Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 20
þau svör í fræðiritum um ljósmyndir, hann verður að ganga á vit mynda
sinna „frumstæður, menningarlaus“ (bls. 7). Bókmenntafræðingurinn Rol-
and Barthes hefði átt erfiðara með að nálgast bókmenntir svo óspjallaður,
en kannski á vandinn sem hann lýsir eins vel við um þær.
En Barthes skilur auðvitað ekki menntun sína og greiningarhæfni við sig,
hann reynir aðeins á þol hennar með nýjum hætti. Þegar hann kannar nánar
hvað það er sem einkennir þær ljósmyndir sem höfða til hans, kemst hann
að þeirri niðurstöðu að í þeim megi jafnan greina tvo þætti samtímis. Annar
er sá sem vekur áhuga, hann getur meira að segja vakið tilfinningaleg
viðbrögð, en þær tilfinningar „þarfhast röklegrar milligöngu siðferðilegrar
eða pólitískrar menningar“ (bls. 26). Hann tekur dæmi af myndum ffá
borgarastyrjöldinni í Nicaragua, sem vekja áhuga hans af tilteknum sögu-
legum og pólitískum ástæðum. Þennan þátt myndar kallar Barthes með
latnesku orði studium, og við gætum kannski kallað það áhugasvið hennar
(í svipaðri merkingu og segulsvið). Það er hægt að koma orðum að
áhugasviðinu, skýra það með ýmsum hætti. En í þeim myndum sem Barthes
eru minnisstæðastar er þetta áhugasvið rofið af öðrum þætti, sem líktog
stendur út úr myndinni, „skýst út úr henni einsog ör og stingur mig“ (bls.
26). Þennan þátt sem truflar, rýfur, stingur, særir kallar Barthes punctum
myndarinnar, og hann er aðeins í fáum myndum og með vissum hætti
Lewis H. Hine: Vangefnir á stofnun í New Jersey árið 1924.
18
TMM 1994:2