Morgunblaðið - 19.02.2015, Síða 18

Morgunblaðið - 19.02.2015, Síða 18
SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Öll foreldrafélög í grunnskólum í Breiðholti hafa sent sameiginlega áskorun til borgaryfirvalda um að endurskoða núverandi afstöðu til af- hendinga gjafa til barna, gjafa sem snúa að öryggi, fræðslu og lýðheilsu þeirra, og til kynninga innan veggja grunnskóla sem hafa samfélagsþátt- töku, forvarnir og fræðslu að mark- miði. Undir áskorunina skrifa stjórn- ir foreldrafélaga Ölduselsskóla, Seljaskóla, Fellaskóla, Breiðholts- skóla og Hólabrekkuskóla. Í henni segir að reglurnar sem gildi í dag séu of strangar, þær komi niður á börn- unum og leiði til mismununar og vinni gegn markmiði félaganna um að styðja börn til aukinna lífsgæða. „Við teljum það fullkomlega á færi skólastjórnenda, í samvinnu við stjórn foreldrafélags viðkomandi skóla, að meta og þekkja muninn á óæskilegri markaðssetningu annars vegar og málefnum er varða öryggi og lýðheilsu hins vegar,“ segir í áskoruninni. Ósátt við forræðishyggjuna Birna Björk Þorbergsdóttir, for- maður foreldrafélags Ölduselsskóla, segir að þau hafi fengið svör frá nokkrum borgarfulltrúum við áskor- uninni. „Við í öllum foreldrafélög- unum erum afskaplega ósátt við þessa forræðishyggju og að okkur sé ekki treyst til að dæma um það hvað er heppilegt og óheppilegt fyrir börnin okkar. Við ætlum að fylgja áskoruninni eftir og reyna að fá þessu banni algjörlega aflétt,“ segir Birna Björk. Foreldrafélögin í Breið- holti voru þau fyrstu til að senda frá sér slíka áskorun til borgaryfirvalda en Birna Björk veit til þess að mörg foreldrafélög í borginni séu afar ósátt við þessar reglur og hafi rætt málin á sínum vettvangi. Skúli Helgason formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar segir að ákveðið hafi verið að láta meta reynsluna af framkvæmd þess- ara reglna sem settar voru af skóla- og frístundasviði haustið 2013 og taka til endurskoðunar einstök ákvæði eftir því sem tilefni er til. Sú vinna sé að fara af stað og verði leit- að eftir upplýsingum frá stjórn- endum grunnskóla, leikskóla og frí- stundamiðstöðva um reynsluna af framkvæmdinni undanfarin misseri. Mörg sjónarmið komið fram Hann segir ekki fleiri formlegar áskoranir hafa borist inn á sitt borð en þessi mál hafi verið mikið í um- ræðunni að undanförnu og mörg sjónarmið komið fram. Skúli tekur það fram að það séu ekki allar kynningar og gjafir bann- aðar í grunnskólum borgarinnar en í 4. grein reglanna segir að gjafir megi þiggja ef þær samræmist stefnu skóla- og frístundaráðs og með því skilyrði að ekki séu á þeim auglýs- ingamerkingar. „Ég bendi á að kveikjan að þessari reglusetningu voru ekki síst ábendingar frá skóla- stjórum sem fannst skorta skýrar línur um það hvernig ætti að svara fjölmörgum fyrirspurnum frá fyrir- tækjum og samtökum sem vildu dreifa gjöfum til skólabarna.“ Minnihlutinn í borgarstjórn hefur lýst sig andstæðan þessum reglum. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flug- vallarvina segist telja að leyfa eigi gjafir sem hafi fræðslu-, forvarnar- eða öryggisgildi og ljóst sé að gefnar séu vegna hugsjónar en ekki í arð- semistilgangi. „Við tökum undir þau sjónarmið sem fram koma í áskorun foreldrafélaga í öllum grunnskólum í Breiðholti og fögnum henni. Núgild- andi reglur eru of strangar og eru til þess fallnar að koma niður á börnum og leiða til mismununar. Við munum beita okkur fyrir því að þessum reglum verði breytt.“ Foreldrafélög eru ósátt við forræðishyggjuna  Reglur um gjafir til grunnskólabarna í Reykjavík teknar til endurskoðunar Morgunblaðið/Sverrir Hjólað Grunnskólabörn í Reykjavík hafa m.a. fengið gefins hjólahjálma. Samkvæmt reglunum má ekki lengur gefa þá en það er til endurskoðunar. 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Svonefndir Hörmungardagar verða haldnir í annað skipti á Hólmavík nú um helgina. Í auglýsingu um dagana segir, að veturinn sé mörgum erfiður. Hann sé langur, kaldur, dýr og óútreikn- anlegur. Á Hörmungardögum gef- ist tækifæri til að njóta allra þess- ara ömurlegheita saman og reyna að gera gott úr þeim. Hörmungardagarnir hefjast formlega á föstudag en í gær byrj- aði sérstök knúskeppni, sem stend- ur fram á mánudag og er henni ætl- að að létta bæjarbúum lundina á erfiðum tímum. Meðal dagskrárliða má nefna að klukkan 11 á laugardag mun Eirík- ur Valdimarsson, þjóðfræðingur, leiða sniðgöngu. Gengið verður að ljótari stöðum Hólmavíkur og sagð- ar leiðinlegar sögur um óáhuga- verð málefni. Dagskrána má finna á vef Strandabyggðar. Leiðinlegar sögur um óáhugaverð mál Skammdegi Höfnin í Hólmavík. