Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Síða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Síða 41
eru bara þrír höfundar sem ég les undir þessum kringumstæðum, og þeir bregðast mér næstum aldrei. Dauðu blaðsíðurnar fara í bréfakörfuna strax í bítið næsta morgun, og aðrar skárri verða til. Einn þessara þriggja höfunda er Snorri Sturluson. Hann skrifar til dæmis: Þá drífur snær úr öllum áttum. Frost eru þá mikil og vindar hvassir. Ekki nýtur sólar. Þetta eru fallegar setningar, og röðin á þeim afburðagóð. Einhverjum kann að vísu að þykja þetta lítil tíðindi hjá Snorra, bara veðurfregnir. En þá er til þess að taka að hann er hér að segja ffá heimsendi. Annar þessara lausnara minna úr rithafti er Voltaire. Við skulum halda okkur við lýsingar á heimsendi. Páll postuli segir að lúður muni gjalla á dómsdegi. Lúðrarnir hljóta að verða margir því að jafnvel þrumur heyrast ekki nema stuttan spöl. Hvað skyldu lúðrarnir verða margir? Guðfræðingar eru ekki búnir að reikna það út. Þeir eiga það eftir. Þriðji lausnarinn er Þórbergur Þórðarson. Látum hann segja frá hliðstæðum stórmerkjum við heimsendi. Sambýlismaður hans í Bergshúsi, Oddur Ólafs- son, kom ekki heim fyrr en um miðnætti kvöld eftir kvöld, og öllum sýnilegt að hann var að verða breyttur maður í útliti og umgengni. Hvað er að Oddi? Sumir héldu, að hann væri farinn að elska. Aðrir fullyrtu, að hann væri byrjaður að brosa. Einhverjir staðhæfðu, að það gæti ekki átt sér stað, því að ef hann væri úti að brosa kvöld eftir kvöld, hlyti hann að vera búinn að fá bláa bauga undir augun. Það sem hafði gerzt var að Oddur Ólafsson hafði fundið Jesú í Hjálpræðis- hernum. Þórbergur Þórðarson var vinur minn frá því ég man eftir mér, og áfram meðan báðir lifðu. Sú vinátta veitir mér nærtækar forsendur til að fella þann dóm að ég hef ekki til þessa komizt með tærnar þar sem þeir Þórbergur, Snorri og Voltaire hafa hælana í þeirri erfiðu list að smíða setningar og raða þeim saman í góða og rétta röð. En ég leyfi mér að líta svo á veitingu stílverðlauna Þórbergs til mín að hin virðulega dómnefnd kannist við að ég hafi, að minnsta kosti stundum, verið að reyna. Ef til vill kannast nefndin þá líka við það að heimspeki geti verið bókmenntir fyrst það getur verið einhvers konar stíll á henni. TMM 1994:2 39 L
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.