Morgunblaðið - 19.02.2015, Side 82

Morgunblaðið - 19.02.2015, Side 82
82 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Elísabet Sverris-dóttir er ráð-gjafi hjá Hag- vangi, og hefur unnið þar síðan hún lauk MSc.-gráðu í mann- auðsstjórnun frá Há- skóla Íslands. Hennar helstu viðfangsefni eru ráðningar en sam- hliða því hefur Elísa- bet veitt ráðgjöf í mannauðsmálum og starfsmannavali. Í því felst m.a. að hanna starfslýsingar, sjá um fyrirlögn og túlkun prófa og annast út- tektir og greiningar á stjórnskipulagi fyrir- tækja. Einnig hefur Elísabet sérhæft sig í starfslokaráðgjöf sem er einn hluti ráðgjaf- arþjónustu fyrirtækisins gagnvart einstaklingum sem missa vinnu sína. ,,Því miður er enn verið að segja upp fólki hér og þar. Við finn- um þó að atvinnumarkaðurinn er að styrkjast og er talsvert líflegri en verið hefur um langt skeið. Við erum því líka að upplifa mikla já- kvæðni og eftirvæntingu um betri tíma fram undan.“ En hver eru áhugamálin? Fjölskyldan er númer eitt, tvö og þrjú og svo reynum við að ferðast eins og við getum. Núna er ég í námi í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík sem styrkir mig í því að leiða flóknari ráðningarferli sem og önnur stefnumótandi verkefni. Því gefst lítill tími fyrir annað en fjölskylduna en ég klára í vor svo þetta fer að verða rólegra. Við fórum síðast út til Flórída, hlóðum batteríin og söfnuðum smá D-vítamínforða. Það var gott frí, við höf- um verið áður erlendis um jól og það er yndislegt inn á milli.“ Sambýlismaður Elísabetar er Guðmundur Hjalti Sveinsson, við- skiptastjóri á fyrirtækjasviði hjá Verði tryggingum hf., og dóttir þeirra er Ísold María 5 ára, nemandi í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ. En hvað á að gera í tilefni dagsins? „Ég ætla bara að njóta dagsins í faðmi fjölskyldunnar. Dóttir mín er búin að segja mér að hún ætli að teikna mynd handa mér og semja sögu fyrir mig og er nokkuð hægt að biðja um betri gjöf?“ Elísabet Sverrisdóttir er fertug í dag Ráðgjafi Elísabet vinnur hjá Hagvangi. Safnaði D-vítamín- forða yfir jólin Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Gullbrúðkaup eiga í dag Hulda Schev- ing Kristinsdóttir og Snæbjörn Krist- jánsson. Þau verða að heiman í dag. Árnað heilla 50 ár V albjörn fæddist í Reykjavík 19.2. 1965 en ólst upp í Kópavogi og hefur átt þar heima alla tíð, við Nýbýlaveg, Hjallabrekku, Lyngbrekku, Engi- hjalla, Blikahjalla, Álfhólsveg og loks í Frostaþingi. Hann er hæst- ánægður með sitt sveitarfélag og segir einfaldlega: „Það er gott að búa í Kópavogi.“ Þar með er þó ekki sagt að hann hafi aldrei farið út fyrir bæjar- mörkin: „Þegar ég var strákur var ég eina viku í sveit í Teigagerði í Reynissveit. En það var stutt gam- an því mér var bara ekkert skemmt. Ég hringdi því í pabba og mömmu og bað þau að koma og sækja mig sem og þau gerðu. Þarna var auðvitað ekki við neinn að sak- ast nema mig sjálfan. Einhverrra hluta vegna skynjaði ég bara ekki þessa margrómuðu sveitasælu sem mín kynslóð gerir svo mikið úr þeg- ar hún vex úr grasi og lítur um öxl. Ári síðar kom pabbi mér á sjóinn á fraktskip hjá Sambandinu og ég fann strax að sjávarseltan og sjó- mennskan átti miklu betur við mig en sveitasælan. Þess vegna er ég til sjós nú í dag og reyndar hjá sama fyrirtækinu og þegar ég var Valbjörn J. Höskuldsson, yfirvélstjóri á Arnarfelli – 50 ára Smiðir að störfum Valbjörn og sonur hans, Höskuldur Hrafn, smíða sumarhús fyrir ömmu Siggu austur í Grímsnesi. Tók sjómennskuna fram yfir sveitasæluna Kaffihúsarómantík Hjónin Valbjörn og Kristín slaka á og njóta lífsins í Prag. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.