Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Qupperneq 85

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Qupperneq 85
fyrirfram, forrita, þá gerðust hvorki viðburðir né sögur (en eins þversagnar- kennt og það kann að virðast þá er af sömu ástæðum ekki hægt að útiloka með fullri rökvísi þessa síðustu tilgátu, því það er næstum óhugsandi að ekki sé til viðmiðun af einhverju tagi). Viðburðir og saga geta ekki gerst nema eitthvert „komdu“ opnist og beinist að einhverjum, að einhverjum öðrum, sem ég get ekki og má ekki ákveða hver er fyrirfram, hvorki sjálfsvera, ég, vitund, né jafnvel dýr, guð eða manneskja, maður eða kona, lifandi eða ekki-lifandi (það verður að vera hægt að kalla á vofu, að höfða til hennar, til dæmis, og ég held ekki að þetta dæmi sé aðeins eitt af mörgum; kannski eru afturgöngur og það sem maður segir „komdu aftur“ við upphaf og endi þess að segja ,,komdu“). Sá eða sú sem sagt er „komdu“ við má ekki láta ákvarða sig fyrirfram. Sökum þessarar algeru gestrisni er sá sem kemur útlendingur, komumaður. Ég má ekki biðja þennan algera komumann að framvísa skil- ríkjum sínum, segja mér hver hann sé, með hvaða skilyrðum ég muni taka á móti honum, hvort hann muni aðlagast eða ekki, hvort ég muni geta „tekið hann inn“ í fjölskylduna, þjóðina, eða ríkið. Ef þetta er alger komumaður, þá má ég ekki bjóða honum neinn samning og ekki setja honum nein skilyrði. Ég má það ekki og get það raunar ekki eðli málsins samkvæmt. Þess vegna nær það sem líkist hér siðfræði gestrisninnar langt út fyrir siðfræði, og um fram allt út fyrir réttarfar eða stjórnmál. Ef til vill nær jafnvel sjálf fæðingin, sem þó svipar til þess sem ég er að reyna að lýsa, ekki að jafngilda þessari algeru komu. Fjölskyldur undirbúa fæðingu, þær skapa henni skil- yrði, ræða hana fyrirfram, skapa henni táknrænt rúm sem dregur úr höggi komunnar. En þrátt fyrir væntingarnar, þrátt fyrir að barnið sé á vissan hátt nefnt fyrirfram, þá er ekki hægt að útiloka hið ófyrirsjáanlega, barnið sem kemur er ófyrirsjáanlegt, það er rætt um það eins og það sé upphaf annars heims, eða annað upphaf þessa heims. Ég hef lengi glímt við þetta ómögulega hugtak: messíönsk koma. Ég reyni að útskýra hvernig á að nota það í texta sem ég skrifaði um dauðann og kemur út á næstunni, Apories (Óleysanleg rökvandamál), og einnig í bókinni um Marx sem ég var að ljúka við. Það erfiðasta er að réttlæta, að minnsta kosti til bráðabirgða, lýsingarorðið „messíanskur“: um er að ræða reynslu sem jyrirfram er gefin sem messíönsk, en um leið fyrirfram varnarlaus gagnvart sjálfri biðinni, gagnvart því sem aðeins verður ákvarðað eftir á af viðburðinum. Biðin er eins og eyðimörk í eyðimörkinni (en þær benda hvor á aðra), eyðiland hins messíanska án messíanisma og því laus við kenningu eða kreddu. Það er aðeins þessi þurra bið án viðmiðunar sem haldið er eftir úr hinum þremur miklu trúarbrögðum Bókarinnar, sambandið við það sem getur komið, eða aldrei komið, en ég fæ eðli málsins samkvæmt ekkert að vita um. Nema að það varðar réttlætið, í dularfyllsta skilningi þess orðs. Og þar af leiðandi byltinguna, vegna þess sem tengir atburðinn og réttlætið við þetta algera rof í fyrirsjáanlegu samhengi sögulegs tíma. Rof heimsslitafræð- innar innan markhyggjunnar. Hér verður að skilja þetta tvennt að, og það er TMM 1994:2 83
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.