Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 36
Það var mjög ánægjulegt að hafa fengið þessi verð-laun. Þau vekja athygli
á bókinni og möguleikum landsins
til ferðalaga,“ segir Jónas Kristjáns-
son, fyrrverandi ritstjóri, en Jónas fékk
Menningarverðlaun DV í flokknum
Fræði fyrir bók sína 1001 þjóðleið.
Jónas segir bókina afrakstur mikillar
vinnu um áratugaskeið. „Þetta er búið
að vera mikið fyrirtæki sem hefur tekið
langan tíma. Nú er hún komin út og
dæminu því lokið að því leytinu. Þetta
eru ákveðin kaflaskipti á ævi minni,“
segir Jónas sem sjálfur fór 250 leiðir
af þeirri 1001 leið sem fjallað er um í
bókinni.
„Það eru því ansi mikil ferðalög
á bak við þetta auk þess sem ég hef
dregið saman upplýsingar úr mörg-
um áttum. Ég hef dregið saman ótal
atriði úr gömlum kortum, bókum og
sögum úr Sturlungu. Þarna er slegið
saman texta og upplýsingum af ýmsu
tagi, svo sem sagnfræði, náttúrufræði
og leiðarlýsingum auk kortsins sjálfs
sem sýnir leiðirnar nákvæmlega,“ segir
Jónas en bókinni fylgir diskur sem gerir
fólki kleift að hlaða leiðunum niður
í GPS-tæki. „Ég vona að margir eigi
eftir að nota þennan disk því þar eru
sýndar leiðir sem fólk hefur farið öld-
um saman. Sumar hverjar eru fallnar í
gleymsku en aðrar ekki.“
Jónas hefur ferðast mikið um landið
í gegnum árin og þá mest á hestbaki.
Aðspurður segir hann Löngufjörur á
Snæfellsnesi bjóða upp á skemmti-
legustu leiðirnar. „Það er afskaplega
skemmtilegt svæði. Fjarri vegum. Ég
er ekki mjög göngulipur og fer næst-
um allar mínar ferðir á hestum. Flestar
þessara leiða eru líka gönguleiðir og
sumar bara gönguleiðir,“ segir hann
og bætir við að í bókinni fái hver leið
sína einkunn um það hversu heppi-
legar þær eru til göngu eða reiðar. „Svo
hef ég líka afskaplega
gaman af Fjallabaki.
Þar er landslagið
óskaplega fallegt. Kjal-
vegur er skemmtilegur
líka en gönguleiðin
þar er fjarri bílvegum.
Þessar leiðir, eins og
Kjalvegur, eru partur
af óbyggðum. Menn
eru dögum saman þar
sem hvergi eru mann-
virki né bílar.“
Sjálfur hefur Jónas
tileinkað sér tæknina
á ferðalögum. „Marg-
ar þessar leiðir eru
ógreinilegar og ekki
allar varðaðar eða
merktar. Með GPS-
tæki er hægt að vera
viss um að maður sé
á réttri leið. Þetta er
líka feiknalega gott
öryggistæki. Í þoku getur maður séð
hvar maður er staddur og hvert líkleg-
ast sé réttast að fara. Svo er þetta líka
áttaviti, kort og leiðarvísir svo þetta eru
mikil öryggistæki.“
Næst á dagskrá hjá Jónasi er vinna
að stórum kortum. „Bókin er svo stór
og þung að menn taka hana ekki með
sér í ferðalög. Þeir sem vilja ekki vera
með GPS geta þá verið með saman-
brotin kort í vasanum. Sennilega verða
slík kort gefin út.“ indiana@dv.is
Afrakstur mikillar vinnu Jónas fékk
Menningarverðlaun DV í flokknum Fræði
fyrir bók sína 1001 þjóðleið.
36 m e n n i n g a r v e r ð l a u n d v 2 0 1 17 . m a r s 2 0 1 2 hönnun
fræði
Þetta kom ótrúlega skemmti-lega á óvart,“ segir Snæfríð Þorsteins, en hún og Hildi-
gunnur Gunnarsdóttir unnu Menningar-
verðlaun DV fyrir hönnun. Hún segir að
þær hafi verið afar ánægðar þar sem allar
tilnefningar hafi verið svo fínar að tilnefn-
ing ein og sér hefði verið þeim nóg. Það
sé þó alltaf gott að fá svona klapp á bakið.
