Morgunblaðið - 19.02.2015, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 19.02.2015, Qupperneq 56
56 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Gallar á núverandi kerfi í fiskveiðum eru of mikil samþjöppun veiðiheimilda sem leið- ir af sér leiguliðakerfi, útgerðir með miklar aflaheimildir leigja kvóta til kvótalítilla báta og skipa fyrir of- fjár. Samþjöppunin hefur einnig skaðað minni sjávarþorp sem hafa misst lífsviðurværi sitt. Í lögum um veiðar í fiskveiði- landhelgi Íslands nr. 79 frá 1997 með síðari breytingum segir: „1. gr. Tilgangur laga þessara er að stuðla að viðgangi og hagkvæmri nýtingu nytjastofna innan íslenskr- ar fiskveiðilandhelgi og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í land- inu“ og í lögum um stjórn fiskveiða nr. 38 1990 með síðari breytingum segir: „1. gr. Nytjastofnar á Íslands- miðum eru sameign íslensku þjóð- arinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eign- arrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheim- ildum.“ Í umræðunni um kvótakerfið er oft blandað saman fiskveiðistjórn- uninni og markaðskerfinu með afla- heimildir. Þessi tvö atriði eru alls óskyld: a) Annars vegar er ráðgjöf um heildarveiði og útfærsla á stjórnun til að ná því markmiði skv. lögum nr. 79/1997. b) Hins vegar eru lög nr. 38/1990 sem segja til um skiptingu veiði- heimilda á skip. Upphaflega voru heimildir til að færa aflaheimildir milli skipa og útgerða á jöfnum verðmætum til að skapa hagræð- ingu innan greinarinnar. Þessi heimild er orðin frjálst framsal milli útgerða sem leitt hefur af sér mikla tilfærslu og verðbólu á aflaheim- ildum með dyggri að- stoð bankanna. Sala aflaheimilda og samþjöppun kvótans Árið 1991 voru 1.093 aðilar með kvóta í þorski en árið 2010 voru þeir komnir niður í um 156 í aflamarks- kerfinu og 166 í króka- kerfinu. 1) 2) Kvótaárið 2009/2010 var úthlutað aflaheim- ildum til 321 útgerðar, þar af fengu 18 kvótahæstu útgerðirnar 72,2 % af heildinni. Samkvæmt lögunum gætu átta aðilar (hámark 12%) ráðið yfir öllum veiðiheimildum við Ísland Taflan „Skip með og án kvóta" hér til hliðar sýnir fjölda aðila með og án kvóta við lok hvers fisk- veiðiárs á árunum 2003-2009 og margir þeirra með litlar heimildir. Á árunum 2000-2008 hækkaði verð varanlegs kvóta 500% eins og sést glöggt á línuritinu „Þróun verðs aflaheimilda". Um 100.000 þ.i.g. tonn varanlegra heimilda voru seld á þessu tímabili, eða um þriðjungur aflaheimilda í botnfiski. Margir aðilar í útgerð hafa horfið úr greininni og selt til annarra út- gerða. Það má sjá í efnahagsreikn- ingum greinarinnar þar sem kaup á aflaheimildum eru færð sem „óefn- islegar eignir“ og námu um 95 millj- örðum í árslok 2007 eins og sýnt er á myndinni „Vöxtur óefnislegra eigna einstakra atvinnugreina". Kvótaleiga Af framansögðu má ætla að næg hagræðing hafi átt sér stað í kerfinu og því minni þörf á flutningi kvóta innan árs milli óskyldra aðila en svo virðist þó ekki vera. Margir hand- hafar kvótans njóta því ekki aðeins arðsins af veiðum sínum, heldur hagnast þær á leigu kvóta til kvóta- minni útgerða og eflaust má rekja hvatann til lágrar (50%) veiðiskyldu í kerfinu. Undanfarinn áratug hafa um tug- þúsundir tonna af botnfiski verið fluttar árlega á milli óskyldra aðila í kerfinu. Þessi kvótaleiga hefur skapað leiguliða í útgerð sem leitt hefur m.a. af sér að sjómenn á kvótalitlum bátum og skipum eru á mun lakari kjörum en aðrir sjó- menn vegna þátttöku í kvótaleigu þó reynt hafi verið að koma í veg fyrir það. Taflan „Millifærslur á þorski og ýsu í afla- og krókamarki 2007- 2013" sýnir magn og verðmæti á þorski og ýsu sem flutt var ár hvert milli óskyldra aðila á sex ára tíma- bili Verðmætin námu á bilinu 8-10 