Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Síða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Síða 107
um er hægt að breyta, sóknir er mögulegt að leggja niður og með þeim kirkjur þeirra. Kirkja verður hins vegar trauðla flutt milli sókna í eiginlegum skilningi, þar sem hún er miðstöð sóknarinnar. Guðshús, sem ekki hefur þá stöðu, ætti ekki að kalla kirkju í fræðilegum texta heldur bænhús eða kapellu. Hið rétta og það, sem höfundur augljóslega á við, er það, að sóknir og þar með kirkjur er mögulegt að flytja milli prestakalla. Það var einmitt það, sem gerð- ist með Skálholtskirkju beggja vegna síðustu aldamóta. Á sama hátt kann að vera, að túlkanir höfund- ar á atriðum, er liggja utan sérfræðisviðs hans séu stundum of þröngar. í bókarlok (sjá bls. 301) fjallar hann um stærðarbreytingu Skál- holtsdómkirkna, sem er mjög áhugavert atriði með víðtæka kirkju- og menningarsögulega skírskotun. Þar kemur fram, að kirkjumar hafa minnkað mjög í tveim áföngum annars vegar milli Gíslakirkju (1567-1650/1673) og Brynj- ólfskirkju (1650-1802) en hins vegar milli hennar og Valgerðarkirkju (1802-1851). Síðari stærðarbreytingin var mun meiri en sú fyrri, þar sem Gíslakirkja var „aðeins“ rúmlega tveimur og hálfum sinnum stærri en Brynjólfskirkja að flatarmáli, en hún var aftur á móti ríflega fjórum sinnum stærri en Valgerðarkirkja. (Á þessum stað virðast stærðarhlutföll tveggja síðarnefndu kirknanna að vísu hafa misritast. Brynjólfs- kirkja var samkvæmt töflu á bls. 303 ríflega fjórum sinnum stærri en Valgerðarkirkja að flat- armáli en ekki ríflega sex sinnum, eins og segir á bls. 301. Það hlutfall á aftur á móti við rúm- málið). Fyrri breytinguna skýrir höfundur með tekju- tapi Skálholtsbiskupsdæmis við innreið sið- skiptanna sem og almennri hnignun landsgæða. Eflaust er hluta skýringarinnar að leita í hag- sögulegum atriðum á borð við þau, sem hér eru talin. Þar með er þó ólíklegt, að öll sagan sé sögð. Siðbreytingin sem slík, guðfræðileg áherslubreyting hennar og helgisiðafræðilegar afleiðingar, eiga án efa sinn þátt í þessari þróun. Á miðöldum var mönnum ofarlega í huga, að kirkjur væru öðrum þræði reistar Drottni til dýrðar. Af þeim sökum var mikilvægt, að þær væru sem stærstar og glæsilegastar. Eftir sið- breytingu var fremur litið á kirkjur sem vett- vang fyrir guðsþjónustu safnaðar. Hafði þetta nýja sjónarmið meðal annars áhrif á stærð kirkna, jafnvel þó um dómkirkjur væri að ræða. Við siðbreytinguna einfölduðust helgisiðir kirkjunnar einnig á margan hátt. Meðal annars féllu niður allir þeir þættir, er lutu að áköllum helgra manna. Hafði þetta meðal annars þau áhrif, að hver kirkja þurfti nú aðeins að rúma eitt altari og hafði það bein áhrif bæði á stærð og lögun kirkna. Eftir siðbreytingu voru því ekki sömu guðfræðilegu forsendur fyrir því að reisa kirkjur af sömu stærðargráðu og tíðkast höfðu á miðöldum. Samband siðbreytingar og smækkunar kirkjubygginga í Skálholti er þó engan veginn einfalt. Gíslakirkja var reist rétt rúmum aldarfjórðungi eftir siðbreytingu, en hélt þó sömu stærð og miðaldakirkjumar. Það flækir málin enn, að Brynjólfur Sveinsson, er fyrstur rauf kirkjubyggingahefð miðaldanna í Skálholti, var mjög mótaður af fommennta- stefnunni og því hallur undir ýmsa „kaþólska" þætti í arfi kirkjunnar. Þessa þverstæðu er þó mögulegt að skýra út frá kirkjusögu siðbreyt- ingartímans. Rannsóknir síðustu ára hafa ótví- rætt sýnt fram á, að siðbreytingin hér á landi var mjög hæggeng á fjölmörgum sviðum, þar á meðal í öllu er varðaði helgisiði og trúarlegt atferli almennt. Af þeim ástæðum er vart að undra, þó Gísli Jónsson biskup í Skálholti, er alist hafði upp og numið öll klerkleg fræði á kaþólskum tíma, hafi ekki að fullu áttað sig í þessu efni og staðið að fyrstu dómkirkjubygg- ingu á landinu á lútherskum tíma í sama anda og tíðkast hafði á miðöldum. Á tímum Brynj- ólfs biskups tæpri öld síðar lágu hinar guðfræði- legu og kirkjupólitísku forsendur hins vegar mun ljósar fyrir og gerðu smækkun dómkirkj- unnar sjálfsagða. Þær staðreyndir að Skálholts- kirkja var áfram dómkirkja og að í Skálholti var rekinn dómskóli, sem hafði margháttuð áhrif á helgihald í kirkjunni, útheimti þó áfram kirkju af umtalsverðri stærð. Guðfræði biskupsins sjálfs hefur einnig unnið gegn of mikilli smækk- un kirkjunnar. Áhrif guðfræðinnar koma þó ef til vill enn frekar fram í lögun kirkjunnar, sem hélt hliðarstúkum og fleiru, sem ekki var þörf fyrir vegna lúthersks helgihalds. Til hliðsjónar ber að hafa hugfast, að einföldun dómkirkjunn- ar á Hólum var mun róttækari við byggingu TMM 1993:3 105
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.