Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Page 75

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Page 75
Jacques Derrida Vofa gengur nú ljósum logum um heiminn — vofa Marx! Viðtal við franska heimspekinginn Jacques Derrida um fréttir, fréttamat, þjóðemi, kynþáttaliatur, vofu Karls Marx og nauðsyn þess að rugla ekki öllu saman Eftirfarandi viðtal birtist í franska tímaritinu Passages á hausti sem leið. Emile Malet, ritstjóri tímaritsins, tók það ásamt Brigitte Sohm, Cristinu de Peretti, Stéphane Douailler og Patrice Vermeren. Viðtalið er birt í TMM með sérstöku leyfi Jacques Derrida og Passages, en Derrida dvaldist hér á fslandi og hélt fyrirlestra í septembermánuði síðastliðnum. Oftfær maður á tilfinninguna — og það virðist vera tilfinning sem gætirjafnt í Bogota, Santíagó í Chile, Prag, Sófíu, París ogBerlín — að hugsun þín snúist einkum um líðandi stund. Tekurþú undirþetta?Ertþú heimspekingursamtím- ans, eða að minnsta kosti heimspekingur sem hugsar samtíð sína? Jacques Derrida: Getur nokkur verið viss um að hann sé að því? Og eitt er að vera „heimspeldngur samtímans" og annað er að „hugsa samtíð sína“. í báðum tilfellum þyrfti að gera eitthvað annað og meira en að skoða og lýsa: vera þátttakandi, vera hluti af og vera með. Á þann hátt mundi hugsun manns „snerta fólk“ og maður hefði áhrif, hversu lítil sem þau væru: maður „skiptir sér af málum“, eins og sagt er, málum sem eiga sér stað hér og nú í samtíma sem aldrei er íyrirfram gefinn. Það er ekki til neinn fyrirfram ákveðinn mælikvarði á það hvort hugsun manns snýst um líðandi stund, eða svo ég haldi mig við orðalag ykkar, hvort maður „hugsar samtíð sína“. Hjá mörgum fer þetta alls ekki saman. En þetta eru spurningar sem ég treysti mér varla til að svara undirbúningslaust. Við verðum því að halda okkur við þann tíma sem við höfum til ráðstöfunar hér og nú. Það að hugsa um samtíma sinn er ákveðnari afstaða nú en nokkru sinni fyrr, einkum ef maður tekur þá áhættu að tala opinberlega, því tímarammi slíkrar tjáningar er búinn til. Hann er tæknilegur tilbúningur. Viðburðurinn sjálfur, tími þessa opinbera gjörnings, er veginn, metinn, afmarkaður, „forsniðinn“, „settur af stað“ í „fjölmiðlaapparati“ (við skulum notast við þessi orð til einföldunar). Þetta er raunar atriði sem mætti liggja yfir fram í hið óendanlega. Mér er spurn: hver gæti hugsað samtíma sinn nú á dögum, og einkum þó, hver gæti fjallað um hann án þess að velta fyrir sér því sem kallað er opinber vettvangur, því sem í pólitískri samtíð okkar tekur sífelldum breytingum að formi og TMM 1994:2 73 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.