Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Side 26
Á
vefsíðu Newsweek, The Daily
Beast, er að finna lista með
nöfnum 150 kvenna sem taka
þátt í ráðstefnunni Women
in the World sem haldin er í
New York-borg á vegum Newsweek
og The Daily Beast.
Um er að ræða konur sem koma
úr nánast hverjum afkima jarðarinn-
ar og úr ólíkum geirum mannlífs og
samfélags.
Eðli málsins samkvæmt ber hátt
konur úr stjórnmálum; forsætisráð-
herra, kanslara eða forseta, og nægir
þar að nefna til þess að gera nýkjör-
inn forsætisráðherra Danmerkur,
Helle Thorning-Schmidt, kanslara
Þýskalands til allmargra ára, Angelu
Merkel, og Ellen Johnson Sirleaf, for-
seta Líberíu og einn þriggja hand-
hafa friðarverðlauna Nóbels í fyrra.
Umræddur listi hefur að geyma
vel þekkt nöfn, minna þekkt nöfn
og nánast óþekkt. Marisela Morales
heitir kona nokkur í Mexíkó. Mar-
isela var skipuð ríkissaksóknari af
forseta landsins, Felipe Calderon,
árið 2011 fyrst kvenna. Fyrir var hún
aðstoðarsaksóknari og þekkt fyr-
ir framgöngu sína í baráttunni gegn
skipulögðum glæpum. Marisela
Morales hefur þurft að greiða hátt
gjald fyrir framgöngu sína; árið 2010
var bróður hennar rænt og hann síð-
an drepinn. Um var að ræða hefnd
glæpasamtaka sem hún hafði sótt
mál gegn. Í fyrra heiðruðu Michelle
Obama, forsetafrú Bandaríkjanna,
og Hillary Clinton, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, Mariselu fyrir ódrep-
andi baráttuanda.
Frægð eða fátækt
Í hópi þeirra 150 kvenna sem heiðra
munu ráðstefnuna með nærveru
sinni er leikkonan Angelina Jolie.
Hvaða álit sem fólk hefur á holdafari
leikkonunnar eða leikhæfileikum
ætti það að geta sammælst um dugn-
að hennar í þágu mannúðar- og góð-
gerðamála.
Árið 2001 var Angelina Jolie út-
nefnd sendiherra umboðsskrifstofu
Sameinuðu þjóðanna í málefnum
flóttamanna (e. Goodwill Ambassa-
dor for the United Nations High
Commissioner for Refugees), og
hefur beitt áhrifum sínum og frægð
í þágu málefna flóttamanna, meðal
annars til að koma upp skólum og
sjúkramiðstöðvum í Kenía, Eþíópíu
og Afganistan.
Óhætt er að segja að afganska
konan Fawzia Koofi hafi ekki átt láni
Angelinu að fagna. Fawzia er eina
stúlkan í sinni fjölskyldu sem fékk
að mennta sig. Hún hefur verið sjö
ár á afganska þinginu og hefur orðið
skotspónn íhaldsafla þar í landi sök-
um óttaleysis síns og framsækinna
sjónarmiða.
Fawzia Koofi stefnir ótrauð á
framboð í forsetakosningum árið
2014 þrátt fyrir að slíkt muni valda
mikilli reiði á meðal talíbana. Svo
lengi sem Fawzia lífsandann dregur
mun hún einskis láta ófreistað til að
„… leiða þjóð sína úr hyldýpi spill-
ingar og fátæktar,“ sagði hún í viðtali
við The Daily Beast.
Litla þúfan
Fyrir einu ári var Camila Vallejo eins
og hver annar námsmaður í Chile-há-
skólanum. En síðan hefur mikið vatn
runnið til sjávar og mörg orð verið töl-
uð og þessi 23 ára kona er eitt þekkt-
asta andlit stjórnmálaafls sem hef-
ur skekið hefur undirstöður sitjandi
forseta landsins, milljónamæringsins
Sebastians Pineira.
Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi
en Camila hefur ekki langt að sækja
baráttuandann því hún er dóttir Rei-
naldos Valleja og Marielu Dowling,
tveggja sögufrægra meðlima chileska
kommúnistaflokksins og aðgerðas-
inna í andspyrnuhreyfingu landsins
í valdatíð einræðisherrans Augustos
Pinochet.
Vatnaskil urðu í lífi írönsku kon-
unnar Tölu Raassi eftir að hún hélt
upp á sextán ára afmæli sitt í Teher-
an, höfuðborg Íran. Í miðjum veislu-
höldum lét lögreglan til skarar skríða
og Tölu og vinum hennar var kastað
í grjótið – sök hennar var að klæð-
ast vestrænum fatnaði, í þessu tilfelli
stuttu pilsi.
Eftir fimm daga á bak við lás og slá
voru hún og vinir hennar húðstrýkt og
sem fyrr segir urðu vatnaskil hjá Tölu.
Að menntaskóla loknum flutti hún
til Washington í Bandaríkjunum þar
sem hún kom á laggirnar tískufyrir-
tæki og hannar nú sína eigin línu. „Í
mínum huga merkir tíska frelsi,“ hefur
The Daily Beast eftir Tölu Raassi.
