Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Síða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Síða 82
blikið né návist þess í núinu, né heldur um það sem sviptir okkur því um leið og það hefur veitt okkur það. Eins og til dæmis í því sem við kölluðum tíðindasmíði hér áðan. Hvernig er hægt að beita þessu á veruleikann hér og nú? Með hvaða hætti er hægt að nálgast þessa spurningu? Hvað er það sem/e/sf /þess- um spurningum? Er hér ekki í raun og veru um að ræða lögmálið sem öllu stjórnar, beint eða óbeint? Ég reyni að lúta því. Þetta lögmál er utan seilingar, það er handan alls. En nú segið þið eflaust að þetta sé enn ein flóttaleið mín og undanbrögð til að komast hjá því að tala um það sem þið kallið samtíð- ina eða fréttirnar. Spurningin sem ég sendi ykkur þar með til baka er þessi: hvað þýðir það eiginlega að tala um samtíðina? Vitaskuld má auðveldlega sýna fram á að ég sé maður sem ekki fjallar um vandamál sem snerta samtíðina, fréttir, stjórnarfarsmál eða einfaldlega stjórnmál. Þannig væri hægt að tína fram (ekki biðja mig að gera það) ótal dæmi, tilvitnanir, nöfn, dagsetningar, staði og svo framvegis. En mér dettur ekki í hug að fara að dansa þennan fjölmiðladans og nota þetta tækifæri til að réttlæta sjálfan mig og gjörðir mínar. Mér finnst ég ekki hafa neinn rétt til þess og það er sama hvað ég geri mikið til að axla mína pólitísku ábyrgð, ég verð aldrei viss um að ég geri nóg. En ég reyni líka að hafa hugfast að það er oft ótímabær meðhöndlun á því sem kallað er fréttir sem er „uppteknust af‘ núinu. Með öðrum orðum: það að glíma við samtímann, t.d. sem heimspekingur, felst ef til vill í því að rugla ekki stöðugt saman samtímanum og því sem er helst í fréttum. Það er hægt að nálgast núið á ská, ef svo má segja, anakrónískt, sem er vænlegra til árangurs en að nálgast það beint. Vandinn, áhættan eða heppnin, ef til vill hið óútreiknanlega, yrðu þannig ótímabær en ættu sér engu að síður stað á réttum tíma: þetta og ekkert annað gerðist á réttum tíma, vegna þess að hann er tímaskekkja sem hnikað er til (eins og réttlætið sem skortir ætíð mæli- kvarða, sem er fráleitt nákvæmt eða jarðbundið og gerólíkt því réttarfari sem ætti að stjórnast af því), tímaskekkja sem er enn nálægari en fréttirnar, mun hæfari til að glíma við þá einstöku og víðfeðmu þætti sem einkenna innbrot þess sem er annað inn í rás sögunnar. Þess háttar innbrot er ævinlega ótímabært, það felur í sér spádóm eða messíanisma, og til þess arna hefur það hvorki þörf fyrir að berja bumbur né að sýna sig opinberlega. Það getur haldið sig nánast í skugganum. Eins og við komum inn á hér áðan er ekkert sérlega oft skrifað um þessa „dýpri“ samtíð í dagblöðunum þessa dagana. Og það þýðir heldur ekki að viku- eða mánaðarrit velti sér upp úr þessu efni. Svarið, ábyrgt svar við áríðandi fréttum, krefst þessara fyrirvara. Svarið 80 TMM 1994:2 J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.