Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Page 81

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Page 81
heyra það hvorki né sjá, og koma þannig í veg fyrir að það berist til annarra. Nú er þetta orðið ærið öfugsnúið: fjölmiðlafár út af einhverju sem ekkert er breiðir þögn yfir þá sem tala og starfa af einhverju viti. En þegar fólk fær upplýsingar eftir öðrum leiðum sperrir það eyrun. Lögmál tímans er skelfi- legt fyrir núið, það heldur fólki sífellt í voninni, kemur því jafnvel inn hjá fólki að allt gerist fyrr en varir. Hér væri einnig nauðsynlegt að víkja að hinum raunverulegu skorðum sem settar eru rétti fólks til að svara fyrir sig (og þar af leiðandi þeim skorðum sem lýðræðinu eru settar): þær byggjast á því, og það hefur ekkert með ritskoðun að gera, að með allri tækninni sölsa fjölmiðl- arnir undir sig opinberan tíma og rúm. Ef ég leyfi mér þrátt fýrir allt að nema staðar, taka mér stöðu, því það er einnig aðferð til að hugsa samtímann, er það einmitt til þess að reyna eftir bestu getu að svara spurningu ykkar. Til að axla þessa ábyrgð er nauðsynlegt að átta sig á því til hvers slíkt viðtal er og hverjum það er ætlað, einkum þó viðtal við mann sem skrifar bækur, kennir eða birtir greinar, á annan hátt, í annarri hrynjandi, við aðrar aðstæður þar sem hann orðar hugsun sína á allt annan hátt. Viðtali er ætlað að fanga augnablikið, eins og ljósmynd: svona er það sem tiltekinn maður berst á tilteknum stað og stund við að svara viðmælendum sínum, rétt eins og skepna í sjálfheldu. Til dæmis sá sem hér situr. Þegar minnst er á fréttir við hann, á það sem er að gerast á hverjum degi í heiminum, hann beðinn um að segja álit sitt á því í stuttu máli, þá hrökklast hann aftur inn í greni sitt eins og hundelt kvikindi, kemur með hvern útúrdúrinn á fætur öðrum, slær hvern varnaglann á fætur öðrum, ætlar aldrei að koma sér að efninu og er sífellt að gefa í skyn að „þetta sé nú ekki eins einfalt og það lítur út fyrir að vera“ (nokkuð sem veldur kvíða eða hlátri hjá heimskingjum sem halda að allt sé svo einfalt) eða þá að „menn flæki oft nrálin til að komast hjá því að svara, en einföldunin sé enn öruggari undankomuleið“. Hér hafið þið hugsanlega ljósmynd: þetta eru líklegustu viðbrögð mín við spurningu eins og þeirri sem þið lögðuð fyrir mig. Það er hvorki vanhugsað né þaulhugsað. Það felst í því að neita ekki að svara spurningu en svara henni með því að taka alla þá útúrdúra sem þurfa þykir. Þið gerðuð til dæmis greinarmun á „heimspekingi samtímans“ og „heim- spekingi sem hugsar samtíð sína“. Og að ykkar dómi ber fremur að kalla mig hinu síðara en hinu fyrra. Þetta má skilja á ýmsa vegu. Tiltekinn heimspek- ingur kann að glíma við samtíð sína, það sem samtíðarmenn hans eru að sýsla, það sem er að gerast núna, án þess að leggja mikið á sig í leit að svari við því hvaða gildi felast í þessari svokölluðu samtíð. Er sá maður heimspekingur samtímans? Já og nei. Annar heimspekingur getur farið nákvæmlega öfugt að: hann getur sökkt sér í hugleiðingar um samtímann og lífið í samtímanum án þess að skeyta hið minnsta um það sem er að gerast í heiminum eða umhverfis hann. Nei og já. Samt sem áður er ég viss um að enginn heimspekingur myndi samþykkja þennan kost. Rétt eins og allir sem reyna að stunda heimspeki þyrfti ég hvorki að hætta að hugsa um augna- TMM 1994:2 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.