Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Page 35

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Page 35
í sjálfslýsingunni ýkir hann bæði trúgirni sína, hégómaskap og smá- smugulega nákvæmni. Nú er ég ekki að segja að ekki hafi verið einhver fótur fýrir þessu öllu, aðeins að drættirnir hafi verið ýktir í þágu líflegri, skoplegri og áhrifameiri frásagnar. Svo snjöll var þessi persónugerð að menn tóku hana trúanlega í smáatriðum og heimfærðu upp á höfund sinn, og hann brá sér líka í þetta gervi þegar vel lá á honum. Flestir hafa fjallað um íslenskan aðal og Ofvitann sem sjálfsævisögulegar heimildir. Minnst hefur verið á smámunalega nákvæmni Þórbergs í staða- lýsingum og tímaákvörðunum, sem hefur þótt heldur frumstætt og sérvisku- legt frásagnareinkenni. Að því er varðar staðalýsingar er þetta svolítið orðum aukið. Ef ffá er talin lýsingin á Bergshúsi og kompunni sem Þórbergur flyst í þaðan fer lítið fýrir umhverfislýsingum. Reykjavíkurlýsingar eru t.a.m. engar nema tvær stuttar, mjög huglægar klausur. Önnur er svona: Þetta kvöld var eitt af hinum fáu augnablikum þeirra tíma, er dásemdir himinsins gátu hafið sálina yfir þau rök menningarinnar, að hún væri grafin niður í bæjarkríli úr svipfjótum blikk-kössum, opnum sorprennum, forarblautum moldarstígum, sem tengdu saman hreinleika hjartnanna.5 Svo að eitt annað dæmi sé nefnt hefði maður getað átt von á lýsingu á húsi Kennaraskólamusterisins þegar „skítkokkurinn" stígur þar inn fæti í fyrsta sinn, en svo er ekki. Hins vegar er skólastofunni lýst í stórum dráttum. Komu „Þórbergs“ til Siglufjarðar og Akureyrar fylgir engin umhverfislýsing, að öðru leyti en því að lýst er grútarlyktinni sem gýs á móti honum þegar hann dregst á land, „úrvinda af svefnleysi og sönnum lífsviðbjóði" (67). Almennt gerir Þórbergur sér ekki far um að bregða upp umhverfislýsingu fyrir innri sjónum lesenda sinna. Hér sem endranær er hann að fjalla um „söguefni sálarinnar“. Allt lýtur persónulýsingu ofvitans, það eru stemningar hugans og hjartans sem marka umhverfislýsingum stað í þessum bókum. Skýr dæmi þessa má finna í Hrútafjarðarköflum íslensks aðals. Sú frásögn gerist að vísu „í umhverfi“. En því umhverfi er ekki nákvæmlega lýst. í framhjágöngunni eru nefnd nöfn bæja sem leiðin liggur hjá, en náttúrulýsingar sem fyrir koma virðast gerðar til að endurspegla hugarástand sögumanns, sælu hans og kvíða, og ennfremur er ímynd elskunnar hans hvað eftir annað samsömuð náttúrunni. Tímaumgjörð frásagnarinnar er aftur á móti mjög nákvæm og henni jafnvel fylgt eftir með veðurlýsingu. Þessi nákvæmni um tímasetningu og vissa staðhætti er aftur á móti ómissandi hluti af persónulýsingu sögumanns/aðalpersónu, sem verður stundum kátbrosleg fyrir bragðið: TMM 1994:2 33
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.