Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Síða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Síða 87
aðra hægrimanna. Sem dæmi má taka að viss andstaða gegn Evrópu- samrunanum getur kynt undir stefn- ur með þjóðernislegu yfirbragði bæði til hægri og til vinstri, þótt þær byggi annars á ólíkum hvötum og mismun- andi greiningu á ástandinu. Margir vinstri menn hafa réttilega áhyggjur af því hvað öflugustu ríkin í ESB leggja mikla áherslu á efnahagsmál. Þeir hafa einnig áhyggjur af peninga- stjórnun og pólítískri stefnu þessara ríkja, og því gæti ákveðinn hluti vinstrihreyfmgarinnar í reynd gert bandalag við þjóðernisstefnu og and- evrópska hugsun öfgamanna til hægri. Upp á síðkastið hefur Le Pen [leiðtogi öfgasinnaðra þjóðernissinna. Ats. þýð] lagt mikla áherslu á andstöðu sína við „fríverslunarstefnu“ og „efnahagslega frjálsræðisstefnu“. Þótt aðrar hvatir búi að baki hjá honum, getur þessi tækifærissinnaði málflutningur gert hann að „traustum banda- manni“, eins og sagt var forðum, þeirra sem beina vinstrisinnaðri gagnrýni að þeim kapítalíska rétttrúnaði og peningahyggju sem tröllríður Evrópu um þessar mundir. Aðeins árvekni og skýr viðbrögð, hvort sem það er í orðum eða gerðum, geta leyst úr slíkum flækjum, greint þær í sundur. Hættan á að þessari tvenns konar afstöðu verði ruglað saman er stöðug, alvarlegri en nokkru sinni fyrr, ef til vill er hún „í reynd“ óhjákvæmileg: t.d. í kosningum. Jafnvel þótt maður reyni — eins og ávallt ber að gera — að gera greinarmun á eigin afstöðu og annarra, í þeim forsendum sem maður gefur sér, í öllu því sem líkist því að „gera grein fyrir atkvæði sínu“, hvort sem það kemur fram á prenti, í orði, í aðgerðum, eða við þær aðstæður sem skapast við kosningar (og hver skapar þær einmitt?), þá verður aldrei hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að atkvæðin gegn Evrópusamrunanum frá vinstri eru lögð saman við þau sem koma frá hægri. Og hið sama gildir um atkvæðin frá hægri og vinstri sem greidd eru til stuðnings Evrópusamrunanum. Eins og þið vitið er einnig til vinstrisinnað fólk sem er endurskoðunarsinnað (ég tek það fram, eins og ávallt á að gera, að þetta orð á við þá sem neita því að Shoah, helför Gyðinga, hafi átt sér stað) og hefur fallið í gryfju Gyðingahaturs (nema hatrið hafi gert það að endurskoðunarsinnum). Sumt af þessu fólki byggði afstöðu sína, á misruglaðan hátt þó, á grundvallarandúð á Ísraelsríki, eða, enn þrengra, á vandlætingu á framkomu Ísraelsríkis, jafnvel allt frá því það var stofhað. Myndi slíkur ruglingur standast heiðarlega og hugrakka greiningu? Menn verða að geta verið á móti tiltekinni stefnu tiltekinnar ríkisstjórnar ísraels án þess að vera í grundvallaratriðum á móti tilvist þessa ríkis (ég TMM 1994:2 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.