Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Qupperneq 24
Íhuga að flytja alla íbúa burt 24 Erlent 9.–11. mars 2012 Helgarblað Lýtaaðgerð veldur usla Íhaldssamur egypskur þingmaður, Anwar al-Balkimy, hefur sagt af sér embætti vegna lýtaaðgerðar sem hann gekkst undir fyrir skemmstu. Al-Balkimy sagðist hafa orðið fyrir líkamsárás þegar hann sást með þykkar umbúðir á nefi fyrir skemmstu. Síðar var því ljóstrað upp að al-Balkimy hefði nýlega gengist undir lýtaaðgerð á nefinu. Þingmaðurinn var meðlimur Al-Nour-flokksins sem meðal annars hefur barist fyrir því að lýtaaðgerðir í fegrunarskyni verði gerðar ólöglegar. Flokkurinn þykir býsna róttækur og hefur hann meðal annars fordæmt tónlist og aðra afþreyingu. Þingmaðurinn fór í aðgerðina þann 28. febrúar síðastliðinn. Hann sagði að hann hefði orðið fyrir barðinu á ræn- ingjum sem reyndu að stela bif- reið hans þegar hann var á rúnt- inum í úthverfi Kaíró, höfuðborg Egyptalands. Síðar kom í ljós að þingmaðurinn hafði logið og gæti átt yfir höfði sér fangelsisrefsingu vegna málsins. Bann sett á snjókastara Dómstóll í Sussex á Englandi hefur kveðið upp ansi óvenjulegan úr- skurð í máli sautján ára drengs. Drengurinn, Kean Lamb, hafði gert íbúum Copthorne, þorps í Vestur- Sussex, lífið leitt með sífelldum snjóboltaköstum. Kastaði hann í gangandi vegfarendur, glugga húsa og í bifreiðar. Dómurinn gerði væntanlega það besta í stöðunni og bannaði drengnum að kasta snjóboltum næstu tvö árin. Bannið nær ekki einungis yfir snjóbolta því Lamb má ekki kasta neinu frá sér og ekki hvetja aðra til þess. Leita að týndum leyniþjónstumanni Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur biðlað til almennings vegna leyniþjónustmanns sem hvarf í Íran fyrir fimm árum. Maðurinn, sem heitir Robert A. Levinson og er 63 ára, hvarf á eyjunni Kish í Persaflóa árið 2007. Hann var þar til að rannsaka smygl á síga- rettum. FBI hefur boðið hverjum þeim sem hefur upplýsingar um hvar Levinson er niðurkominn eina milljón dala, eða 126 millj- ónir króna. Síðast spurðist til Levinsons í desember þegar myndband af honum var gert opinbert. Þar lýsti Levinson því að honum hefði verið haldið föngnum í nokkur ár. Hann væri við ágæta heilsu en biðlaði til yfirvalda að koma sér til hjálpar. Talið er að Levinson sé í haldi í Pakistan eða Afganistan. S aksóknaraembættið í Pól- landi hefur kært þrjú fyrir- tæki í landinu fyrir að nota iðnaðarsalt við matvæla- framleiðslu. Málið minnir um margt á iðnaðarsaltsmálið sem kom upp á Íslandi í ársbyrjun en Öl- gerðin Egill Skallagrímsson hafði selt iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu hér á landi í um þrettán ár. Pólverjar virðast líta málið alvar- legri augum en Íslendingar og hef- ur pólska matvælaeftirlitið tilkynnt málið í hraðviðvörunarkerfi Evrópu- sambandsins fyrir matvæli og fóður (e. Rapid Alert System for Food and Feed). Um er að ræða viðvörunar- kerfi þar sem tilkynningar eru send- ar á milli aðildarríkja Evrópusam- bandsins. Frá þessu var greint á vef EurActiv í vikunni. Samkvæmt frétt vefjarins voru tekin 555 sýni úr matvælum, þar á meðal brauði og öðrum bökunar- vörum. Engin hættuleg innihalds- efni hafa enn sem komið er fundist en ekki er útilokað að fleiri fyrirtæki en þau þrjú sem þegar hafa verið kærð hafi notað iðnaðarsalt til mat- vælaframleiðslu. Málið hefur verið til rannsóknar undanfarnar vikur í pólsku borginni Poznan. „Þessi fyrirtæki hafa ekki gengist við ábyrgð og segja að prófanir hafi verið framkvæmdar sem sýndu að saltið væri nothæft til manneldis,“ segir talsmaður pólska matvælaeft- irlitsins. Talið er að allt að 40 pólsk fyrirtæki hafi notað iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu en nöfn þeirra fyrirtækja sem enn eru til rannsókn- ar hafa ekki verið gefin upp. Um 90 íslensk fyrir- tæki keyptu iðnaðarsalt af Ölgerð- inni á tíma- bilinu frá 11. nóvem- ber 2011 til 5. janúar 