Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Qupperneq 19
Eins og í grófri
glæpamynd
Fréttir 19Helgarblað 9.–11. mars 2012
Djúpnærandi Silki-
andlitsolía serum
með blágresi og
rauðsmára ásamt vítamín-
ríkum apríkósu- og argan-
olíum, sem þekktar eru
fyrir nærandi og yngjandi
áhrif á húðina.
Til hamingju,
Vigdís!
Vigdís Grímsdóttir hlaut
Menningarverðlaun DV
fyrir bók sína TRÚIR ÞÚ Á TÖFRA?
Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn
„Þetta er sannkallað
meistaraverk.“
Steingrímur Sævarr Ólafsson / pressan.is
„Þetta er afskaplega
fallega skrifuð bók.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan
www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu
O
fbeldi í undirheimum
Reykjavík verður sífellt gróf-
ara. Þetta merkja bæði lög-
reglumenn og menn sem
tengjast þeim ljóta heimi.
Ögmundur Jónasson innanríkisráð-
herra segir í samtali við DV að margt
af því sem sé að gerast í íslensku sam-
félagi síðustu misserin sé eins og úr
grófri glæpamynd. Þar er hann ekki
bara að tala um ofbeldisverk. Vís-
bendingar séu uppi um svo umfangs-
mikil efnahagsbrot og svindl að það
nái heimssögulegum hæðum, með
tilheyrandi afleiðingum fyrir samfé-
lagið. Afrakstur þeirrar vinnu, sem
hófst skömmu eftir hrun með Evu
Joly í fararbroddi, muni innan tíðar
skila sér. Vonandi með breyttu skipu-
lagi og bættu siðferði.
Fjarri því að vera hetjur
Ögmundur segir ekki síður alvarlegt
að hér skuli vera að festa sig í sessi
hópar sem sumir hverjir eigi sér fjöl-
þjóðlegar rætur og tengsl inn í ljóta og
myrka heima. Hann gagnrýnir fjöl-
miðla. Nokkur brögð hafi verið að því
að einstaklingar sem höfðu gerst sek-
ir um hrottafengnar meiðingar á öðru
fólki væru hafnir til skýjanna í sér-
stökum viðhafnarviðtölum. Maður
sem neytir aflsmunar einn eða í hópi
með öðrum til að meiða aðra mann-
eskju er eins fjarri því að vera hetja
og hugsast getur,“ segir Ögmundur
og leggur á það áherslu. „Hann get-
ur hins vegar átt bágt sjálfur og verið
kominn þangað sem hann er kominn
vegna erfiðs lífs. Það er því verkefni út
af fyrir sig að hjálpa ungum drengj-
um sem í vanmætti sínum leita inn í
raðir glæpahópa fyrir ímyndað skjól
og stuðning. Þeir vakna upp við þann
vonda draum að þeirra bíður ekkert
annað en andlegt þrælahald.“
Vernda þarf vitnin
Hann segir að sumir glæpahópar
gefi af sér þá mynd að meðlimirn-
ir séu kraftmiklir og frjálsir karlar. Ef
betur sé að gáð séu þeir hins vegar
meira eða minna handbendi ann-
arra. Þeir hlýði skipunum að ofan og
vinni mannskemmandi verk gagn-
vart sjálfum sér og öðrum. „Í öllum
mönnum eru til góðir og mannlegir
þræðir og verkefni samfélagsins er að
virkja hvern og einn til góðra verka,
en þá þurfa líka allir að vita að skipu-
lögð glæpastarfsemi er ekki vett-
vangurinn til að finna hið góða hvort
sem er í sjálfum sér eða öðrum.“
Ögmundur segir það ekki mega
gerast að fólk treysti sér ekki til að
mæta fyrir rétt vegna hótana. Þess
séu því miður dæmi á Íslandi. Veita
þurfi vitnum þá vernd sem þau
þurfi. Slíkt sé hann að skoða í ráðu-
neyti sínu en hann hafi vegna þess
veruleika sem við blasi beitt sér fyr-
ir auknu fjármagni til lögreglurann-
sókna á starfsemi þessara hópa.
