Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Síða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Síða 101
skipulags, án félagssamtaka; það leitar, það þjáist, því finnst að hlutirnir geti ekki gengið svona lengur, það viðurkennir ekki hina „nýju skipan heims- mála“ sem verið er að reyna að troða upp á okkur, líst illa á málflutninginn sem boðar þessa nýju skipan. Þessi uppreisnargjarni óróleiki mun finna aftur í anda marxismans einhverja krafta sem enn hafa ekki fengið nöfn: enda þótt þeim svipi stundum til frumatriða gagnrýni, þá reyni ég að skýra að þeir séu ekki, og ættu ekki að vera, aðeins gagnrýni, aðferð, fræðikenning, heimspeki eða verufræði. Það myndi taka á sig allt annað form og myndi kalla á allt annars konar lestur á Marx, en hér er ekki á ferðinni lestur í textafræðilegri eða akademískri merkingu þess orðs, það snýst ekki um að hefja aftur til virðingar eins konar marxisma samkvæmt bókstafnum. í bók minni er ég þvert á móti að deila á tísku sem tekur bitið úr hugsun Marx: nú þegar marxisminn er dauður, og marxískar stofnanir orðnar vopnlausar, er því haldið fram að loksins sé hægt að lesa Auðmagnið og önnur rit Marx í fræðilegri ró og næði. Að Marx eigi að fá þá stöðu sem hann á skilið, stöðu mikils heimspekings vegna þess að rit hans (í „innbyrðis skiljanleika þeirra“ eins og Michel Henry orðar það) tilheyra hinni miklu hefð verufræðinnar. Nei, ég reyni að útskýra hvers vegna við eigum ekki að friðþægja okkur með þess háttar endurmati. — Þú hefur ávallt haldið fram siðferðislegri ogpólitískri ábyrgð afbyggingar- innar. Hvaða munur er á henni oggömlu hugmyndinni um skyldu mennta- mannsins til að taka afstöðu? J.D.: Ég hef hvorki löngun né leyfi til að kasta rýrð á það sem þú kallar „gömlu hugmyndina“ um að menntamaðurinn eigi að taka afstöðu. Sérstaklega í Frakklandi. Voltaire, Hugo, Zola og Sartre eru í mínum huga aðdáunarverðar fyrirmyndir. Fyrirmynd veitir manni innblástur, stundum er manni um megn að fylgja henni en maður verður umfram allt að forðast að herma eftir henni þegar maður býr við aðstæður sem eru — við vorum að tala um það rétt áðan — allt aðrar. Eftir þennan fyrirvara, þá finnst mér ég geta sagt — með talsverðum einföldunum þó — að dirfska þeirra við að taka afstöðu hafi einmitt gert ráð fyrir viðmælendum sem hægt væri að nefna og að samræður ættu sér stað: annars vegar var félags- og stjórnmálalegur vett- vangur og hins vegar menntamaðurinn sem hafði sína orðræðu, sína mál- skrúðstækni, sitt höfundarverk, heimspeki sína, o.s.frv. Hann kom og „lét að sér kveða“ eins og sagt er, tók þátt í því sem var að gerast á einhverjum tilteknum vettvangi og tók þar afstöðu. í tilfellum sem þessum er mennta- maðurinn hvorki að velta fyrir sér né reyna að breyta uppbyggingu hins opinbera vettvangs (fréttamiðlum, fjölmiðlum, framsetningarháttum, o.s.frv.). Hann er heldur ekki að reyna að breyta eðli tungumáls síns eða því kerfi hugmynda eða fræðikenninga sem liggur til grundvallar afskiptum hans. Með öðrum orðum beitir hann menntun sinni og virðingu sem TMM 1994:2 99
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.