Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Page 53
Á göngu í Wales.
og bera að því leyti persónueinkennum höfundar skýrt vitni, þó finna megi
ellimörk á stílnum, gripið um pennann varla eins þétt og áður.
Þrátt fyrir aldurinn og eljuna (1959 bætti hann á langan lista riti sem ber
nafhið Homer and the Aether, þar sem hann vottar virðingu og aðdáun því
skáldi sem hann tók fram yfir öll önnur), kom lítið sem ekkert af opinberum
viðurkenningum á gildi hans en hann lét sig það engu skipta, skrifaði af gleði
og innri þörf einsog vera ber, og var örlátur á hlý orð um þá höfunda sem
áttu meira brautargengi að fagna. En þegar hann fluttist til Blaenau Ffest-
iniog, þar sem hann bjó svo til æviloka, tók fólk að streyma til þorpsins í
pílagrímsferðir. Sagnfræðingurinn Will Durant hafði alla tíð verið dyggur
aðdáandi Powys, og kom til að dvelja hjá honum nokkra daga. Áður er nefnd
heimsókn Henry Millers. Hann drap á dyr litla hússins í Blaenau Ffestiniog,
og þegar hann er kominn innfyrir og genginn til stofú með gamla mannin-
um, sér hann bókaskáp með velflestum grískum og rómverskum höfundum
TMM 1994:2
51