Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Síða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Síða 108
Ritdómar Nýtt blóð Börkur Gunnarsson: X. (Ragnan 1993) Ólafur Sveinsson: og turninn rís hœrra og hœrra. (Óljónistasamtökin 1993). Þessar bækur eru báðar fyrstu prósaverk höfundanna. Þær eru báðar gefnar út af heimahúsaútgáfum á síðasta ári og fóru hljótt, að minnsta kosti bók Ólafs, þótt frágangur hennar og prentun hafi í engu verið óvandaðri en gengur og gerist um prentaðar bækur hérlendis. Það eru til tvær þulur um slíkar útgáfur. Önnur er þulan af byrjendaverkinu sem lofar góðu og sem gaman verður að sjá í fram- tíðinni hvort muni vera upphafið að einhverju meira eða hvort höfundur kjósi að láta hér staðar numið. Hin er þulan af vanmetnu bókunum sem alltaf eru í skugganum af fjölmiðlafrekjunum en eru miklu merkilegri en þær. Hér verður farið með hvoruga þuluna. Hér verður látið nægja að staðfesta að báðar hafa nokkuð til síns máls. Bæði þessi kver „lofa góðu“, eins og sagt er, en þau eru einnig „merkileg11, sem vitnisburður um gæði verka sem ekki eru endilega með þeim sem mest var hampað á síð- asta ári. Það sem er forvitnilegast við þau er hins vegar handan við allar þulur. í þeim má hvarvetna finna lyktina af þeim anda sem nú við lok árþúsundsins svífur yfir megninu af listsköpun sam- tímans; hinum hráa og rotna anda loka árþúsundsins. Reyndar eiga þessi verk ekki ýkja 106 margt sameiginlegt þegar horft er á ytra form þeirra. Bók Barkar myndar safn fimm smásagna sem allar sverja sig í ættina og leitast við að mynda hefð- bundið upphaf, miðju og enda þess forms. Hins vegar er bók Ólafs eitt sam- hangandi prósaverk sem byggt er upp sem samspil radda og stuttra sagna. Þar er hugmyndin um aristótelíska heild ekki jafn áberandi, og einingin einkum mynduð með markvissri áherslu á eitt meginþema. Vísast hefðu þessar sögur Barkar verið í eina tíð kallaðar ádeilu- sögur. Glöggir lesendur hefðu talið sig sjá að þær deildu á firringu nútímaþjóð- félagsins og hlutgervingu einstaklings- ins með því að nota fáránleg stílbrögð og að þær væru viðvörun og áfellisdómur í senn. Þeim sýndist að þær tækju mið af svipuðum smásögum sem höfundar á borð við Svövu Jakobsdóttur hafa eink- um orðið kunnir fýrir, svo við höldum okkur við innlent samhengi. Sögum þar sem fáránleg eða framandleg sjónar- horn eru nýtt til að lýsa upp viðfangs- efnið og „gegnumlýsa'1 það tungumál sem ríkjandi hugmyndafræði samfé- lagsins notar, til að birta skýrari mynd af viðfangsefninu. Ætli jákvæð umfjöllun sem gengi út ffá slíkri forsendu myndi ekki segja að Börkur væri að vinna áfram með þessa hefð en neikvæð um- fjöllun segði hann stæla hana því hann sé bæði ungur og óreyndur og ekki bú- inn að móta sér sinn eigin stíl. Ef við setjum nú að svo sé, að þetta TMM 1994:2 j
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.