Hann segist fagna því að þingið sé
að undirbúa tillögu um að framhald
verði á því starfi, með tilheyrandi
fjárveitingum.
Burt með glæpi og fordóma
Ögmundur vill vara fólk við að setja
samasemmerki á milli mótorhjóla
og glæpamanna, jafnvel þó sumir
glæpahópar hafi gert mótorhjólið að
kennitákni sínu. Það megi ekki ger-
ast. „Ég hef heyrt á mörgum félögum
í íslenskum mótorhjólaklúbbum að
á þessu örli. Áhugafólk um mótor-
hjól er ekki líklegra til að vera glæpa-
menn en félagar í Rótarý, Kiwan-
is, Oddfellow, Hestamannafélaginu
Fáki eða KR. Þarna eiga alhæfingarn-
ar ekki við. Burt með glæpina en líka
fordómana.“
Ofbeldi tengt glæpahópum
Sakborningar
Ríkharð Júlíus og Davíð Freyr í
Héraðsdómi Reykjavíkur
n Black Pistons-málið.
Ríkharð Júlíus Ríkharðsson, foringi
Black Pistons, var dæmdur í þriggja og
hálfs árs fangelsi fyrir frelsissviptingu,
sérstaklega hættulega líkamsárás
og fíkniefnalagabrot fyrir skemmstu.
Annar meðlimur samtakanna, Davíð
Freyr Rúnarsson, hlaut þriggja ára dóm
fyrir sömu brot. Fórnarlambið í málinu
var ungur maður sem sagðist fyrir dómi
óttast um öryggi sitt. Ljóst er að reynt
hafði verið að hafa upp á fórnarlambinu
sem býr í foreldrahúsum í þeim tilgangi
að ógna því og foreldrum þess og hafa
þannig áhrif á vitnisburð þeirra.
Forsetinn
Einar „Boom“ Marteinsson, forseti
Hells Angels, hefur alltaf þrætt fyrir
að samtökin tengist glæpastarfsemi.
n Hrottaleg líkamsárás í Hafnarfirði.
Ráðist var á konu með hrottalegum hætti
á heimili hennar í Hafnarfirði þann 22.
desember síðastliðinn. Fjórir einstaklingar
sem allir tengjast Hells Angels sitja í
gæsluvarðhaldi vegna málsins, þar á
meðal Einar „Boom“ Marteinsson, forseti
Hells Angels á Íslandi. Einar er talinn hafa
skipulagt árásina á konuna, en hann á að
hafa talið hana hafa hótað sér og öðrum
meðlimum samtakanna. Samkvæmt
gæsluvarðhaldsúrskurði á að hafa verið
gefið út „veiðileyfi“ á konuna með SMS-
skilaboðum til nokkurra einstaklinga.
Konan nýtur nú verndar lögreglunnar þar
sem óttast er um öryggi hennar.
Skotárásarmálið
Aðalvitnið í skotárásarmálinu
bar við minnisleysi og gat því ekki
svarað spurningum varðandi aðal-
meðferð málsins fyrr í vikunni.
n Þrír menn eru ákærðir fyrir tilraun
til manndráps eftir að hafa í tvígang
skotið með afsagaðri haglabyssu að bíl
í Bryggjuhverfi. Tveir þeirra eru meðlimir
í vélhjólagenginu Outlaws, sem lögregla
skilgreinir sem skipulögð glæpasamtök.
Skotárásin átti sér stað í nóvember og
tengdist fíkniefnaskuld. Við aðalmeðferð
málsins sagðist annar þeirra sem varð
fyrir skotárásinni ekkert muna frá árás-
inni og vildi ekkert segja til um hvernig
hann þekkti eða tengdist sakborningum.
Hann sagðist heldur ekki muna eftir að
hafa lagt fram bótakröfu, en staðfesti að
hann vildi draga hana til baka.
n Ögmundur Jónasson berst gegn uppgangi glæpahópa
„Maður sem neyt-
ir aflsmunar einn
eða í hópi með öðrum til
að meiða aðra manneskju
er eins fjarri því að vera
hetja og hugsast getur.
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Berst gegn
glæpahópum
Ögmundur
vinnur að því að
tryggja auknar
fjárheimildir til
lögreglunnar.