Morgunblaðið - 19.02.2015, Page 12

Morgunblaðið - 19.02.2015, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Ljósmynd/Kristín R. Vilhjálmsdóttir Heimur Móðurmálin sem börn á Íslandi eiga eru í kringum eitt hundrað talsins og hafa þau gagn og gaman af því að kynna þau og kynnast öðrum. Malín Brand malin@mbl.is ÁÍslandi eru töluð fjöl-mörg tungumál – fleiri enmargan grunar! Íbúarlandsins eiga sér yfir eitt hundrað ólík móðurmál og það er vel við hæfi að hugleiða og fagna þeim fjölbreyttu tungumálum á al- þjóðadegi móðurmálsins sem er laugardaginn 21. febrúar. Kristín R. Vilhjálmsdóttir er verkefnastjóri fjölmenningar á Borgarbókasafni og er öllum hnútum kunnug þegar kem- ur að alþjóðadegi móðurmálsins. „Við höfum haldið þennan dag hátíð- legan síðustu sex árin í tengslum við fjölmenningarstarf Borgarbóka- safns,“ segir Kristín. Í ár verður dagurinn tengdur Café Lingua sem er fastur liður í þjónustu safnsins og er ætlað þeim sem áhuga hafa á tungumálum og fjölbreyttri menn- ingu. „Á laugardaginn ætlum við að varpa ljósi á þann fjársjóð sem fjöl- breytt móðurmál íbúa er og sýna virðingu þeim tungumálum sem til eru í heiminum og hafa ratað hingað með fólki,“ segir hún. Heimfluttir Íslendingar Á laugardaginn gefst því öllum tækifæri til að láta ljós sitt skína og miðla tungumálaþekkingunni með öðrum. Kristín segir að þeir Íslend- ingar sem búið hafa erlendis og þau börn sem lært hafa tungumál þess lands vel, ættu ekki síður að deila því með gestum á þessum degi. „Okkur langar líka að virkja þær íslensku fjölskyldur sem búa yfir tungumála- kunnáttu eftir að hafa búið erlendis og eru kannski fjöltyngdar, þó svo að það sé ekki nýtt móðurmál.“ Áhersl- Börn kenna börnum tungumál Alþjóðadagur móður- málsins er á laugardag- inn og af því tilefni er börnum og fjölskyldum þeirra boðið að taka þátt í smiðjunni „Lifandi tungumál“. Tungu- málasmiðjan verður í Borgarbókasafninu í Gerðubergi og hefur kom- ið vel út á síðustu árum að börn kenni öðrum börnum tungumál í tungumálasmiðju. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Áhugavert Kristín R. Vilhjálmsdóttir verkefnastjóri segir dagskrá Al- þjóðadags móðurmálsins einkar fjölbreytta og skemmtilega. Ljósmynd/Kristín R. Vilhjálmsdóttir Smiðja lifandi tungumál er tungumálasmiðja þar sem börn kenna öðrum börnum tungumál. Það hefur komið vel út enda börn stolt af móðurmálinu. an er einkum og sér í lagi á að vekja athygli borgarbúa á tungumálum. Í smiðjunni Lifandi tungumál gefst börnum tækifæri til að kenna öðrum börnum grunnatriði annarra tungu- mála og er nauðsynlegt að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfang Kristínar, sem er kristin.r.vilhjalms- dottir@reykjavik.is. „Þetta samtal sem skapast á milli barnanna er mjög mikilvægt. Þau geta orðið stolt af því að miðla einhverju sérstöku sem maður kann og jafnvel fáir aðrir kunna. Tungu- máli sem er alveg sérstakt,“ segir Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verk- efnastjóri fjölmenningar á Borg- arbókasafninu. Fjarðarkaup Gildir 19. - 21. feb verð nú áður mælie. verð Nautagúllas úr kjötborði................................... 1.998 2.494 1.998 kr. kg Nauta entrecote úr kjötborði............................. 3.298 4.158 3.298 kr. kg Lambafille m/fitu úr kjötborði........................... 3.998 4.574 3.998 kr. kg Hamborgarar 2x115g m/brauði ....................... 498 562 498 kr. pk. FK 1/1 ferskur kjúklingur ................................. 698 772 698 kr. kg FK kjúklingabringur.......................................... 1.998 2.296 1.998 kr. kg Móa vistfugl frosinn ......................................... 998 1.438 998 kr. kg Helgartilboðin Morgunblaðið/Kristinn Kauptúni 3 / Garðabæ / Sími: 564-3364 kíktu í heimsókn Lifandi verslun af sjávarfiskum í öllum regnbogans litum. Komdu og skoðaðu ljónsfiskinn, Dóru, Nemó og alla hina fiskana. Mikið úrval af kóröllum. Frábæ r tilboð á fiskabú rum og fylg ihlutum NÝ SENDING

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.