Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Page 103

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Page 103
samspili (hryðjuverka og valdbeitingar, öflugur stuðningur meðal fjöl- mennra lágstétta við hreyfingu sem hefur þurft að verða að leynisamtökum vegna ofsókna ríkisvalds sem er í senn of valdamikið og valdalaust, lýðræðis- þróun í blindgötu, o.s.frv.). Þessi hræðilega viðureign gæti ekki haldið áfram með tilheyrandi blóðsúthellingum saklausra fórnarlamba ef ekki væri til staðar þriðji þátturinn, einfaldur og nafnlaus. Hér á ég við efnahagsástandið í landinu, fólksfjölgunarvandann, atvinnuleysið og þá leið sem valin var fyrir löngu til uppbyggingar í efnahagslífinu. Þessi þriðji þáttur kyndir undir viðureign sem ég hefði kannski ekki átt að lýsa sem átökum tveggja jafn- stæðra afla. (Sumir alsírskir vinir mínir gagnrýna þessa lýsingu; þeir telja að valdbeiting ríkisvaldsins og ógilding kosninganna hafi verið eina mögulega svarið við valdaránstilraun sem búið var að undirbúa lengi og beindist gegn sjálfu lýðræðinu; það er hægt að skilja þessa afstöðu en það verður að finna leið til að ræðast við, skiptast á skoðunum, leið sem getur bundið enda á vopnaskakið og ýtt undir þá þróun sem nú hefur verið stöðvuð). Og þá er komið að því sem ég nefni þriðja nafnlausa aðilann, því sé hann tekinn inn í myndina sjáum við að ábyrgðin á ástand- inu nú nær langt aftur og varðar ekki ein- vörðungu Alsírmenn. Ég minni á það sem við sögðum áðan um hinar táknrænu Er- lendu skuldir. Þær eru að sliga landið. Það verður að minna á þetta, ekki til að unnt verði að efna enn einu sinni til réttarhalda, heldur til að vekja athygli á samábyrgð okk- ar. Með fullri virðingu fyrir því sem heyrir fyrst og fremst undir sjálfa ríkisborgara Alsír, þá erum við öll tengd þessu, berum öll ábyrgð, sérstaklega við Frakkar af allt of aug- ljósum ástæðum. Við getum ekki skorast undan þessari ábyrgð, m.a. gagnvart þeim fjölda Alsírbúa sem reynir að láta ekki und- an ofstækinu og öllum þeim sem reyna að hræða fólk til hlýðni. Þið vitið að þeir leggja líf sitt að veði. (Fórnarlömb morðanna sem framin hafa verið upp á síðkastið eru oft menntamenn, fréttamenn og rithöfundar; þetta þýðir þó ekki að gleyma eigi hinum fjölmörgu óþekktu fórnarlömbum; það er í þessum anda sem við komum nokkur saman, að frumkvæði Pierre Bour- dieu, í Stuðningsnefnd alsírskra menntamanna (Comité international de soutien aux intellectuels algériens (CISIA)-, en nokkrir af stofnendum nefnd- arinnar hafa þegar orðið fyrir morðhótunum.) Þið voruð að segja að sumir teldu að tilvist Alsírs sem ríkis væri ekki aðeins erfið, heldur að ríkið hefði aldrei átt sér lífrænan, náttúrulegan eða stjórnmálalegan tilvistargrundvöll. Það er hægt að skilja þetta á ýmsa vegu. Ein leiðin væri að nefna sundrungu og skiptingu þessarar þjóðar sem samanstendur af Aröbum og Berbum, öll TMM 1994:2 101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.