milljörðum kr. árlega. Réttur til sjósóknar Í umræðunni er sjaldnar rætt um það að skapa trausta atvinnu og byggð eins og skýrt er tekið fram í lögunum. Í mörgum smærri sjáv- arþorpum víða um land hafa afla- heimildir horfið og eftir standa verðlitlar fasteignir og horfin atvinnutækfæri íbúa sem engan þátt áttu í að aflaheimildir voru seldar burt. Alþingi hefur al- gjörlega litið fram hjá þeim rétti sem íbúar þessara staða hafa til lífs- viðurværis með sjósókn. Þessi sjáv- arþorp byggðust upp á sjáv- arnytjum af grunnslóð og voru undirstaðan að aukinni velmegun þjóðarinnar á tuttugustu öld. Allar aðgerðir stjórnvalda til að skapa trausta atvinnu og byggð í smærri sjávarbyggðum samkvæmt 1. gr. laganna hafa verið í skötulíki, í byggðakvóta og sérstækum að- gerðum. Þau eiga rétt til veiða fyrir minni báta sem ekki verður frá þeim tekinn svo að eðlileg nýliðun geti átt sér stað fyrir þann lífsmáta sem þessi sjávarþorp standa fyrir. Núna við endurskoðun laga um stjórn fiskveiða þarf Alþingi að sníða þessa galla af kerfinu og líta sérstaklega til tveggja þátta: 1. Að sjávarbyggðir hafi til staðar varanlegan lágmarksrétt til sjó- sóknar. 2. Að skoða sérstaklega markaðs- kerfi aflaheimilda og hvernig eðlileg nýliðun getur orðið í greininni án þess að handhafar veiðiheimilda skapi einskonar léns/leiguliða- fyrirkomulag í útgerð til framtíðar, sem getur ekki verið tilgangur lög- gjafans. Heimildir: 1) Skilvirkni markaða fyrir aflaheimildir – Hagfræðistofnun hhi.hi.is/sites/hhi.hi.is/ files/C…/C10_04.pdf 2) Heimild: Gögn Fiskistofu Gallar kvótakerfisins – opið bréf til alþingismanna Eftir Sigurbjörn Svavarsson » Árin 2000-2008 hækkaði verð var- anlegs kvóta 500%. Um 100.000 þ.i.g. tonn varanlegra heimilda voru seld á þessu tíma- bili - þriðjungur afla- heimilda. Sigurbjörn Svavarsson Höfundur er fv. útgerðarstjóri Granda hf. og fv. form. Útvegsmanna- félags Reykjavíkur. Án kvóta 133 114 105 92 89 72 104 Án kvóta 142 160 183 220 247 176 213 Handhafar 481 430 401 346 301 264 212 Handhafar 450 434 422 595 504 422 356 2002-2003 2003-2004 2004-2005 2005-2006 2006-2007 2007-2008 2008-2009 Aflamarkskerfi Krókabátar Skip með og án kvóta Fasteignir Hlutabréf Aflahlutdeild Meðalgengi 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 900 800 700 600 500 400 300 200 100 0 Vi si ta la ,j an úa r1 99 7= 10 0 Þróun verðs aflaheimilda Vöxtur óefnislegra eigna einstakra atvinnugreina 2003 2004 2005 2006 2007 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 Eignarhaldsfélög Fasteignafélög Fjármálafyrirtæki Sjávarútvegur TryggingafélögSmásala Heimild: Ríkisskattstjóri Árið 2008 er undanskilið þar sem skil á rekstrarframtölum til Ríkisskattstjóra á þeim tíma sem rannsóknin fór fram voru mjög lítil. Kvótaár jan-ág. ‘07 2007-2008 2008-2009 2009-2010 2010-2011 2011-2012 2012-2013 Tonn 55.025 73.692 58.552 38.526 29.755 33.457 30.952 Verð/kg. 116 129 127 228 264 290 235 Verðmæti 6.020.522 9.497.244 7.425.090 8.792.248 7.842.929 9.719.011 7.272.764 Tonn 13.343 15.419 10.203 8.239 7.683 6.671 7.183 Verðmæti 1.565.570 2.121.964 1.682.800 1.928.801 2.081.809 1.918.559 1.416.972 Krókaflamarkskerfi Þorskur og ýsa Tonn 38.682 58.273 48.349 30.287 22.072 26.786 23.769 Verðmæti 4.454.952 7.375.280 5.742.290 6.863.447 5.761.120 7.800.452 5.855.792 Aflamarkskerfi Þorskur og ýsa Alls Þorskur og ýsa *Fiskistofa Millifærslur á þorski og ýsu í afla- og krókamarki 2007-2013* Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. KOMNIR AFTUR! Laugavegi 29 - sími 552 4320 www.brynja.is - brynja@brynja.is Lykilverslun við Laugaveg síðan 1919 Áratuga þekking og reynsla VERÐ 4.765 kr 9.295 kr. 995 kr. 11.110 kr. 9.850 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.