Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Page 27
H aturs- og áróðurssamtök- um í Bandaríkjunum hefur fjölgað hratt á undanförn- um árum. Árið 2000 voru 602 samtök skráð en árið 2011 voru þau 1.018. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá bandarískum mannréttindasamtökum, Southern Poverty Law Center (SPLC). Stofn- unin hefur tekið saman gögn frá árinu 2000 og hefur samtökum sem falla í fyrrnefndan flokk ávallt fjölgað á milli ára. Samtökin sem eru á listanum eiga það öll sameiginlegt að boða hugmyndafræði eða berjast gegn ákveðnum hópum, til dæmis sam- kynhneigðum eða múslimum. Flest samtök í Kaliforníu Bandaríski vefmiðillinn Huffing- ton Post fjallaði ítarlega um málið á fimmtudag og í umfjöllun hans kemur fram að tölurnar rími að nokkru leyti við tölur bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Á sama tíma og haturssamtökum fjölgar hefur hatursglæpum fjölgað lít- illega. Samkvæmt tölum frá FBI voru 6.624 hatursglæpir framd- ir í Bandaríkjunum árið 2010 sem er smávægileg aukning frá árinu 2009. Fyrir árið 2009 hafði þeim hins vegar fækkað í nokkur ár á undan. Flest haturs- og áróðurs- samtök eru með starfsemi sína í Kaliforníu, fjölmennasta ríki Bandaríkjanna, eða 84 talsins. Ge- orgíuríki kemur næst á eftir með 65 samtök, Flórída með 55 samtök og New Jersey með 47. Margir aðhyllast Ku Klux Klan Samkvæmt úttekt samtakanna eru 152 samtök skráð sem aðhyllast hug- myndafræði Ku Klux Klan. Samtökin, sem fyrst voru stofnuð árið 1865, eru þekkt fyrir hatur sitt á blökkumönn- um, gyðingum, samkynhneigðum og öðrum minnihlutahópum. Samtök- um sem aðhyllast hugmyndafræði Ku Klux Klan hefur fækkað talsvert frá árinu 2010 þegar þau voru 221. 170 samtök nýnasista eru á skrá SPLC og samtök hvítra þjóðernissinna eru 146 talsins. Í skýrslu sem SPLC gaf út í tengslum við úttekt sína er reynt að leita skýringa á þessari fjölgun. Þannig er bent á að ríkisstjórn Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, eigi væntanlega sinn þátt í fjölguninni en ríkisstjórnin þykir frjálslyndari en þær sem verið hafa við völd á undanförnum árum. Erlent 27Helgarblað 9.–11. mars 2012 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. 14–16 Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012 Vaxtalaus kaupleiga á listaverkum í allt að 36 mánuði Kynntu þér málið á www.myndlist.is Vefuppboð á myndlist stendur til 14. mars mánudaginn 12. mars, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd föstudag 10–18, laugardag 11–17, sunnudag 12–17 og mánudag 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Listmunauppboð í Gallerí Fold Sigurjón Jóhannsson Karólína Lárusdóttir Louisa Matthíasdóttir n Bandarísk samtök gefa út skýrslu um fjölda haturs- og áróðurssamtaka Haturssamtökum fjölgar Nýnasistar í Bandaríkj- unum Samtök sem aðhyllast nýnasisma voru 170 í Bandaríkj- unum á síðasta ári. MyNd ReuteRs Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Fjöldi áróðurs- og haturssamtaka *Heimild: Southern Powerty Law Center 2000: 602 2001: 676 2002: 708 2003: 751 2004: 762 2005: 803 2006: 844 2007: 888 2008: 926 2009: 932 2010: 1.002 2011: 1.018

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.