Snæfríð og Hildigunnur hafa starfað
saman í rúman áratug og Snæfríð segir
að samstarfið hafi byrjað fljótlega eftir
að hún kom heim úr námi. „Við unnum
fyrst saman í umbroti hjá Iceland Review,
líklega í kringum árið 1999. Þá færði ég
mig yfir á auglýsingastofuna Gott fólk
og Hildigunnur kom fljótlega á eftir en
við höfum unnið sjálfstætt saman síðan
árið 2000. Þetta samstarf hefur gengið
alveg eins og í sögu,“ segir Snæfríð. Þær
stefna á áframhaldandi samstarf og fram-
undan hjá þeim eru mörg verkefni og af
nógu að taka. „Það er svolítið af bókum í
farvatninu og svo ætlum við að taka þátt
í Hönnunarmars en þar verðum við með
þrívítt verk. Það kemur svo einnig út há-
tíðarútgáfa af Íslensk-
um fuglum Bene-
dikts Gröndal en fyrir
jól kom út almenn
útgáfa af henni.“ Há-
tíðarútgáfan verður
í mun stærra broti,
með þykkari síðum,
handskrifuð og í leð-
urbandi. Hún verður
mun fínni og fágæt-
ari útgáfa og hún
kemur út í 100 tölu-
settum eintökum.
Aðspurð hvaða verki þær séu stolt-
astar af segir hún að það sé í raun ekkert
eitt sem standi upp úr. Áhuginn liggi að
mestu leyti í þeim verkefnum sem þær
vinni í hverju sinni.
Í umsögn dómnefndar segir að Snæ-
fríð og Hildigunnur séu mörgum kunnar
fyrir vel heppnað samstarf sitt síðast-
liðinn áratug. Þær hafa rekið saman
vinnustofu frá árinu 2000 og komið að
fjölda verkefna þar sem þær hafa unnið
talsvert með menningararfinn og oft og
tíðum fundið skemmtilegan vinkil á hann
í starfi sínu. Þar má nefna hönnun þeirra
fyrir Þjóðminjasafnið og Landnámssýn-
inguna í Aðalstræti, þar sem Geirfugla-
kertin skemmtilegu urðu til. Snæfríð og
Hildigunnur hafa einnig unnið mikið fyrir
Háskóla Íslands og sendu í fyrra frá sér
bráðskemmtilega vísindaútgáfu af afrifu-
dagatali sínu. Þær hafa einnig átt í einkar
vel heppnuðu samstarfi við bókaútgáf-
una Crymogeu þar sem þær hafa hannað
hverja bókina á fætur annarri. Sú þekkt-
asta sé þar vitanlega Flóra Íslands eftir
Eggert Pétursson en á síðasta ári sáu þær
meðal annars um hönnun á Íslenskum
fuglum eftir Benedikt Gröndal.
Snæfríð og Hildigunnur komu að hönnun
á Flóru Íslands og Íslenskum fuglum
Vel heppnað
samstarf Kom á óvartSnæfríð segir að valið hafi komið skemmtilega á óvart. Hún og
Hildigunnur Gunnarsdóttir fengu
Menningarverðlaun DV fyrir hönnun.
DV17672180208 Jónas Kristjáns-
son_4_3_2_2_2_6.jpg Löngufjörur
í uppáhaldi
Útgáfa 1001 þjóðleiðar merkja ákveðin kaflaskipti í lífi Jónasar Kristjánssonar.
Umsögn
dómnefndar
Gamli ritstjórinn og orðhákurinn Jónas
sýnir hér á sér nýja hlið þegar hann rekur af
mikilli nákvæmni þjóðleiðir á Íslandi, bæði
gönguleiðir og reiðleiðir.
Fjallað er um hverja leið í knöppu en
greinargóðu máli og með nákvæmum kortum.
Bókinni fylgir á nútímavísu diskur sem gerir
fólki kleift að hlaða leiðunum niður í GPS-
tæki. Hér er um að ræða afrakstur áratuga-
vinnu Jónasar og úr verður glæsilegt verk
sem gera mun Íslendingum kleift að fara lítt
troðnar slóðir um land sitt og kynnast því á
nýjan hátt.