Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 62
gegnum gráa glufu í myrkrið. Séð hátt að ofan. Rennandi hvolf.
Vellandi svört eðja. Kistan á leiðinni. Ástvinur... hann hafði næstum
sagt ástvinur á leiðinni. Ástvina. Þrjátíu sekúndur. Dofnar. Horfið.
Stendur þarna starir handan uin. Inn í dimma heild á ný. Nei. Ekkert
á borð við heild. Höfuð næstum snertir vegg. Hvítt hár grípur ljósið.
Hvítur serkur. Hvítir sokkar. Hvítur gafl fletis á brún við sviðsramma
til vinstri. Eitt sinn hvítur. Alténd . . . gefur frá sér og höfúð hvílir á
vegg. En nei. Grafkyrr höfuðið hátt starir handan um. Ekkert bærist.
Dauflega bærist. Þrjátíuþúsund drauganætur framundan. Handan við
það svarta framundan. Draugabirta. Drauganætur. Draugaherbergi.
Draugagrafir. Drauga . . . hann hafði næstum sagt draugaástvinir.
Bíður eftir hvílífriði. Stendur þarna starir handan um á það svarta slör
og varir titra við hálfheyrð orð. Sem orða önnur efni. Bera við að orða
önnur efni. Uns hálfheyrt að engin önnur efni séu til. Önnur efni voru
aldrei til. Aldrei efnin tvenn. Aldrei neitt nema efnið eina. Þeir dauðu
og horfnu. Þeir deyjandi og hverfandi. Allt frá fyrsta orði. Frá orðinu
horfinn. Líkt og ljósið sem nú er að hverfa. Er að byrja að hverfa. í
herberginu. Hvar annarsstaðar? Sem hann tekur ekki eftir starir hand-
an um. Kúpullinn einn. Ekki hinn. Sá ólýsanlegi. Hvergi að kominn.
Hvergi á alla kanta. Kúpullinn einn. Einn horfinn.
Þýðing: Árni Ibsen
Samuel Beckett fæddist á dánardegi Krists, á föstudaginn langa árið 1906, og lést á
jóladag, á fæðingarhátíð frelsarans árið 1989.
Fæðingarborg hans var Dublin og þar ólst hann upp, þjóðernið var írskt, móður-
málið írsk enska. Hann gerðist rithöfundur á millistríðsárunum með því að yrkja
ljóð og semja skáldsögur á ensku, en frá því skeiði eru m.a. smásagnasafnið More
Pricks Than Kicks (1934), skáldsögurnar Murphy (1938) og Watt (1953), og verð-
launaljóðið Whoroscope (1930).
Hann settist að í Frakklandi þegar seinni heimsstyrjöldin braust út, tók þátt í
baráttu frönsku andspyrnuhreyfingarinnar, slapp með naumindum undan Gestapó
og samdi verk sín eingöngu á frönsku á árunum 1946 til 1956. Frá því mikla
afkastatímabili eru frægustu verk hans, leikritin Beðið eftir Godot( 1953) og Endatafl
(1957), og skáldsagnatrílógían Molloy (1951), Malone deyr (1951) og Hið ónefnan-
60
TMM 1994:2