Dómari og díva
Georgina Theodora Wood var skipuð
æðsti yfirmaður dómsmála í Gana í
júní 2007 og varð ekki einasta fyrsta
konan til að gegna því embætti held-
ur hafði engin kona í sögu landsins
gegnt jafn háu embætti. Georgína
Thedora Wood hefur verið ungum
stúlkum sem hyggja á svipaðan frama
bæði hvatning og fyrirmynd.
Associated Press sagði óperu-
söngkonuna Önnu Netrebko vera
„ríkjandi nýja dívu 21. aldar“ og tíma-
ritið Playboy sagði hana vera „kyn-
þokkafyllstu konu klassískrar tónlist-
ar“. Hvort heldur hrósið hún metur
meira má segja að saga hennar sé í
anda Öskubusku. Fyrstu skrefin inn-
an veggja óperuhúsa tók Anna inni á
salernum þeirra sem hún sá um að
þrífa, en nú hefur hún nánast unnið
með öllum helstu óperum heims og
unnið til fjölda viðurkenninga.
Árið 2002 spreytti Anna sig í fyrsta
skipti á fjölum Metropolitan-óper-
unnar er hún söng hlutverk Natösju
í Stríði og friði Prokofievs.
Samkynhneigðir í Úganda
Kasha Jacqueline Nabagesera ræðst
ekki á garðinn þar sem hann er lægst-
ur í Úganda. Yfirvöld þar í landi hafa
bannað samkynhneigð með lögum og
varðar hún allt að 14 ára fangelsisvist.
Kasha hefur ákveðið að láta sig málið
varða og sökum afskipta hennar á hún
oftar en ekki yfir höfði sér dvöl á bak
við lás og slá. Reyndar gott betur því
nafn hennar var á „lista yfir samkyn-
hneigða“ sem bar yfirskriftina „Hengj-
um þau“.
Einn vinnufélaga hennar, David
Kato, var einnig nefndur til sögunn-
ar á áðurnefndum lista og var myrtur
þremur mánuðum eftir að listinn var
birtur.
Fyrir vikið hefur Kasha séð sér
þann kost vænstan að flytja hús úr húsi
og ekki dvelja of lengi á sama stað. En
hún hefur ekki látið neinn bilbug á sér
finna og heldur ótrauð áfram baráttu
sinni fyrir réttindum samkynhneigðra.
Löng leið að lýðræði
Búrmnesku baráttukonuna Aung
San Suu Kyi þarf vart að kynna fyr-
ir nokkrum manni, enda fyrir löngu
orðin táknmynd baráttu fyrir lýð-
ræðisumbótum í heimalandi sínu.
Stallsystir hennar, Zin Mar Aung, er
ekki eins vel þekkt en hefur þó til-
einkað líf sitt lýðræðisbaráttu, aukn-
um áhrifum kvenna og því að finna
lausn á þeim átökum sem einkennt
hafa Búrma.
Zin Mar Aung tók þátt í aðgerð-
um námsmanna sem börðust fyr-
ir lýðræðisumbótum í Búrma árin
1996 og 1998. Stjórnvöld í Búrma
kunnu henni litlar þakkir fyrir og
hún var dæmd til fangelsisvistar og
var í fangelsi í meira en áratug.
Eftir að Zin Mar Aung losnaði úr
fangelsi tók hún upp þráðinn þar
sem frá var horfið og hefur meðal
annars sett á stofn sjálfshjálparsam-
tök fyrir konur sem hafa setið í fang-
elsi af pólitískum ástæðum. Einnig
tók Zin Mar þátt í stofnun Rainfall –
samtaka sem hafa að markimiði að
auka áhrif og styrk kvenna.
Hér hefur aðeins verið drepið á
nokkrum þeirra kvenna sem taka
þátt í Women in the World-ráðstefn-
unni í New York-borg. Nánari upp-
lýsingar er að finna á vefsíðu News-
week.
Heimildir Newsweek, The Daily
Beast Wikipedia og fleiri.
Anna Netrebko Leið hennar lá úr
salernisþrifum upp á fjalir virtra óperuhúsa.
Beitir sér fyrir málefnum flóttamanna Angelina Jolie lætur ekki sitt eftir liggja í
Kenía, Eþíópíu og víðar.
Kasha Jacqueline Nabagesera Bar-
áttukona fyrir réttindum samkynhneigðra
í Úganda. Nafn hennar er að finna á lista
manna sem hugsa henni þegjandi þörfina.
Georgina Theodora Wood Engin kona
hefur náð jafn miklum frama í sögu Gana.
Fawzia Koofi Situr á afganska þinginu og hefur háleit markmið.
„Svo lengi sem
Fawzia lífsandann
dregur mun hún einskis
láta ófreistað til að „ …
leiða þjóð sína úr hyldýpi
spillingar og fátæktar.“
Kolbeinn Þorsteinsson
blaðamaður skrifar kolbeinn@dv.is
26 Erlent 9.–11. mars 2012 Helgarblað
Konur
með
KjarK
n Konur sem láta ekki að sér hæða hittast í New York
Camila Vallejo Hefur látið að
sér kveða í Chile í baráttu fyrir
umbótum í menntunarmálum.