Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Qupperneq 60

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Qupperneq 60
hvítum. Stendur gegnt vegg eítir margvíslegar áður orðaðar tilfærslur. Það er upp við náttmál og í serk og sokka. Nei. Þegar í því. I því alla nóttina. Allan daginn. Allan daginn og nóttina. Upp við náttmál í serk og sokkum og fikrar sig að glugga eftir andartak við að ná áttum. Dauft ljós í herberginu. Óumræðilega dauft. Ekki vitað hvaðan. Stendur grafkyrr og starir út. Út í svart flæmi. Ekkert þar. Ekkert bærist. Sem hann fær séð. Heyrt. Dvelur þannig líkt og ófær um að hreyfa sig á ný. Eða enginn vilji eftir til að hreyfa sig á ný. Ekki nægur vilji eftir til að hreyfa sig á ný. Snýr við að lokum og fikrar sig þangað sem hann veit lampann standa. Heldur sig vita. Stóð síðast. Þegar slokknaði síðast. Fyrsta eldspýta sem lýst var fyrir kúpulinn. Önnur fyrir glasið. Þriðja fyrir kveikinn. Glasið og kúpullinn aftur yfir. Stillir kveikinn lágt. Hörfar undan í ljósjaðarinn og snýr mót vegg. Austur. Kyrr eins og lampinn við hlið hans. Serkur og sokkar hvítir til að grípa daufa birtuna. Eitt sinn hvítir. Hárið hvítt svo grípi daufa birtuna. Gafl fletis rétt sýnilegur við póstinn. Eitt sinn hvítur til að grípa dauft ljósið. Stendur þarna starir handan um. Ekkert. Tómt myrkur. Ætíð eins til fyrsta orðs. Eins nótt eftir nótt. Fæðingin. Þá birtist dauflega dauft form. Út úr myrkrinu. Gluggi. Veit í vestur. Sólin löngu sigin bakvið lerkið. Ljósið að deyja. Brátt ekkert eftir til að deyja. Nei. Ekkert á borð við ekkert ljós. Stjörnulaust mánalaust himnaríki. Deyr allt til dög- unar og deyr aldrei. Þarna í myrkrinu þessi gluggi. Nótt hvolfist yfir með hægð. Augun við litla rúðuna stara á þá fyrstu nótt. Snúa að lokum undan og að myrkvuðu herbergi. Þar að lokum með hægð dauf hönd. Heldur logandi eldskíði á loft. Höndin daufleg í loga skíðisins og mjólkurhvítur kúpullinn. Þá hin höndin. í loga skíðisins. Tekur kúpulinn af og hverfur. Kemur tóm til baka. Tekur glasið af. Tvær hendur og glasið í loga skíðisins. Skíðið að kveiknum. Glasið yfir á ný. Höndin hverfur með skíðið. Hin höndin hverfur. Glasið eitt í rökkr- inu. Höndin kemur í ljós á ný með kúpulinn. Kúpullinn yfir á ný. Dregur kveikinn niður. Fölur kúpullinn einn í rökkrinu. Glittir í rúmgafl úr látúni. Dofnar. Fæðingin dró hann til dauða. Brosið valbrá líkast. Þrjátíu þúsund nætur. Stendur í jaðri lampaljóss og starir handan urn. Inn í dimma heild á ný. Gluggi horfinn. Hendur horfnar. Ljós horfið. Horfið. Aftur og aftur. Horfið aftur og aftur. Uns myrkrið greinist með hægð á ný. Grátt ljós. Húðarregn. Regnhlífar umhverfis gröf. Séð að ofan. Rennandi svört hvolf. Svart díki undir. Regn drýpur 58 TMM 1994:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.