Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 55
með John Cowper Powys líkt og William Blake, að hann var sjálfum sér
samkvæmur í verkum og daglegu lífi, og það er sjaldgæfur hlutur, enda ekki
alltaf talið eftirsóknarvert í dag.
Þó hann væri ekki trúmaður í viðteknum skilningi einsog áður er tekið
fram, voru öll hans viðhorf mörkuð af óbilandi trú á Lífið, og þessari trú
framfylgdi hann á þeirri vegferð sinni sem óháð var pappír og bleki og er
kannski mesta listin þegar upp er staðið.
Hann hefði víst ekki viljað enda í helgramannareit nútíma bókmennta,
svo eftilvill er bara gott að hann skuli fá að hvíla svona utangarðs enn um
sinn, og hugsanlega um alla framtíð, alltaf verða einhverjir til að rölta
framhjá lágu leiði og staldra við, krjúpa jafnvel stundarkorn, ekki endilega í
tilbeiðslu, en opnum huga þó. Og eftilvill rís maður upp frá slíku leiði með
endurborna trú á tilveruna, þrátt fyrir dauða og hatur, vesöld og sorg í öllum
áttum, þrátt fyrir allt; væddur þeirri fáránlega gamaldags hugmynd að þegar
öll kurl komi til grafar, bíði „vonin blíð“ við grunnstoðir alls sem er og sendi
geisla gegnum myrkrið. Menn einsog John Cowper Powys, sem hafa óbug-
aðir unnið að því að birta og skíra slíka lífssýn gegnum öngþveiti og hörm-
ungar tveggja heimsstyrjalda, hafa áreiðanlega ekki lifað til einskis, hvað sem
röðun á skáldabekki líður. Einmitt vegna þess að hann kannaðist við dimm-
una í sjálfum sér og öllum mönnum, rataði hann á eina af leiðunum mörgu
til Ijóss — án þess að kalla sig nokkru sinni endurlausnara eins eða neins.
TMM 1994:2
53