Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Side 110

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1993, Side 110
takmarkaðri því þar er fjallað um samskipti Sósíalistaflokksins og Austur-þýska kommún- istaflokksins á árunum 1956-1962. Þessi tví- skipting er frekar óheppileg sökum þess að höfundar hafa haft of litla samvinnu og er nokk- uð um tvítekningar. Þannig er viðureign Ey- steins Þorvaldssonar við Austur-þýska blaðamannaskólannfyrstrakinábls. 164 til 165 og síðan aftur á síðum 264-265. Sömuleiðis eru skrif Guðmundar Hjartarsonar um Berlínar- múrinn rakin vandlega á bls. 191-192 og aftur á síðu 278. Árna-þáttur í fyrri hluta bókarinnar rekur Ámi Snævarr af nákvæmni öll þekkt samskipti íslenskra komm- únista og sósíalista við Sovétríkin og Austur- Evrópu allt ífá því hérlendir menn fengu nasasjón af hinum leninísku fræðum og til dags- ins í dag. Er þar margt týnt til og fengur að sumu. Um helmingur þessarar umíjöllunar fjallar um tímabilið fram að stofnun Sósíalista- flokksins. Megnið af því efni var velþekkt áður og hafa margirfræðimenn ljallað um þetta tíma- bil í sögu íslenskrar vinstrihreyfingar. Þó er hjá Áma nokkur viðbót um aðdragandann að stofn- un Kommúnistaflokksins og er ágætt framlag þó ekki breyti það í sjálfu sér því sem áður hefur verið haft fyrir satt. Ámi fer yfirleitt vel troðnar slóðir í mati á mönnum og málefnum. Þó hættir honum til að gera meira úr áhrifum Komintern en efni virðast standa til. Þannig er á bls. 213 fullyrt um for- sprakka sósíalista: „Þeir voru ýmist með eða á móti ríkisrekstri í efnahagsmálum eftir því hvernig vindar blésu í Moskvu, alþjóðahyggju- menn eða þjóðernissinnar allt eftir duttlungum kenningasmiða Komintern." Hér er viðruð sú kenning að íslenskir kommúnistar hafi aðeins verið strengjabrúður Moskvu. Hefði verið áhugavert ef Ámi hefði tekið afstöðu til skrifa Svans Kristjánssonar sem bent hefur á sjálf- stæði íslenskra kommúnista á ýmsum sviðum.1 Raunar er það svo að margir þættir íslenskrar stjórnmálasögu yrðu illskiljanlegir ef fallist væri á strengjabrúðukenninguna. Þessi ein- hæfni í túlkun kemur nokkuð á óvart í ljósi þess að Ámi kemst ekki hjá að minnast, líkt og óvart, á sjálfstæði KFÍ gagnvart Komintern, t. d. í sambandi við nasismann (69) og verkalýðs- hreyfinguna (54). Hefði því verið fylgt eftir hefði fengist mun íjölbreyttari og sannari mynd afKFÍ. Áma hættir raunar til að meta atburði á gmnd- velli nútímaþekkingar í stað þess að reyna að setja sig inn í hvernig þeir hafa snúið við þeim sem lifðu þá. Um réttarhöldin í Sovétríkjun- uml938 er sagt að allir hljóti að hafa vitað að sakboringarnir hafi verið knúðir til játninga (83) og að „Engum gat dulist að ákæruatriðin voru algjör uppspuni...“(84). Hér er mikið fullyrt og trúlega ranglega. Það er ekki vænlegt til skiln- ings á þessu tímabili að álíta að allir þeir sem sögðu réttarhöldin eðlileg hafí meðvitað verið að ljúga. Ekki má vanmeta hversu trúin getur byrgt mönnum sýn þannig að „sjáandi sjái þeir ekki.“ Það em augljósar hliðstæður milli þess h vem- ig kommúnistar þessara ára reyndu að finna atburðum eins og Moskvuréttarhöldunum, stað í sannfæringu sinni og hvemig guðstrúarmaður reynir að sætta vonbrigði sín með guð og illsku heimsins. Það er líka auðsætt að margir hinna íslensku kommúnista hafa haft trúarlega af- stöðu til fræðanna. Má hér nefna Kristin E. Andrésson sem virðist hafa haft mjög rika trú- arþörf sbr. lýsingu hans á því þegar hann tekur kommúníska trú." Einnig það sem Guðmundur J. Guðmundsson hefur eftir honum, ,Ég vil helst hafa fundi þannig að Einar Olgeirsson tali einn.“3 Fullyrðing Árna um að öllum hljóti að hafa verið raunverulegt eðli Moskvuréttarhaldanna ljóst þegar þau fóru fram verður enn vafasamari í ljósi þess að ekki eru allir sannfærðir enn þann dag í dag. Þannig kom 1974 út bæklingur í Noregi beinlínis í þeim tilgangi að styðja þá söguskoðun (norskra) maoista að allt hafí verið í lagi með umrædd réttarhöld.4 Seinni hluti þess sem Ámi ritar ljallar um samskiptin eftir að KFI hafði verið lagður niður. Ekki fer þó minna rúm í að rekja opinbera umfjöllun íslenskra sósíalista um ríki Austur- Evrópu og atburði þar. Heldur er það óspenn- andi lesning og hefði batnað mikið við verulegan niðurskorð og að dregnir hefðu verið saman höfuðþættir málflutningsins. Fátt kemur 108 TMM 1993:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.