Morgunblaðið - 19.02.2015, Page 49

Morgunblaðið - 19.02.2015, Page 49
FRÉTTIR 49Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 um þar sem fram kom að starfs- menn hans hefðu aðstoðað auðmenn við að fela peninga fyrir skattyfir- völdum í heimalöndum sínum. Rannsókn í kjölfar afhjúpana Saksóknaraembættið í Genf sagði að ákveðið hefði verið að leita og hefja peningaþvættisrannsóknina eftir „nýlegar afhjúpanir í tengslum við einkabankann HSBC (í Sviss)“. Samkvæmt svissneskum lögum er banki ábyrgur ef „stórfellt pen- ingaþvætti“ á sér stað og ekki er gripið til allra nauðsynlegra ráða Genf. AFP | Svissnesk yfirvöld gerðu í gær húsleit í skrifstofum útibús breska bankans HSBC í Sviss. Leitin er hluti af rannsókn á því hvort peningaþvætti hafi verið stundað í bankanum, sem hefur ver- ið sakaður um að hjálpa viðskipta- vinum sínum að koma milljónum dollara undan skatti. Útibú HSBC í Sviss komst í heimsfréttirnar 9. febrúar. Fjöl- miðlar birtu leyniskjöl úr bankan- innan veggja hans til að afstýra því. Olivier Jornot, yfirsaksóknari í kantónunni Genf, og Yves Bertossa saksóknari stjórna rannsókninni. Þeir sögðu að hún beindist að bank- anum, en gæti eftir því sem henni vindur fram náð til einstaklinga, sem grunur félli á um aðild að mál- inu. Viðurlög við slíkum glæpum í Sviss eru allt að fimm ára fangelsi og háar fjársektir. Herve Falciani, þáverandi starfs- maður bankans í Sviss, stal skjöl- unum 2007 og fór með þau til Frakklands. Frönsk stjórnvöld eru meðal þeirra, sem hafa notað þau til að hafa hendur í hári skattsvikara. Stjórnendur útibús HSBC í Sviss segja að rótttækar breytingar hafi átt sér stað í bankanum síðan 2007. Þegar skjölin voru birt 9. febrúar komu fram kröfur um að svissnesk yfirvöld rannsökuðu málið. Bankinn á nú þegar yfir höfði sér málsókn í Bandaríkjunum, Frakklandi, Arg- entínu, Spáni og Belgíu. Svisslendingar höfðu þar til í gær aðeins hafið rannsókn á Falciani. Hann segir að það sem komið hafi fram í fjölmiðlum sé „aðeins topp- urinn á ísjakanum“. Ráðist í húsleit hjá útibúi HSBC í Sviss EPA Leitað Öryggisvörður í dyrum HSBC í Genf á meðan leitað var.  Rannsókn hafin á því hvort pen- ingaþvætti hafi átt sér stað í bankanum Áfrýjunardóm- stóll í Sádi- Arabíu staðfesti í gær 15 ára fang- elsisdóm yfir mannréttinda- lögfræðingnum Waleed Abulkha- ir. Abulkhair var dæmdur í fyrra- sumar fyrir ýms- ar sakir, þar á meðal að „espa al- menning“. Þá voru fimm ár skilorðsbundin, en í janúar kvað dómstóll úr um að hann skyldi af- plána allan dóminn, 15 ár. Abulkhair var lögmaður sádiarab- íska bloggarans Raefs Badawis, sem afplánar nú tíu ára fangelsisdóm og var dæmdur til þúsund svipuhögga fyrir að móðga íslam. Hann fékk fyrstu 50 svipuhöggin 9. janúar og átti að fá 50 högg vikulega eftir það, en hefur ekki verið refsað síðan. Refsingunni hefur verið mótmælt víða um heim. Norskur þingmaður hefur lagt til nöfn Badawis og Abulkhairs við nób- elsnefndina, sem ákveður hverjum verði veitt friðarverðlaunin á þessu ári. Sádar dæma lögmann Waleed Abulkhair Úkraínski herinn dró í gær herlið sitt út úr bænum Debaltseve í aust- urhluta landsins eftir að uppreisn- armenn réðust inn í hann. Evrópu- sambandið sagði að árás uppreisnarmanna, sem njóta stuðn- ings Rússa, væri „skýrt brot“ á vopnahléinu, sem samið var um í Minsk í liðinni viku og tók gildi um helgina. Debaltseve er á milli borganna Dónetsk og Lúhansk, sem eru í höndum uppreisnarmanna. Bærinn er mikilvægur fyrir samgöngur. Það er talið áfall fyrir Petro Porosjenkó, forseta Úkraínu, að herinn skuli þurfa að hörfa frá borginni. Í kosn- ingabaráttunni kvaðst hann ætla að brjóta uppreisnina á bak aftur. Í frétt AFP sagði að hraktir her- menn í skítugum klæðum hefðu sést koma til bæjarins Artemivsk, sem er skammt frá Debaltseve, ýmist í skriðdrekum eða öðrum farartækj- um eða gangandi. Úkraínski herinn hörfar AFP Á undanhaldi Úkraínskir hermenn koma til Artemivsk frá Debaltseve. Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Opið:Mán. - föst. kl. 09-18 Laugardaga kl. 11-15 INNRÉTTINGAR DANSKAR Í ÖLLHERBERGIHEIMILISINS FJÖLBREYTTÚRVALAFHURÐUM, FRAMHLIÐUM,KLÆÐNINGUMOGEININGUM, GEFAÞÉR ENDALAUSAMÖGULEIKAÁ AÐSETJASAMANÞITTEIGIÐRÝMI. VIÐ HÖNNUMOG TEIKNUM FYRIR ÞIG Komdumeð eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði. STERKAR OG GLÆSILEGAR ÞITT ER VALIÐ Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði. BE TR IS TO FA N

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.