Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 89

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 89
ari hætti um hvernig sannleikur verður til í sögunni, á það á hættu að vera ákærður um að búa í haginn fyrir endurskoðunarstefnu? (Ég nefni í Vofum Marx sérlega ógeðfellt dæmi um slíka forheimskun í útbreiddu bandarísku dagblaði.) Yrði það ekki vatn á myllu hvers konar kreddustefnu ef upp risi saksóknari með landráðaákæru í hvert skipti sem einhver reynir að bera fram nýjar spurningar, trufla þá sem hafa góða samvisku, grafa undan klisjum, í hvert skipti sem einhver reynir að flækja eða hugsa upp á nýtt, út frá nýjum forsendum, málflutning vinstrimanna eða greininguna á kynþáttastefnu eða Gyðingahatri? Auðvitað verður að leitast við að gefa slíkum ákærum eins lítið tilefni og mögulegt er með því að viðhafa fyllstu varúð, jafnt þegar tekið er til máls, þegar greina á eitthvað, og þegar látið er að sér kveða á opinberum vettvangi. Og það er satt að engin fyrirheit um algera tryggingu gegn þessu verða nokkurn tímann gefin. Ef nauðsyn krefði mætti nefha nýleg dæmi þessu til stuðnings. Ég ætla að koma aftur að spurningu ykkar eins og hún var orðuð. Spurt var: „Kom þessi blöndun þér á óvart?“ Svar mitt var almenns eðlis og varðaði grundvallaratriði: hér eru nokkur skilningsskemu, nokkrar rökraðir sem hægt er að nota til að þessi blanda verði ekki jafn undarleg og hún virðist í fyrstu, og enn fremur, hér er skýringin á því hvers vegna ekki má blanda öllu saman. Hvað einstöku tilfellin varðar, en þau eru áhugaverðust, þá þyrfti lengri tíma og aðrar aðstæður til að greina þau. Þau eru vettvangur „hins óvænta“ og tafarinnar. Milli hinna almennustu röklegu ferla (mestur fyrir- sjáanleiki) og þess einstaka sem er ófyrirsjáanlegast, þá kemur skema taktsins. Til dæmis var vitað um ótrúverðugleika og innbyggt hrun alræðisríkja Austur-Evrópu síðan á sjötta áratugnum, það var daglegt brauð fólks af minni kynslóð (ásamt hinni gömlu tuggu um „endalok sögunnar“, „endalok mannsins“, o.s.frv., sem nýlega hefur verið lappað upp á af mönnum eins og Francis Fukuyama). Það sem var hins vegar ekki hægt að segja fyrir um var takturinn, hraðinn, dagsetningin: t.d. dagsetningin á hruni Berlínarmúrsins. Á árunum 1986 og 1987 hefði enginn í heiminum getað sagt fyrir um það með neinni vissu. Ekki að þessi taktur sé ofar skilningi. Það er hægt að greina hann eftir á og taka þá tillit til nýrra áhrifavalda sem sérfræðingar fyrri tíma kunnu ekki skil á. (í fyrsta lagi hnattræn stjórnmálaleg áhrif almennra fjarskipta: öll sú röð atburða, sem merki á borð við fall Berlínarmúrsins er hluti af, hefði verið óhugsandi og óskiljanleg án ákveðins þéttleika fjarskipta- netsins, o.s.frv.) — Efvið höldum óbeint áfram með það sem þú varst að segja, þá er hlutfall innflytjenda ekki hœrra nú en fyrirfimmtíu árum. Þó virðast innflytjendurnir koma á óvart núna. Svo virðist setn þeir hafi komið flatt upp á þjóðfélagið og stjórnmálamenn. Málflutningur bæði hægri- og vinstrimanna beinistgegn því að innflytjetidurflykkist ólöglega inn í landið, en virðist nú bera meiri og tneiri keim af útlendingahatri. TMM 1994:2 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.