gleyma ekki 102 TMM 1993:3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.