Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Blaðsíða 105
orðin vel stöðug eftir langan tíma. En öll stöðug ríki sem við þekkjum, allt
sem er stöðugt á þessu sviði hefur orðið til af því að stöðugleika hefur verið
komið á. ísrael gæti verið annað dæmi um nýtt ríki sem var stofnað, eins og
öll ríki, í krafti ofbeldis, ofbeldis sem einvörðungu er hægt að réttlæta eftir
á, ef stöðugleiki sem komið verður á, annaðhvort innanlands eða á alþjóða-
vettvangi, gerir því kleift að sveipa sig ótryggri gleymsku. Við erum enn ekki
komin að því. Við lifum á tímabili upplausnar þjóðríkja yfirleitt og því er
hugsun sem þessi áleitin. Þessi hugsun snýst einnig um það sem tengir (eða
tengir ekki) lýðræðishugtakið við borgararétt (ríkisfang) og þjóðerni.
Eining Alsírs er vissulega í hættu en öflin sem þar heyja harðvítugt stríð
eru ekki, eins og oft er sagt, Vesturlönd og Austurlönd, eða lýðræðið og í slam,
eins og þau væru hvor um sig afmörkuð heild, heldur fleiri en ein útfærsla
á lýðræðinu, á fulltrúahugtakinu eða ríkisfanginu — en þó fýrst og fremst
fleiri en ein túlkun á íslam. Ein af skyldum okkar er að gefa þessari fjölbreytni
gaum og hvetja linnulaust til að ekki sé öllu ruglað saman.
Friðrik Rafnsson og Torfi H. Tuliniusþýddu. Þeim Merði Árnasyni og
Páli Skúlasyni eru fcerðar sérstakar þakkirfyrir yfirlestur og ábendingar.
Myndskreytingar: Hraunflugur eftir Halldór Ásgeirsson.
TMM 1994:2
103