2012. Þegar hefur komið fram að mörg fyrirtækjanna notuðu salt- ið í matvæli á meðan nokkur notuðu saltið sem hálkueyði. n Saksóknarar í Póllandi grípa til aðgerða vegna fyrirtækja sem notuðu iðnaðarsalt Aðgerðir vegna iðnaðarsalts Iðnaðarsalt Þrjú pólsk fyrirtæki hafa verið kærð fyrir að nota iðnaðarsalt. Fleiri fyrirtæki eru til rannsóknar. Þ etta er neyðarúrræði. Það er ekkert annað hægt að gera,“ segir Anote Tong, for- seti eyríkisins Kíribatí í Suð- ur-Kyrrahafi. Anote Tong tilkynnti í vikunni að hann ætti í við- ræðum við yfirvöld á Fídjieyjum um kaup á rúmlega tvö þúsund hektara landsvæði. Ástæðan er sú að margar þeirra 33 kóraleyja sem mynda Kíri- batí standa mjög lágt og eru nánast við sjávarmál. Hækkandi yfirborð sjávar mun að öllum líkindum hafa þau áhrif að eyríkið fer á kaf í náinni framtíð og þurfa íbúar því að flytjast búferlum. Landsvæðið á Fídjieyjum myndi því standa íbúum Kíribatí til boða. Verkamenn sendir fyrst „Íbúar okkar munu þurfa að flytja þar sem sjórinn er þegar farinn að ganga upp að sumum íbúðarhús- unum,“ segir Tong í samtali við Fiiji One-sjónvarpsstöðina og breska blaðið The Telegraph vitnar til. Íbúar á Kíribatí eru um 113 þúsund talsins en eyjarnar dreifast um 3,5 milljóna ferkílómetra svæði í Kyrrahafi. Flest- ir íbúanna búa á eyjunni Tarawa, þar sem flestar ríkisstofnanir eru til húsa. 40 þúsund manns búa á eyjunni. Tong segir að þó málið sé enn að- eins á frumstigi sé unnið að því að út- færa hugmyndina betur. Hann segir að til að byrja með yrði hópur reyndra verkamanna sendur til Fídjieyja sem myndi hafa góð áhrif á efnahag Fídji- eyja. „Við viljum ekki senda hundr- að þúsund manns á einu bretti sem myndu lifa eins og flóttamenn,“ segir hann og bætir við að þeir fyrstu sem færu þyrftu að hafa eitthvað fram að færa. „Þetta er fólk sem myndi fá ein- hverja stöðu í samfélaginu, fólk sem yrði ekki litið á sem annars flokks borgara,“ segir Tong. Þurfa aðstoð Tong segir að Kíribatí þurfi á aðstoð alþjóðasamfélagsins að halda til að þessi vægast sagt metnaðarfulla hug- mynd gangi upp. „Við þurfum á að- stoð annarra landa að halda. Við – og aðrar þjóðir í svipaðri stöðu – þurfum að treysta á fjárframlög frá alþjóðasamfélaginu,“ segir Tong. Landsvæðið sem yfirvöld á Kiríbatí íhuga að kaupa er á næststærstu eyju Fídjieyja, Vanúa Levú. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Anote Tong varpar fram metnaðar- fullum hugmyndum um framtíð ey- ríkisins. Í fyrra velti hann þeirri hug- mynd upp að byggðir yrðu stórir pallar, eins konar risavaxnir olíubor- pallar, úti á sjó sem íbúar myndu búa á. Nemendur undirbúnir Yfirvöld á Kíribatí virðast vera far- in að undirbúa sig af miklum krafti undir fólksflutninga á næstu árum. Sérstakri áætlun hefur verið hrundið af stað í skólum á Kíribatí sem miðar að því að undirbúa nemendur undir það að vinna og búa í öðrum ríkjum. Þannig stendur ungu fólki á Kíri- batí til boða að stunda nám í South Pacific-háskólanum í borginni Suva á Fídjieyjum. „Undirbúningurinn virðist vera í fullum gangi,“ segir Alumita Duru- lato, sem kennir alþjóðasamskipti í háskólanum. „Þeir eru markvisst að búa nemendur undir það að búa annars staðar en í sínu heimalandi,“ segir Alumita. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is „ Íbúar okkar munu þurfa að flytja þar sem sjórinn er þegar farinn að ganga upp að íbúðarhúsum. n Yfirvöld á Kíribatí vilja kaupa land á Fídjieyjum fyrir þegna sína Paradís Það er óhætt að segja að eyríkið Kíribatí sé sannkölluð paradís. Yfirvöld eru þegar farin að búa sig undir að flytja íbúa burt vegna ágangs sjávar. Forsetinn Anote Tong, forseti Kíribatí, á nú í viðræðum um kaup á stóru landsvæði á Fídjieyjum. Þar gætu íbúar Kíribatí sest að. Sjórinn vinnur á Ef yfirborð sjávar heldur áfram að hækka á næstu árum og áratugum mun eyríkið Kíribatí fara á kaf að mestu leyti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.