Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 36
Þetta var íyrsta heimsókn, sem kvenmaður gerði mér í lífinu. Og
það var fyrir þrjátíu árum og fjórum mánuðum, — í nóvember
árið 1909.6
Svo störðum við þegjandi út í loftið, hún í norður, ég í vestur.
(Ofvitinn 226)
Þórbergur beitir í íslenskum aðli og Ofvitanum ffásagnaraðferð sem al-
geng er í sjálfsævisögum og sjálfsævisögulegum skáldsögum: Sögumaður
talar í fyrstu persónu og lítur um öxl til liðinnar ævi, þremur áratugum eldri
og reynslunni ríkari. En saman við fléttar Þórbergur frásögn annars sögu-
manns, aðalpersónunnar á meðan hún upplifir atburðina. Hugsun þeirrar
persónu er iðulega lýst með sterkum, öfgafullum, jafhvel súrrealískum lík-
ingum. Þessar tvær sögumannsraddir blandast víða skemmtilega saman. Ég
tek bara eitt dæmi þar sem eldri sögumaðurinn rýfur hugsun hins yngra til
að koma upplýsingum á framfæri:
Hvað á ég að gera? Ó guð minn góður! Hvað þetta gat verið erfitt
viðfangsefni á árunum 1911 til 1913! (Ofvitinn 235)
Eitt megineinkenni bæði Bréfs til Láru og íslensks aðals og Ofvitans er
tvísæið, sem birtist ekki síst í hinu tvöfalda sögumannsviðhorfi þar sem
sögumaður sýnir persónuna utan frá um leið og hann gefur lesanda hlutdeild
í hugsunum hennar meðan atburðir eiga sér stað. Skáldbræðurnir á Siglu-
firði eru alltaf öðru hverju að dumpa „ofan úr þessum skáldlegu hæðum
niður í veröld hins fúla veruleika“ (ísl. aðall 75), og eins er um hinn
rómantískavonbiðil í Hrútafjarðarför sinni. Fullyrðingin: „Það er alltaflogn
og sólskin þar sem elskan manns er“ (16) reynist ekki hafa við rök að styðjast
þegar í draumalandið er komið, og allt er þar með öðrum svip en hann hafði
gert sér í hugarlund:
Kvenfólkið þandi sig hálfbogið á kyrkingslegum túnum eins og
formlausar flygsur, hervæddar vallarklárum og taðpokum. Ein-
staka þögull ferðamaður siðlaði á hnútaberri bikkju um veginn og
spurði um ullarprísana í Reykjavík. (ísl. aðall 28)
En um leið og sögumaður fjarlægist héraðið fær það ljóma sinn aftur:
Þau fjarlægðust hægt og hægt, urðu smám saman meir og meir
töfrandi, breyttust skref fyrir skref í bláfjallaðan ævintýraheim, þar
sem hversdagsleiki lífsbaráttunnar leystist upp í ástþýðan brúðar-
gang á ilmandi bökkum silfurtærra lækja. (43—44)
34
TMM 1994:2