Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Síða 35
35m e n n i n g a r v e r ð l a u n d v 2 0 1 17 . m a r s 2 0 1 2
Ballettinn valdi mig
ur breyst svo mikið síðustu ár og námið
tekur mið af því. Nú er kenndur listdans
í Listaháskóla Íslands þar sem nemend-
ur vinna allan daginn við það að mennta
sig í dansi. Það er stórkostlegt að fylgjast
með því starfi sem þar fer fram og ég sé að
úr þessu námi koma dansarar með mikla
færni.“
Langþráð háskólanám
Það vakti athygli þegar Ingibjörg lét af
starfi sínu sem skólastjóri Listdansskóla
Íslands og fór í langþráð háskólanám.
Sagnfræðin hafði heillað hana í langan
tíma og árið 1997 tók hún ákvörðun um
að skrá sig. „Ég hætti að vera að skólastjóri
Listdansskóla Íslands 1997 og hafði mikla
og uppsafnaða þörf fyrir að hvíla líkam-
ann. Ég fór því í háskólann og innritað mig
í sagnfræði. Ég naut mín vel í þessu námi
og auðvitað nýtti ég mér mína reynslu
í dansi. Ég lauk BA-prófi í sagnfræði frá
Háskóla Íslands árið 2002 og síðan MA í
sagnfræði frá sama skóla árið 2007, báðar
ritgerðir mínar fjölluðu um dans. BA-rit-
gerðin mín um upphaf nútímadans á Ís-
landi. Seinni ritgerðin fjallaði um íslensk-
ar dansskemmtanir fram til 1850.“
Eiginmaðurinn sá um heimilið
Á fræðasviðinu hefur Ingibjörg látið til
sín taka. Hún hefur skrifað fjölmarg-
ar greinar um dans meðal annars fyrir
Morgunblaðið, í Sagnir og tvær grein-
ar um íslenskan dans í bókina Dans i
Norden sem var gefin út í Osló 2007.
Auk þess flytur hún erindi um sögu ís-
lensks listdans víða um heim. Ingibjörg
kenndi námskeiðið „Dans og dans-
menning. Frá hoppi til hip-hops“ við
þjóðfræðiskor Félagsvísindadeildar Há-
skóla Íslands haustið 2007. Hún vinnur
nú að ritun á sögu danslistar á Íslandi
auk þess að miðla þeim rannsóknum
sínum og kenna íslenska listdanssögu
við Listaháskóla Íslands. „Ég vinn þetta
svona á mínum hraða, satt best að segja
þá er ég í svo mörgum vinnum að mér
gefst minni tími en ég vildi til verksins.
Ég vinn fimm tíma í viku í bókhaldi í
útgerðarfélagi, kenni danssögu, kenni
ballett og nú er ég líka að semja dans
fyrir óperu sem verður sett upp á Akur-
eyri. Dagarnir mínir eru ansi langir eins
og þeir hafa reyndar verið alla ævi. Sem
betur fer á ég mjög góðan mann,“ segir
hún og kímir.
Eiginmaður Ingibjargar er Árni Vil-
hjálmsson háskólaprófessor og eiga þau
saman þrjár dætur. „Þegar ég var að kenna
langt fram á kvöld sá hann Árni minn um
að elda kvöldmatinn og koma börnunum
í rúmið. Um tíma þurfti ég líka að leggjast
í ferðalög og þá sá hann Árni alfarið um
heimilið.“
Fer á allar sýningarnar
Ingibjörg er hvergi hætt að semja dansa.
Hún er eins og áður hefur komið fram
að semja dansa fyrir óperu á Akureyri
og framlag hennar til danslistar er mik-
ið.
Hún var danshöfundur í Þjóðleikhús-
inu á þeim árum sem hún starfaði þar og
samdi verk fyrir uppsetningar leikhúss-
ins. Hún var einn af stofnendum Ball-
ettflokks Félags íslenskra listdansara
sem var þrýstiafl fyrir stofnun Íslenska
dansflokksins, samdi hún fyrir hann
meðal annars verkið Frostrósir árið
1968. Hún samdi einnig fjölmörg verk
fyrir Íslenska dansflokkinn eftir stofn-
un hans og má þar nefna verkið Sálu-
messu sem var fyrsti nýklassíski ball-
ettinn sem sýndur var á Íslandi. Einnig
má nefna ballettinn Sæmund Klemens-
son sem fluttur var af Íslenska dans-
flokknum og Þursaflokknum vorið 1978
á Listahátíð í Reykjavík. Ballettinn kom
Þursaflokknum á kortið og samning hjá
útgáfuaðilanum Fálkanum og gekk sýn-
ingin í Þjóðleikhúsinu frá hausti fram til
áramóta, sem er einsdæmi um ballett-
sýningar, fyrr og síðar. Ingibjörg hefur
auk þess samið ótal marga dansa fyr-
ir Leikfélag Reykjavíkur, Þjóðleikhúsið,
ýmsa leikhópa og fyrir sjónvarp. „Það er
mikilvægt að mínu mati að semja ný ís-
lensk verk sem henta okkar dönsurum,
segir Ingibjörg sem er þekkt fyrir það
sækja allar mögulegar danssýningar
sem settar eru upp. „Það er rétt, ég fer
á allar sýningarnar, segir hún og skellir
upp úr. Það veitir mér ómælda ánægju
að fylgjast með dönsurum og ég vil fara
á bæði góðar og slæmar sýningar. Það er
nefnilega svo mikilvægt að læra og all-
ir verða að fá að gera mistök og þroska
sig áfram. Þannig verður góður dansari
til. Já, og manneskjur, þannig verða líka
góðar manneskjur til.“
kristjana@dv.is
Heiðursverðlaunahafi Menningarverð-
launa DV Ingibjörg Björnsdóttir vinnur að ritun
sögu íslenskrar danslistar og dansar enn.