Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Page 37
Tvísæið birtist einnig í orðavali innan sömu málsgreinar:
Skiljum aldrei framar! Ég sté riddaralega upp á jálkinn og sneri
baki að fjallinu. Svo byrjaði nuddið í áttina til fyrirheitna landsins.
(45)
eða í þessari óviðurkvæmilegu athugasemd á örlagaríkri stundu:
Það gudaði í kviðnum á reiðskjóta elskunnar minnar. (39)
Stíll Þórbergs er sífellt nýr. Það sem einkennir þessar bækur tvær á sér ekki
endilega hliðstæður í öðrum verkum hans. Hann kom líka svo víða við,
viðfangsefni hans voru svo margvísleg og efnistökin eftir því, því ævinlega
lætur hann stílinn „bylgjast eftir efninu“. Jafnt í skáldskap sem í greinaskrif-
um beindist stílviðleitni hans gegn „þessum steinrunnu hugsunarvenjum og
þrauttuggnu orðum og orðatiltækjum, sem sitja einsog gamall hlandsteinn
á hverri blaðsíðu í hverri bók, í hverri blaðagrein, í hverju kvæði.“7 Þau orð
eru enn í tíma töluð og gætu þess vegna hæglega myndað einkunnarorð
stílverðlauna Þórbergs Þórðarsonar.
Aftanmálsgreinar
1 Stefán Einarsson: Þórbergur Þórðarsoti frœðimaður — spámaður — skáld ftmmt-
ugur. Reykjavík 1939,91.
2 Ýmislegar ritgerðir I 7.
3 í kompaníi við allíftð. Matthías Johannessen talar við Þórberg Þórðarson. Reykja-
vík 1959,20.
4 TMM2 1991,20.
5 íslenzkur aðall (1971) 9, sbr. 220.
6 Ofvitinn (1973) 52.
7 Edda Þórbergs Þórðarsonar (1975) 88.
TMM 1994:2
35