Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Side 23
Fréttir 23Helgarblað 9.–11. mars 2012 ist hafa séð þær nokkrum sinnum hér. Þær vilja ekkert tala, kunna ekki mikla ensku og það er eins og þær skammist sín örlítið fyrir að vera hér, allavega horfa þær niður og láta lítið fyrir sér fara meðan Bergsveinn seg- ir frá reynslu sinni af Kaffistofunni. Hann hefur vanið komur sínar á Kaffistofuna síðan hann missti vinn- una fyrir um það bil ári. „Ég bý hérna í Norðurmýrinni þannig að það er stutt að fara, síðan á ég ekkert of mik- ið af peningum þannig að þetta fer ágætlega saman. Ég kem reyndar oft- ar í kaffi en mat. Ég ætlaði bara að fá mér kaffi í dag en þegar ég heyrði að það væri lambahryggur þá ákvað ég að fá mér.“ Hann segir erfitt að svara því hvort hann komi hingað vegna þess að hann hafi ekki efni á mat. „Þetta er mjög erfið spurning. Ég kaupi mér geisladiska og eyði í alls kyns vitleysu og hef ekki efni á því en þá er ekkert eftir fyrir mat. Þann- ig að svarið er bæði já og nei,“ segir Bergsveinn. Hann er að borga nið- ur yfirdráttarskuld og segir lítið vera eftir þegar hann hefur borgað leigu og aðra reikninga. „Ég hugsa að ég verði að koma hingað, ég hugsa að ég gæti ekki sleppt því. Ég er nú reyndar sveitamaður sem hef- ur villst af leið og hef ekki lent í þessu áður,“ segir Bergsveinn og upplýs- ir að hann hafi farið í meðferð í júní í fyrra og hafi verið edrú síðan þá. „Ég hef aldrei skammast mín fyrir að koma hingað. Ég á frændur sem finnst skammarlegt að koma hingað en mér finnst það ekki.“ Hundurinn tekinn Næst kallar í okkur maður milli þrí- tugs og fertugs og spyr hvort við vilj- um ekki smella af honum mynd. Hann heitir Einar Marteinn og seg- ist koma hér daglega: „Matur er orð- inn svo dýr,“ segir hann. Leikar eru að æsast og æ fleiri vilja segja blaða- manni sögu sína. Þær eru margar og misjafnar en flestir eru hér því ein- hverra hluta vegna hafa þeir ekki efni á mat. Át frekar úr ruslatunnunum Ása Óskarsdóttir er stödd á Kaffistof- unni og situr við borð með kærasta sínum og bróður. Kærastann segir hún vera of stoltan til að borða hér en hann fái sér kaffi meðan hún fær sér að borða. Hún hefur komið á Kaffi- stofuna í um áratug. Ása er öryrki og segist hafa lágar bætur. „Þetta byrj- aði þannig að ég fór til Félagsþjón- ustunnar og bað um fimm þúsund króna lán fyrir mat. Þá var mér sagt að hunskast í Samhjálp og éta þar eins og hann orðaði það. Ég sagðist frekar myndu éta úr ruslatunnun- um og gerði það,“ segir Ása sem við- urkennir að hún hafi verið of stolt til þiggja aðstoð. „Ég fann epli og inn- pakkað brauð og annað nytsamlegt í ruslatunnunum. Ég lifði svo á núðlu- súpum endalaust, alla daga.“ Í dag segist hún ekki skammast sín fyrir að koma hingað. „Fyrst skammaðist ég mín en er stolt af því núna. Hér fæ ég mat og þetta hefur haldið í mér lífi, maður lifir ekki á þessu einhæfa fæði sem ég lifði á áður.