Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 39

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 39
verur sem geri sér skýra grein íyrir að nokkuð liggur við að menn noti vit sitt, hugsi þungar hugsanir og orði þær skýrt. Hann neitar líka að gefast upp frammi fyrir því hve örðugt virðist off að segja á íslensku það sem upphaflega var hugsað og talað á öðru máli, t.d. ensku eða þýsku; hann sest þá ekki bara niður og þýðir orð fyrir orð það sem erlendir menn hafa sagt heldur reynir hann að orða sömu hugsun og þeir á daglegu íslensku máli. Hann leyfir sér loks í skrifum sínum það sama og menn gera í hversdagstali: Hann dregur sjálfan sig og aðra purkunarlaust inn í mál sitt eins og hann sæti við eldhúsborðið heima hjá sér; hann segir sögur, jafnt af heimspekingum, húsmæðrum, bændum sem börnum; hann fer með ljóð máli sínu til stuðn- ings, yrkir ferskeytlur til að skýra hugsanir sínar, setur ofan í við þá sem hann talar til, skammar þá, hælir þeim, stríðir þeim; tekur vísvitandi stærra upp í sig en hann getur staðið við, og síðast en ekki síst, leitast hann við að hugsa í ,líkingum‘, segir vanahugsuninni stríð á hendur og tengir saman fyrirbæri sem kunna að virðast óskyld en eru það ekki, þannig að hlutirnir birtast fólki í nýju samhengi og óvæntu ljósi. í sem stystu máli má segja að í stíl Þorsteins Gylfasonar mætist grallara- skapur og grafaralvara, sprelllifandi frásagnarlist og ærleg fræðimennska. Nefhd sú, sem lagði til að honum yrðu veitt stílverðlaun Þórbergs Þórðar- sonar árið 1994, þakkar honum að hann hefur ekki bara látið grasið spretta í íslenskum stílhaga heldur fíflana líka. TMM 1994:2 37
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.