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Undirbúningur fyrir kjaraviðræður aðildarfélaga BSRB gengur vel þó félögin séu mislangt á veg komin. Stærstu félögin eru komin hvað lengst í sinni vinnu en mörg aðildar- félaganna eru þessa dagana að viða að sér gögnum og öðrum upplýs- ingum, að sögn Elínar Bjargar Jónsdóttur, formanns BSRB. Flestir kjarasamningar aðildar- félaga BSRB renna út í lok apríl en nokkrir samningar félaga sem snúa að almenna vinnumarkaðinum losna þó í lok febrúar. Í nýlegri ályktun trúnaðarmanna- ráðs SFR er m.a. lögð áhersla á að hækka þurfi lægstu laun og milli- tekjur verulega í komandi samn- ingum auk styttingar vinnuvik- unnar. Elín Björg segist ekki geta tjáð sig um hverjar verða meginkröfur BSRB. Félögin fara sjálf með samn- ingsumboðið en það verða líka stór mál á sameiginlegu borði BSRB eins og verið hefur í kjaraviðræðum á undanförnum árum. Hún segir að ekki sé endanlega orðið ljóst hvaða málefni það verða en öll stór mál sem varða öll aðildarfélögin jafnt verða á könnu BSRB. Skýrast mun þegar kröfugerðir taka á sig endan- lega mynd hvað farið verður fram á að samið verði til langs tíma ,,en það fer auðvitað mjög mikið eftir inni- haldi hvers samnings hversu langur eða stuttur hann verður,“ segir hún. Hafa hækkað minna Ný skýrsla samtakanna á vinnu- markaði sem kynnt var í seinustu viku, þar sem m.a. er að finna úttekt á launaþróun verður nýtt í kröfu- gerðum BSRB-félaganna. Þar kem- ur fram að frá 2013-2014 varð minnst hækkun á hreinu tímakaupi hjá ríkisstarfsmönnum innan BSRB eða 4,9%. Á tímabilinu frá 2006 til 2014 hækkuðu laun ríkisstarfs- manna í stéttarfélögum ASÍ mest en laun starfsmanna í aðildarfélögum BSRB hjá sveitarfélögum minnst. Elín Björg segir að þarna komi „berlega fram að ríki og sveitarfélög hafa verið að semja við aðildarfélög BSRB með lakari hætti en um hefur verið samið á almennum vinnu- markaði og við BHM og KÍ. Þessi gögn verða að sjálfsögðu notuð í kröfugerðarvinnu aðildarfélag- anna.“ Nýjar tölur styrkja kröfur  BSRB-félögin vinna að kröfugerð Sjónvarpsstöðin Hringbraut hóf göngu sína í gær og var Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, fyrsti gestur stöðvarinnar. Leiðarljós stöðvarinnar eru mann- virðing, umburðarlyndi og réttlæti, eftir því sem kemur fram í tilkynn- ingu og er allt efni stöðvarinnar sent út í opinni dagskrá. Fyrstu vik- urnar verður sent út nýtt íslenskt efni á milli klukkan 21 og 22 en smám saman verður dagskrárgerð aukin. Á meðal þáttastjórnenda á fyrstu mánuðum stöðvarinnar eru Björk Eiðsdóttir, Hulda Bjarna- dóttir, Karl Ágúst Úlfsson, Rakel Garðarsdóttir, Sólveig Ólafsdóttir og Sigurður K. Kolbeinsson. Dag- skrárstjóri er Sigmundur Ernir Rúnarsson. Vigdís fyrsti gestur Hringbrautar Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir áskorun foreldrafélaganna í Breiðholti sýna vel þá óánægju sem ríkir meðal foreldra í borginni með bannið. „Við borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins höfum margoft gagn- rýnt þetta bann og ítrekað lagt til að það verði afnumið. Við lögðum síðast til breytingu á reglunum með tillögu í borgarstjórn í upp- hafi mánaðarins, sem var á þá leið að gjafir frá fyrirtækjum, félaga- samtökum og stofnunum til skóla- barna mætti þiggja ef gjöfin hefur fræðslu-, forvarnar- eða öryggis- gildi. Skólastjórn hvers skóla skal skera úr í málum þar sem vafi leik- ur á um tilgang gjafarinnar. Meiri- hlutinn lýsti sig reiðubúinn til þess að vísa tillögu okkar til skóla- og frístundaráðs, sem legði mat á reynsluna af framkvæmdinni og tæki afstöðu til þess hvort tilefni væri til endurskoðunar á regl- unum. Þótt meirihlutinn hafi ekki gefið neinn ádrátt um slíka endur- skoðun fagna ég því samt af heil- um hug að hann sé tilbúinn til að skoða þetta,“ segir Kjartan. Áskorunin sýnir vel óánægjuna HAFA MARGOFT GAGNRÝNT BANNIÐ Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 TAX FREE af öllum s nyrtivörum í febrúar 30-70% afsláttur af peysum, túnikum, bolum, buxum, kjólum, skarti og treflum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.