“ Fékk afgang í poka Fólkið er smám saman að tínast út úr salnum og við færum okkur inn í eld- hús. Þar er byrjað að ganga frá eftir matinn, nokkrir mannanna fara að gera hreint í salnum. Ungur maður, á að giska rúmlega tvítugur, kemur með poka og spyr hvort hann megi taka með sér afgang. Hann talar ekki íslensku en nær að gera sig skiljan- legan með blöndu af íslensku og ensku. Ragna segir það vera sjálfsagt og lætur hann hafa nokkra kjúklinga- bita sem hún átti aukalega. „Við leyf- um fólki að taka með ef við eigum eitthvað auka. Eins erum við stund- um með útrunninn mat frammi sem fólki er velkomið að taka með sér,“ segir hún. Maðurinn vandræðast með að setja sósu í pokann en Ragna leysir það og setur sósuna í box. Hann er afar þakklátur og fer út með bros á vör. Ragna segir matinn hafa gengið vel í dag og það hafi verið fjölmennt. „Það voru 96 sem skrifuðu sig en það eru aldrei allir sem skrifa sig,“ segir hún um leið og hún er búin að telja nöfn í bók sem er við eldhúsið og fólk skrifar nöfn sín í. „Það eru oft nær 150 ef þú telur hausana,“ skýtur Sig- fús inn í. Bannað að vera með vín inni Í eldhúsinu gefur sig á tal við blaða- mann ungur maður. Hann er sjálf- boðaliði hér og hefur verið það í tvær vikur. „Mér var bjargað af götunni. Það gefur mér ofsalega mikið að vera hér.“ Hann á að baki margar með- ferðir og hefur lengir verið í fíkniefn- um. Nú hefur hann ákveðið að snúa lífi sínu við og segir sjálfboðaliða- starfið í Samhjálp hjálpa sér mikið í því. „Hér geri ég bara það sem mér er sagt og reyni að láta gott af mér leiða. Ég veit hvernig ég vil ekki enda og ætla að gera allt til þess að svo verði ekki.“ Hann segist vera kominn með nóg af lífinu á götunni þar sem hann var í afbrotum og mikilli óreglu. Hann vill öðlast nýtt líf og ætlar að gera sitt besta til að það gangi. Hann á ekki sterkt bakland hjá fjölskyldu sinni en hefur fengið stuðning hjá Samhjálp. „Ég bara gafst upp á hinu lífinu, fékk bara nóg,“ segir hann og heldur svo áfram að ganga frá. Segja ekki nei við fólk undir áhrifum Það styttist í lokun þegar par á fer- tugsaldri kemur inn. „Erum við of sein?“ spyr konan og virkar eins og hún sé undir áhrifum einhverra vímuefna. „Nei, nei. Þetta sleppur,“ segir Ragna og gefur henni á disk. Maðurinn fær sér kaffi. Aðspurð seg- ir Ragna að fólk komi hérna í alls konar ástandi en yfirleitt sé enginn ami af fólki. „Það er bannað að vera með vín hérna inni eða á lóðinni. En við getum ekki sagt nei við fólk sem er undir áhrifum. Það eru svo marg- ir sem koma hingað undir áhrifum.“ Hún segir það þó afar sjaldgæft að fólk sé með uppsteyt. „Það kemur fyrir en ekki oft,“ segir Ragna. „Það hefur gerst einu sinni eða tvisvar síð- an ég kom hingað. Það gerist eigin- lega aldrei,“ segir Sigfús. Stólar eru komnir upp á flest borð og byrjað er að skúra. Dagurinn í Samhjálp er senn á enda. n Fólkið sem á ekki fyrir mat „Fyrst skammaðist ég mín en er stolt af því núna. Hér fæ ég mat og þetta hefur hald- ið í mér lífi. Lambahryggur Réttur dagsins fram- reiddur, lambahryggur með brúnni sósu og kartöflum. myndir eyþór ÁrnaSon allir að borða Fólk tók hraustlega til matar síns. matartími Um þrjú myndaðist löng röð. ráðskonan Ragna skammtar á diskana. Skammaðist sín Ása borðaði fyrst frekar upp úr ruslinu en að koma í Samhjálp. Hún skammast sín ekki lengur og er í dag stolt af því að koma hingað. Í enda dags Komið er að enda dags í Samhjálp. Ungi maðurinn sem snýr baki í myndavélina fékk mat með sér heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.