Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Page 99

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Page 99
Skyldan að rísa upp hvílir jafnt á herðum allra, en fyrst og fremst á þeim sem spornuðu alltaf gegn vissum marxískum rétttrúnaði, þótt þeir hafi aldrei verið and-marxistar eða and-kommúnistar, meðan slíkur rétttrúnaður var ríkjandi, a.m.k. í vissum hópum (en fyrir menntamenn af minni kynslóð var það um langt skeið). En fyrir utan og til stuðnings þessari afstöðu sem ég er að taka, þá er ég að hefja samræðu við texta Marx, samræðu sem stýrist af spurningunni um vofuna (en hún er tengd spurningum um endurtekningu, sorg, arf, viðburðinn og hið messíanska, um allt það sem nær út fyrir verufræðilegar andstæður fjarveru og nærveru, sýnilegs og ósýnilegs, lifandi og dauðs, og tengist því fyrst og fremst spurningunni um gerviliminn sem „draugalim“, um tæknina, um sjónvarpstæknilegar eftirlíkingar, um gervi- myndir, um sýndarrými, o.s.frv. Við komum hér aftur að þemum sem við vorum að ræða áðan: tíðindasmíð og tíðindakostir). Þið munið fýrstu setninguna í Kommúnistaávarpinu: Vofa gengur nú Ijósum logum um Evrópu — vofa kommúnismans. Ég rannsaka, snuðra svolítið í kringum allar vofurn- ar sem Marx er bókstaflega með á heilanum, sem Marx er sjálfur að ofsækja. Hann eltir þær uppi alls staðar, hann er á eftir þeim, en þær eru einnig að elta hann: í 18. brumaire, í Auðmagninu, en fyrst og fremst í Þýsku hugmynda- fræðinni þar sem sett er fram gagnrýni (óendanleg af því hún er hugfangin, fangin, hlekkjuð) á því hve Stirner er upptekinn af draugum. Ofskynjun hins síðarnefnda er þó þegar orðin gagnrýnin og Marx á í mestu erfiðleikum með að komast frá henni. Ég reyni að lesa úr þessari rökfræði hins vofukennda í verkum Marx. Ég stilli þessari vinnu upp við hliðina á (ef svo má að orði komast) því sem er að gerast í dag í heiminum, við hlið nýs opinbers vettvangs sem hefur breyst vegna „endurkomu trúarbragðanna“, eins og sagt er, og vegna fjarskipta- tækninnar. Hvað er sorgarferlið, setji maður það í samband við marxism- ann? Hvað er þetta ferli að reyna að særa í burtu? Hið ofurmargræða orð og hugtak conjuration [særing eða samsæri á íslensku, þýð.] (a.m.k. á þremur tungumálum, frönsku, ensku og þýsku) gegnir jafn mikilvægu hlutverki í riti mínu og orðið og hugtakið arfur. Að erfa er ekki fýrst og fremst að þiggja eitthvað, eitthvað sem er gefið, sem maður getur síðan átt. Að erfa er virk fullyrðing. Vissulega er orðið við skipun en í arfi felst einnig frumkvæði, að undirrita, eða kvitta fyrir (fr. contresigner) það sem maður þiggur eftir nokkra umhugsun. Þegar maður erfir eitthvað, þá velur maður, skoðar, dregur eitthvað fram, gefur því nýtt gildi. Ég held líka, án þess að ég geti sýnt fram á það hér, að í allri arfleiðslu búi mótsögn og leyndardómur (þetta er rauður þráður í bók minni og tengir snilligáfu Marx við snilld Shakespeare — sem Marx hafði svo mikið dálæti á og vitnaði svo oft til, einkum leikrit- anna Tímon frá Aþenu og Ys og þys út af engu — og við föður Hamlets sem gæti vel verið aðalpersóna bókarinnar). Tilgáta: það er alltaf fleiri en einn andi. Um leið og talað er um andann er minnst á anda, á vofur, og hver sá sem erfir kýs einn anda fremur en annan. TMM 1994:2 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.