Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Page 46
er sú sama, felst ekki í hreyfingu
heldur höfnun hennar, meðan heimurinn berst
af eðlishvöt eftir málmslegnum brautum
tíma sem var og tíma sem verður.
IV
Tíminn og klukkan hafa deginum drekkt,
dimma skýið hefur sólinni sökkt.
Lítur sólblómið hingað, mun bergsóley beygja
sig niður að okkur og þræði teygja;
grípa og halda?
Eða mun senn
ísköldum ýviðarfingrum þrýst
á okkur? Eftir að vængur lómsins mun gjalda
ljós við ljósi og þagna, er ljósið enn
á kyrrum púnkti í heimi sem snýst.
V
Orð hreyfast, tónlist hreyfist
bara í tíma; en það sem bara er á lífi
getur bara dáið. í ræðulok seilast orðin
inn í þögnina. Aðeins með formi, með mynstri
geta orð eða tónlist náð
þögninni eins og vasinn kínverski heldur
áfram að hreyfast í sífellu í sinni kyrrð.
Ekki fiðlunnar kyrrð meðan tónninn varir
ekki aðeins hún, heldur sambúðin,
eða segjum lokin koma á undan upphafinu
og lok og upphaf hafi alltaf verið til staðar
á undan upphafi og eftir lokum.
Og allt sé alltaf núna. Það reynir á orðin,
þau bresta og brotna stundum undan farginu,
undan spennunni, hrasa, skriðna, farast,
rýrna af ónákvæmni, neita að vera á sínum stað,
44
TMM 1994:2