Morgunblaðið - 19.02.2015, Side 69

Morgunblaðið - 19.02.2015, Side 69
hótelið allt á leigu og er þá skipulögð klæðskerasniðin dagskrá þar sem fara saman vinna og afþreying. Er al- gengt að makar komi á staðinn þegar líður á daginn og láti dekra við sig í heilsulind hótelsins á meðan vinnu- dagskránni lýkur. Hópurinn kemur svo saman yfir kvöldverði sem meist- arakokkar hafa galdrað fram, áður en lokahnúturinn er hnýttur á daginn í notalegri náttúrulauginni. „Metnaðarfullt fagfólk mannar all- ar stöður og er hátt hlutfall starfs- manna á hvern gest. Í eldhúsinu höf- um við farið alla leið með matreiðslumenn sem eru í hópi þeirra allra fremstu á landinu. Verð- ur að nefna Sigurð Laufdal sem keppti í Bocuse D’Or, hefur verið val- in matreiðslumaður ársins og sigraði á Food & Fun-hátíðinni í Finnlandi. Hinn yfirmatreiðslumaðurinn okkar er Hrafnkell Sigurðsson sem var einn af máttarstólpum íslenska kokkalandsliðsins sem hélt til Lúx- emborgar á dögunum og gerði frá- bæra hluti. Matseldin á ION gerir norrænu hefðinni góð skil. „En leiðarstef í eld- húsinu er að taka náttúruna fyrir ut- an inn í húsið og gjarnan notað ferskt gæðahráefni úr næsta nágrenni hót- elsins. Matseðillinn er árstíðabund- inn og býður upp á það ferskasta hverju sinni þar sem hráefnið er unn- ið frá grunni.“ Næði Fjarri skarkala borg- arinnar gefst ráðrúm til að hugsa, tala og treysta böndin. 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Margir stjórnendur hafa uppgötvað að starfsmenn koma meiru í verk á vinnufundum sem haldnir eru hæfilega langt í burtu. Ef fundað er í bænum vill ýmislegt trufla, og auðvelt fyrir gesti að skjótast frá til að sinna hinu og þessu. Með því að halda af stað út á land tekst að skera á tengslin við daglegt amstur og tryggja að allir einbeita sér ótruflað að efni fundarins. Davíð segir ION hótel fullkominn stað fyrir teymi lykilstarfsmanna að koma saman. Reynslan síðustu ár hafi sýnt að þar má koma miklu í verk og takast á við mjög krefjandi áskoranir í rekstrinum. Enda komi mörg fyrirtæki og stofnanir aftur og aftur á hótelið. „Hér er mannskapurinn nýttur alveg frá A til Ö og fæst um leið gott hópefli þegar hópurinn er hristur saman yfir ljúffengum kvöldverði eða léttu vínglasi við bakka náttúrulaugarinnar.“ Bendir Davíð líka á að því fylgi ákveðið öryggi að færa fundi á af- vikinn stað. Hér hafa fundargestir algjört næði og frið.“ Koma meiru í verk í næði og friði Einbeiting Ýmsar útfærslur eru í boði fyrir fundi og fyrirlestra. Sími 553 7355 • www.selena.is • Póstsendum • Næg bílastæði • Selena undirfataverslun Ný sending af sundfatnaði Aðhaldsbolirnir komnir aftur! 15% afsláttur 19.-21. feb. Bláu húsin v/Faxafen Nýtt kortatímabi l

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.