Morgunblaðið - 19.02.2015, Page 67

Morgunblaðið - 19.02.2015, Page 67
Tugir þúsunda landsmanna hafa nú þegar virkjað rafrænu skilríkin sín - bæði til þæginda og öryggis. Ef fram heldur sem horfir er líklegt að Íslendingar taki forystu á heimsvísu í þessum efnum á árinu og auki þannig til muna allt öryggi í aðgengi persónuupplýsinga, spari umhverfinu sporin með margvíslegum hætti og síðast en ekki síst sjálfum sér bæði tíma og fyrirhöfn. Þú sækir um rafræn skilríki á netinu (t.d. www.skilriki.is) eða með heimsókn í viðskiptabankann þinn eða símfyrirtæki. Um eitt hundrað skráningarstöðvar, einkum í bönkum og sparisjóðum víðs vegar um landið, virkja síðan skilríkin þegar þú hefur fengið þau í hendur. Ferlið er einfalt - og nú er góður tími til að afgreiða málið. Nánari upplýsingar fást á www.skilriki.is og einnig m.a. á vefsíðum banka og símfyrirtækja og vefjum ýmissa opinberra aðila sem opna upplýsingasvæði sín fyrir handhafa rafrænna skilríkja. Þetta ert þú - enginn annar!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.