Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Qupperneq 52

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Qupperneq 52
En stórvirkin héldu áfram að streyma úr penna hans (hann hafði litla trú á ritvélum) eftir því sem árin liðu, og 1940, þegar hann var kominn fast að sjötugu, birtist 1000 síðna söguleg skáldsaga frá Wales 14. aldar, Owen Glendower. Þá voru fimm ár liðin frá því Powys flutti til Wales, hann var hættur fyrirlestrahaldi og tekinn að helga sig ritstörfum eingöngu. Hann hafði selt býli sitt í New York fylki, og með honum austur um haf fluttist amerísk kona, Phyllis Playter, sem hann hafði kynnst 1922. Allt frá barnæsku hafði hann verið gagntekinn af velskri sögu og bókmenntum, faðir hans hafði lagt ríka áherslu á að hann væri kominn af gömlu Powysunum í Wales og þetta tendraði undireins ímyndunarafl drengsins og mettaði hugsun hans. Bræður hans, Llewelyn og Theodore létu sér hinsvegar fátt um fmnast varðandi þennan mikla Wales-áhuga eldri bróðurins, og þegar John flutti aldraður maður til Wales og tók að skrifa um velsk málefni einsog innfæddur væri, benti Llewelyn honum heldur þurrlega á að enginn Powys hefði verið í Wales í 400 ár og blóðið væri víst tekið að þynnast allverulega. En John Cowper Powys lét ekki af sannfæringu sinni, samsömun hans við þetta landsvæði tók á sig næstum dulhyggjulega mynd, hann varð æ velskari í háttum og hugsun. Þessi afstaða mótaði að sjálfsögðu verk hans í síauknum mæli með tímanum. Milli 1940-50 skrifaði hann af meira þrótti en nokkru sinni og lét öll mál til sín taka, þar á meðal styrjöldina, eins og nærri má geta, hann var að ýmsu leyti nálægt Tolstoj í andófi sínu gegn stríðsöflum. Heimspeki, skáldskapur, bókmenntaritgerðir og fleira, allt streymdi þetta frá honum jafnt og þétt, þó tímarnir væru drungalegir og hann byggi við hreina fátækt á köflum. Þegar hann er kominn fast að áttræðu kemur út tröllaukin skáldsaga sem ber nafnið Porius, gerist á hinum myrku öldum í sögu Bretlands, um aldamótin 500, og fer vítt og djúpt um svið ímyndunar, sagnfræði og goðsagnaheima. Margir vilja setja Porius upp að hlið A Glastonbury Romance sem annað meginrit hans. Handritið var upphaflega um 3200 síður, en átti að vísu eftir að styttast þrefalt þegar upp var staðið. Annars var Powys svipaður Thomas Wolfe að því leyti að honum var annað lagnara en að snurfusa bækur sínar, og þegar handrit hans voru skorin til útgáfu var það yfirleitt gert að frum- kvæði útgefenda, og í umræddu tilviki stytti hann söguna nauðugur viljugur. Á þessu méli hafði hann meðfram verið að vinna að bókum um þá tvo höfunda sem hann mat hvað mest, Dostojevskí og Rabelais. Bók hans um Dostojevskí kom út 1946, og Rabelais tveimur árum síðar. Síðasta stóra skáldsagan í hans „gamla stíl“ kemur svo út 1956, þegar hann er 84 ára, heitir The Brazen Head, hnitast um 13. aldar heimspekinginn og vísindamanninn Roger Bacon. Upp úr því og fram yfir nírætt tekur hann að skrifa fantasíur, stuttar sögur slungnar allt að því ungæðislegri lífsgleði og óhugnaði í senn, 50 TMM 1994:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.